Eitt skref til baka hjá Gunnari Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2019 11:00 Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Fréttablaðið/Getty Gunnar Nelson mátti sætta sig við fjórða tap ferilsins eftir að dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigur í búrinu á UFC bardagakvöldi í London um helgina. Er þetta fjórða tap Gunnars á ferlinum og það fjórða í síðustu átta bardögum en á sama tíma tókst Leon að vinna sjöunda bardagann í röð. Síðan Leon tapaði gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman hefur Leon barist sjö sinnum og unnið alla þá bardaga, þar af fimm sinnum á dómaraúrskurði og má búast við að hann fái titilbardaga innan skamms með þessu áframhaldi á meðan óvíst er hvaða bardaga Gunnar fær næst. Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Virtist oft sem Íslendingurinn væri á heimavelli en ekki Edwards. Fyrsta lotan um helgina var jöfn, Gunnar var sókndjarfari framan af og sóttist eftir því að koma Leon í gólfið sem Leon var að reyna að forðast. Þegar Gunnar náði að koma Leon í gólfið eftir rúma mínútu var Leon vel undir það búinn og komst fljótlega á fætur á ný. Edwards náði að koma Gunnari í erfiða stöðu og skellti honum í gólfið þegar fyrsta lotan var hálfnuð en Gunnar náði að verjast vel þrátt fyrir erfiða stöðu. Leon náði inn á milli að koma að höggum sem skiluðu honum eflaust sigri í fyrstu lotunni. Í annarri lotu var það aftur Gunnar sem reyndi að sækja og koma bardaganum í gólfið á meðan þeir skiptust á höggum. Á lokamínútu annarrar lotu náði Gunnar góðum höggum en Edwards svaraði með olnbogaskoti sem kom Gunnari úr jafnvægi. Við það komst Edwards í lykilstöðu og lét höggin dynja á Gunnari síðustu tuttugu sekúndur lotunnar þegar Gunnar neyddist til að verjast úr gólfinu en Gunnari tókst að lifa af síðustu sekúndurnar. Það var því ljóst að Gunnar þurfti að klára bardagann í þriðju lotu og hélt Gunnar áfram að sækja strax í upphafi lotunnar en Edwards tókst enn og aftur að sleppa vel þegar Gunnar kom honum upp að búrinu. Var lotan því jöfn þar til á lokamínútunni þegar Gunnar náði að skella Leon í gólfið og reyndi að ná stöðu til að vinna bardagann en Edwards stóðst árásir Gunnars og hélt sjó síðustu mínútuna. „Ég er afar sáttur með frammistöðuna mína gegn góðum mótherja í Gunnari Nelson. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari eftir frábæran bardaga og ég hlakka til að sjá hann berjast á ný,“ sagði Leon á Twitter-síðu sinni eftir bardagann eftir að hafa kallað Gunnar einn besta glímukappa veltivigtardeildarinnar í viðtölum eftir bardagann á laugardaginn. Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30 Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur Sjá meira
Gunnar Nelson mátti sætta sig við fjórða tap ferilsins eftir að dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigur í búrinu á UFC bardagakvöldi í London um helgina. Er þetta fjórða tap Gunnars á ferlinum og það fjórða í síðustu átta bardögum en á sama tíma tókst Leon að vinna sjöunda bardagann í röð. Síðan Leon tapaði gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman hefur Leon barist sjö sinnum og unnið alla þá bardaga, þar af fimm sinnum á dómaraúrskurði og má búast við að hann fái titilbardaga innan skamms með þessu áframhaldi á meðan óvíst er hvaða bardaga Gunnar fær næst. Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslendingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Virtist oft sem Íslendingurinn væri á heimavelli en ekki Edwards. Fyrsta lotan um helgina var jöfn, Gunnar var sókndjarfari framan af og sóttist eftir því að koma Leon í gólfið sem Leon var að reyna að forðast. Þegar Gunnar náði að koma Leon í gólfið eftir rúma mínútu var Leon vel undir það búinn og komst fljótlega á fætur á ný. Edwards náði að koma Gunnari í erfiða stöðu og skellti honum í gólfið þegar fyrsta lotan var hálfnuð en Gunnar náði að verjast vel þrátt fyrir erfiða stöðu. Leon náði inn á milli að koma að höggum sem skiluðu honum eflaust sigri í fyrstu lotunni. Í annarri lotu var það aftur Gunnar sem reyndi að sækja og koma bardaganum í gólfið á meðan þeir skiptust á höggum. Á lokamínútu annarrar lotu náði Gunnar góðum höggum en Edwards svaraði með olnbogaskoti sem kom Gunnari úr jafnvægi. Við það komst Edwards í lykilstöðu og lét höggin dynja á Gunnari síðustu tuttugu sekúndur lotunnar þegar Gunnar neyddist til að verjast úr gólfinu en Gunnari tókst að lifa af síðustu sekúndurnar. Það var því ljóst að Gunnar þurfti að klára bardagann í þriðju lotu og hélt Gunnar áfram að sækja strax í upphafi lotunnar en Edwards tókst enn og aftur að sleppa vel þegar Gunnar kom honum upp að búrinu. Var lotan því jöfn þar til á lokamínútunni þegar Gunnar náði að skella Leon í gólfið og reyndi að ná stöðu til að vinna bardagann en Edwards stóðst árásir Gunnars og hélt sjó síðustu mínútuna. „Ég er afar sáttur með frammistöðuna mína gegn góðum mótherja í Gunnari Nelson. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari eftir frábæran bardaga og ég hlakka til að sjá hann berjast á ný,“ sagði Leon á Twitter-síðu sinni eftir bardagann eftir að hafa kallað Gunnar einn besta glímukappa veltivigtardeildarinnar í viðtölum eftir bardagann á laugardaginn.
Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30 Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur Sjá meira
Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01
Kavanagh: Líður ömurlega John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær. 17. mars 2019 10:30
Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. 17. mars 2019 00:27