Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið leikdaga og leiktíma fyrir undanúrslit Domino´s deildar kvenna í körfubolta en deildarkeppninni lauk í gær.
KR-konur voru fjórða og síðasta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslitin og fá að launum það verkefni að glíma við deildarmeistara Vals.
Úrslitakeppnin hefst þó á hinni viðureigninni sem er á milli Keflavíkur og Stjörnunnar. Fyrsti leikurinn er 2. apríl í Blue-höllinni í Keflavík en daginn eftir hefst hitt einvígið með leik Vals og KR í Origo-höllinni á Hlíðarenda.
Fyrstu þrír leikirnir í einvígunum fara fram á sitthvorum tíma en leikur fjögur og fimm verða á sama degi. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.
Hér fyrir neðan má alla leikina í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna.
Keflavík (2) - Stjarnan (3)
Leikur 1 – 2. apríl – Keflavík-Stjarnan kl. 19:15
Leikur 2 – 6. apríl – Stjarnan-Keflavík 20:00
Leikur 3 – 10. apríl – Keflavík-Stjarnan kl. 19:15
Leikur 4 – 14. apríl – Stjarnan-Keflavík Leiktími ákveðinn síðar
Leikur 5 – 17. apríl – Keflavík-Stjarnan Leiktími ákveðinn síðar
Valur (1) - KR (4)
Leikur 1- 3. apríl – Valur-KR kl. 19:15
Leikur 2 – 7. apríl – KR-Valur kl. 19:15
Leikur 3 – 11. apríl Valur-KR kl. 19:15
Leikur 4 – 14. apríl KR-Valur Leiktími ákveðinn síðar
Leikur 5 – 17. apríl Valur-KR Leiktími ákveðinn síðar

