Loftslagsvá - Okkur liggur lífið á Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:15 Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar