Framtíðarþjófnaður Andrés Ingi Jónsson skrifar 28. mars 2019 07:00 Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun