Kall tímans Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Borgarlína er kall tímans. Einkabíllinn er ekki ferðamáti fólks í borgum nútímans. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Það stefnir í óefni. En mikil einföldun er að tala um borgarlínu sem lýtalausa töfralausn. Gagnrýnin er að sama skapi iðulega í upphrópanastíl. Fáir feta meðalveginn og sýna sanngirni og hófsemd í umræðunni. Rétttrúnaður er leiðindaávani stjórnmálamanna þegar rætt er um samgöngur. Hluti Sjálfstæðisfólks vill slá skjaldborg um einkabílinn og lokar augum fyrir mengun bílaumferðar. Samfylkingin má ekki heyra minnst á gatnamót sem geta aukið öryggi vegfarenda án þess að rísa upp á afturlappirnar. Í náinni framtíð verða breytingar á samgöngumynstri. Deilibílar munu ryðja sér til rúms, notkun rafhjóla aukast, orkuskipti verða í samgöngum og frelsi á leigubílamarkaði gæti orðið að veruleika. Þetta gerbreytir myndinni. Samfélagsgerðin breytist og hefur víðtæk áhrif. Fólk mun í ríkari mæli stunda vinnu að heiman. Umræða um styttingu vinnuviku er fyrirferðarmikil. Styttri vinnuvika gefur svigrúm til að dreifa vinnutímanum, svo að við verðum ekki öll á ferðinni á sama tíma. Slíkt gæti haft mikil áhrif á þarfirnar sem borgarlína þarf að mæta. Spár gera ráð fyrir að höfuðborgarbúum fjölgi um 40 þúsund til ársins 2030. Markmið borgarlínu er að fjölgunin þyngi ekki umferð. Það er nauðsynlegt. Hvergi er meiri bílaumferð í norðlægri borg. Því fylgir svifryk og sóun á tíma fólks. Því fylgir aftur aukið hreyfingarleysi og færri samverustundir með vinum og fjölskyldu. Rekstur bíls er dýr. Um er að ræða veigamikinn þátt í heimilisbókhaldinu. Svo mætti áfram telja. Þróun hverfa í borginni skiptir höfuðmáli í þessu samhengi. Hvergi eru fleiri fótgangandi en í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar er öll nærþjónusta í göngufæri. Bakarí, verslanir, kaffihús og sundlaug. Hið sama er að gerast í Laugardalnum og víðar. Góð þjónusta nærri heimilum fólks dregur úr umferð. Borgarlínan er einfaldlega þess eðlis að það þarf að líta til margra átta. Um hana þurfa borgarbúar að eiga lifandi samtal. Svo er borgarlína dýr og fjármögnun óljós þótt ríkið boði þátttöku – hver er verðmiðinn? Sérstaklega er þetta mikilvægt í ljósi atburða liðinna mánaða sem vekja upp hughrif um óstjórn í fjármálum borgarinnar. Til er hópur fólks sem vill ekki almenningssamgöngur. En flestir vilja hafa úr kostum að velja. Það er hlutverk stjórnmálamanna að búa svo um hnútana að kostirnir verði fólki ljósir. Þá mun bílum fækka. Nú þarf að fullmóta hugmyndina, kynna kostina án þess að draga fjöður yfir gallana. Þannig fá stjórnmálamennirnir fólkið með sér. Óskað er eftir yfirvegaðri umræðu um málið. Helst áður en ætt er af stað í miklar og dýrar framkvæmdir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Borgarlína er kall tímans. Einkabíllinn er ekki ferðamáti fólks í borgum nútímans. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Það stefnir í óefni. En mikil einföldun er að tala um borgarlínu sem lýtalausa töfralausn. Gagnrýnin er að sama skapi iðulega í upphrópanastíl. Fáir feta meðalveginn og sýna sanngirni og hófsemd í umræðunni. Rétttrúnaður er leiðindaávani stjórnmálamanna þegar rætt er um samgöngur. Hluti Sjálfstæðisfólks vill slá skjaldborg um einkabílinn og lokar augum fyrir mengun bílaumferðar. Samfylkingin má ekki heyra minnst á gatnamót sem geta aukið öryggi vegfarenda án þess að rísa upp á afturlappirnar. Í náinni framtíð verða breytingar á samgöngumynstri. Deilibílar munu ryðja sér til rúms, notkun rafhjóla aukast, orkuskipti verða í samgöngum og frelsi á leigubílamarkaði gæti orðið að veruleika. Þetta gerbreytir myndinni. Samfélagsgerðin breytist og hefur víðtæk áhrif. Fólk mun í ríkari mæli stunda vinnu að heiman. Umræða um styttingu vinnuviku er fyrirferðarmikil. Styttri vinnuvika gefur svigrúm til að dreifa vinnutímanum, svo að við verðum ekki öll á ferðinni á sama tíma. Slíkt gæti haft mikil áhrif á þarfirnar sem borgarlína þarf að mæta. Spár gera ráð fyrir að höfuðborgarbúum fjölgi um 40 þúsund til ársins 2030. Markmið borgarlínu er að fjölgunin þyngi ekki umferð. Það er nauðsynlegt. Hvergi er meiri bílaumferð í norðlægri borg. Því fylgir svifryk og sóun á tíma fólks. Því fylgir aftur aukið hreyfingarleysi og færri samverustundir með vinum og fjölskyldu. Rekstur bíls er dýr. Um er að ræða veigamikinn þátt í heimilisbókhaldinu. Svo mætti áfram telja. Þróun hverfa í borginni skiptir höfuðmáli í þessu samhengi. Hvergi eru fleiri fótgangandi en í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar er öll nærþjónusta í göngufæri. Bakarí, verslanir, kaffihús og sundlaug. Hið sama er að gerast í Laugardalnum og víðar. Góð þjónusta nærri heimilum fólks dregur úr umferð. Borgarlínan er einfaldlega þess eðlis að það þarf að líta til margra átta. Um hana þurfa borgarbúar að eiga lifandi samtal. Svo er borgarlína dýr og fjármögnun óljós þótt ríkið boði þátttöku – hver er verðmiðinn? Sérstaklega er þetta mikilvægt í ljósi atburða liðinna mánaða sem vekja upp hughrif um óstjórn í fjármálum borgarinnar. Til er hópur fólks sem vill ekki almenningssamgöngur. En flestir vilja hafa úr kostum að velja. Það er hlutverk stjórnmálamanna að búa svo um hnútana að kostirnir verði fólki ljósir. Þá mun bílum fækka. Nú þarf að fullmóta hugmyndina, kynna kostina án þess að draga fjöður yfir gallana. Þannig fá stjórnmálamennirnir fólkið með sér. Óskað er eftir yfirvegaðri umræðu um málið. Helst áður en ætt er af stað í miklar og dýrar framkvæmdir.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun