Rauði herinn skrefi nær undanúrslitunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markaskorarar kvöldsins.
Markaskorarar kvöldsins. vísir/getty
Liverpool er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Liverpool vann 2-0 sigur á Anfield í kvöld.

Það var ljóst að það væri erfitt verkefni sem biði Porto í kvöld en þeir rauðklæddu út Bítlaborginni hafa verið sjóðandi heitir undanfarnar vikur og mánuði.

Eftir einungis fimm mínútur voru heimamenn komnir í forystu. Firmino fékk boltann inn á teignum, lagði hann til Naby Keita sem þrumaði boltanum í netið. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem truflaði Iker Casillas í markinu.

Keita hafði ekki skorað í búningi Liverpool fyrr en á föstudaginn er hann skoraði í sigri á Southampton. Hann hélt því uppteknum hætti í kvöld og kom Liverpool á bragðið.







Á 26. mínútu varð staðan 2-0. Roberto Firmino þurfti þá bara að ýta boltanum yfir línuna eftir frábært samspil Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold. Góð staða Liverpool í hálfleik.

Liverpool hafði mikið boltann í síðari hálfleik en ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Púlarar því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn. Hann fer fram næsta miðvikudag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira