Ódýr matur – dýrkeypt blekking Ólafur Dýrmundsson skrifar 14. mars 2019 07:30 Vart er um það deilt að matur sé mannsins megin. Víða er þó skortur á þessum lífsnauðsynjum og 11% jarðarbúa þjást af viðvarandi hungri samkvæmt upplýsingum FAO. Fæðuöryggi stafar ógn af loftslagsbreytingum um allan heim. Hér á landi er lítið rætt um fæðuöryggi, þótt það fari minnkandi, einkum vegna vaxandi tengsla við markaðskerfi Evrópusambandsins. Séð er fyrir nægu framboði matvæla með því að flytja inn um helming þeirra. Aftur á móti er verð á mat stöðugt umræðuefni, hann skal vera sem ódýrastur og er þá ekki alltaf hugað sem skyldi að uppruna, framleiðsluaðferðum, gæðum, matvælaöryggi og lýðheilsu. Samkvæmt rannsóknum Hagstofunnar nemur kostnaður við mat- og drykkjarvörur liðlega 13% af neysluútgjöldum heimilanna, að meðaltali, og er maturinn ekki hálfdrættingur samanborið við stærsta liðinn, húsnæðiskostnað. Samt eru stjórnvöld enn að leggja drög að aðgerðum til að veikja landbúnaðinn, og þar með starfsskilyrði bænda til að framleiða holl, hrein og örugg matvæli, með því að auka innflutning. Þar er einblínt á verðið eitt sér, markaðssjónarmið eiga að ráða ferðinni. Þeim upplýsingum er nú dreift í frumvarpsdrögum að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, að aukinn innflutningur matvæla muni skila neytendum 900 milljónum á móti 500-600 miljóna króna tekjuskerðingu íslensks landbúnaðar, á ári. Í tengslum við þetta mat eru mótsagnirnar augljósar og neikvæð áhrif vanmetin því að við aukinn innflutning mun kolefnisfótsporið stækka og sjálfbærnin minnka. Þá er hæpið að allar tollalækkanir skili sér til neytenda. Það er m.a. heldur ekki traustvekjandi að síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður 2005 hefur stöðugildum búvísindamanna þar fækkað úr rúmlega 20 í 5. Að mínum dómi er ódýr matur, afurð verksmiðjubúskapar á kostnað umhverfis, velferðar búfjár og kjara bænda, dýrkeypt blekking. Er ekki tími til að skoða þessi mál betur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Vart er um það deilt að matur sé mannsins megin. Víða er þó skortur á þessum lífsnauðsynjum og 11% jarðarbúa þjást af viðvarandi hungri samkvæmt upplýsingum FAO. Fæðuöryggi stafar ógn af loftslagsbreytingum um allan heim. Hér á landi er lítið rætt um fæðuöryggi, þótt það fari minnkandi, einkum vegna vaxandi tengsla við markaðskerfi Evrópusambandsins. Séð er fyrir nægu framboði matvæla með því að flytja inn um helming þeirra. Aftur á móti er verð á mat stöðugt umræðuefni, hann skal vera sem ódýrastur og er þá ekki alltaf hugað sem skyldi að uppruna, framleiðsluaðferðum, gæðum, matvælaöryggi og lýðheilsu. Samkvæmt rannsóknum Hagstofunnar nemur kostnaður við mat- og drykkjarvörur liðlega 13% af neysluútgjöldum heimilanna, að meðaltali, og er maturinn ekki hálfdrættingur samanborið við stærsta liðinn, húsnæðiskostnað. Samt eru stjórnvöld enn að leggja drög að aðgerðum til að veikja landbúnaðinn, og þar með starfsskilyrði bænda til að framleiða holl, hrein og örugg matvæli, með því að auka innflutning. Þar er einblínt á verðið eitt sér, markaðssjónarmið eiga að ráða ferðinni. Þeim upplýsingum er nú dreift í frumvarpsdrögum að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, að aukinn innflutningur matvæla muni skila neytendum 900 milljónum á móti 500-600 miljóna króna tekjuskerðingu íslensks landbúnaðar, á ári. Í tengslum við þetta mat eru mótsagnirnar augljósar og neikvæð áhrif vanmetin því að við aukinn innflutning mun kolefnisfótsporið stækka og sjálfbærnin minnka. Þá er hæpið að allar tollalækkanir skili sér til neytenda. Það er m.a. heldur ekki traustvekjandi að síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður 2005 hefur stöðugildum búvísindamanna þar fækkað úr rúmlega 20 í 5. Að mínum dómi er ódýr matur, afurð verksmiðjubúskapar á kostnað umhverfis, velferðar búfjár og kjara bænda, dýrkeypt blekking. Er ekki tími til að skoða þessi mál betur?
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun