Tvísýn staða Hörður Ægisson skrifar 22. mars 2019 08:00 Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun