Gilda lög ekki um Má Guðmundsson? Heiðar Már Guðjónsson skrifar 7. mars 2019 07:00 Ég lenti í löglausri aðför Seðlabankans með félag mitt Ursus árið 2010 þegar ég var ásamt hópi fjárfesta hæstbjóðandi í opnu söluferli Sjóvár. Þar voru stjórnsýslulög brotin og ég kærður til lögreglu þrátt fyrir að hafa engin lög brotið. Ég fékk engan andmælarétt og málið tók tvö ár af lífi mínu sökum valdníðslu Seðlabankans. Sérstakur saksóknari, ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis staðfestu allir sakleysi mitt og það lá ljóst fyrir eftir athuganir þeirra að það var Seðlabankinn sem braut á mér. Það er því áhugavert að lesa umkvartanir Más Guðmundssonar um greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands sem forsætisráðherra óskaði eftir. Þar kvartar hann yfir því að hafa ekki andmælarétt. Hann á engan slíkan rétt, enda er hann stjórnvald en eftirlitsaðilinn, bankaráðið sem kosið er af Alþingi, er ekki stjórnvald samkvæmt lögum. Bankaráðið er að svara forsætisráðherra en ekki seðlabankastjóra og ekkert vekur upp andmælarétt í þeim samskiptum. Már kvartar með öðrum orðum yfir því að ytri rannsókn á misheppnuðum embættisfærslum hans sé ekki unnin í samráði við hann! Steininn tekur síðan úr í óskammfeilni Más þegar hann reynir að hóta bankaráðinu. Hvernig getur embættismaður fengið að hóta eftirlitsaðilum Alþingis með þeim hætti sem hann gerir? Már Guðmundsson hefur gerst margbrotlegur í starfi samkvæmt athugun saksóknara og umboðsmanns Alþingis. Hann hefur gengið svo langt að halda gögnum leyndum og hunsa niðurstöður eftirlitsaðila. Í vikunni kom svo í ljós að einbeittur brotavilji hans er enn til staðar þegar hann ætlar að stöðva réttmæt samskipti bankaráðs við forsætisráðuneytið. Það er löngu tímabært að Már Guðmundsson verði látinn bera ábyrgð á ólöglegum embættisfærslum sínum. Það getur ekki verið að hann sé einn borgara ofar lögum landsins.Höfundur er stjórnarformaður Sýnar hf. sem Vísir tilheyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Ég lenti í löglausri aðför Seðlabankans með félag mitt Ursus árið 2010 þegar ég var ásamt hópi fjárfesta hæstbjóðandi í opnu söluferli Sjóvár. Þar voru stjórnsýslulög brotin og ég kærður til lögreglu þrátt fyrir að hafa engin lög brotið. Ég fékk engan andmælarétt og málið tók tvö ár af lífi mínu sökum valdníðslu Seðlabankans. Sérstakur saksóknari, ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis staðfestu allir sakleysi mitt og það lá ljóst fyrir eftir athuganir þeirra að það var Seðlabankinn sem braut á mér. Það er því áhugavert að lesa umkvartanir Más Guðmundssonar um greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands sem forsætisráðherra óskaði eftir. Þar kvartar hann yfir því að hafa ekki andmælarétt. Hann á engan slíkan rétt, enda er hann stjórnvald en eftirlitsaðilinn, bankaráðið sem kosið er af Alþingi, er ekki stjórnvald samkvæmt lögum. Bankaráðið er að svara forsætisráðherra en ekki seðlabankastjóra og ekkert vekur upp andmælarétt í þeim samskiptum. Már kvartar með öðrum orðum yfir því að ytri rannsókn á misheppnuðum embættisfærslum hans sé ekki unnin í samráði við hann! Steininn tekur síðan úr í óskammfeilni Más þegar hann reynir að hóta bankaráðinu. Hvernig getur embættismaður fengið að hóta eftirlitsaðilum Alþingis með þeim hætti sem hann gerir? Már Guðmundsson hefur gerst margbrotlegur í starfi samkvæmt athugun saksóknara og umboðsmanns Alþingis. Hann hefur gengið svo langt að halda gögnum leyndum og hunsa niðurstöður eftirlitsaðila. Í vikunni kom svo í ljós að einbeittur brotavilji hans er enn til staðar þegar hann ætlar að stöðva réttmæt samskipti bankaráðs við forsætisráðuneytið. Það er löngu tímabært að Már Guðmundsson verði látinn bera ábyrgð á ólöglegum embættisfærslum sínum. Það getur ekki verið að hann sé einn borgara ofar lögum landsins.Höfundur er stjórnarformaður Sýnar hf. sem Vísir tilheyrir.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun