Sara Rún: Gott að koma heim Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 20. mars 2019 21:56 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Stefán Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim.“ Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík síðan tímabilið 2014-2015 í kvöld gegn feiknasterku liði Vals í Origo-höllinni. Leikurinn fór 80-68 fyrir Val en Sara Rún gat þó séð ljósa punkta í frammistöðu síns liðs. „Við gerðum fullt af góðum hlutum í kvöld en vitum hvað við þurfum að bæta. Spiluðum við gott Valslið í dag. Tilbúnar í næsta leik, tökum einn leik í einu,“ sagði hún að leik loknum. Undanfarin fjögur ár hefur Sara Rún spilað með bandaríska háskólaliðinu Casinius Golden Griffins en er nýkomin aftur til landsins. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í gær. Liðið hefur tekið vel á móti mér,“ sagði Sara Rún um stutta undirbúninginn sem hún hefur fengið fyrir þennan fyrsta leik hennar á tímabilinu. Það hefði ekki komið á óvart ef að það hefði tekið Söru Rún smá tíma að finna sig innan sóknarleiks liðsins en hún átti strax nokkuð góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot. „Körfubolti er náttúrulega körfubolti. Ef þú spilar ákveðið þá kemur restin,“ sagði hún. Aðspurð um að koma sér inn í íslenska tempóið og Keflavíkur liðsboltann var Sara Rún ekki sérlega áhyggjufull: „Þetta er náttúrulega öðruvísi. Ég er búin að vera með sama liðinu úti núna í fjögur ár. Auðvitað er erfitt að ná bara einni æfingu en þau hjálpuðu mér að komast inn í þetta. Ekkert mál, í rauninni. Bara ógeðslega gaman. Gott að koma heim.“ Hlutverk hennar innan liðsins er ekki lítið en hún er vissulega mjög fjölhæfur leikmaður. „Ég er hávaxin en get líka skotið fyrir utan og geri bara það sem liðið vantar. Ef það vantar leikmann á vængnum þá fer ég á vænginn og ef það vantar leikmann inn í þá fer ég inn í. Bara allt jafn gaman,“ sagði Sara Rún og virtist áhyggjulaus með framvinduna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira