Loftslagsvá - Okkur liggur lífið á Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:15 Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun