RÚV með helming auglýsingatekna Heiðar Guðjónsson skrifar 14. mars 2019 07:00 Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðar Guðjónsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar