Gerum betur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. mars 2019 09:00 Loftgæði í Reykjavík mælast nú með versta móti líkt og stundum er á þessum árstíma þegar veður er kalt og loft stillt. Loftgæði við að minnsta kosti tvær mælistöðvar í borginni mælast „mjög slæm“. Nægilegt er að líta út um gluggann í miðborginni, eða taka stuttan göngutúr til að verða áþreifanlega var við svifryk og mengun í lofti. Á sumum stöðum er engu líkara en maður sé staddur í olíuríki við Persaflóa í miðjum sandstormi. Sandur og svifryk fyllir vit og lungu. Hvernig ástandið getur verið með þessum hætti í lítilli borg í norðri er hreinlega ómögulegt að skilja. Loftmengun í Reykjavík er meiri en tíðkast í margfalt stærri iðnaðarborgum. Auðvitað er það svo að bílaumferð á langmestan þátt í því að skapa vandamálið. Í þeim efnum þarf fólk auðvitað að líta sér næst. Sú staðreynd að fólki með öndunarsjúkdóma og leikskólabörnum er reglulega ráðlagt að halda sig innandyra er vitnisburður um bjagaða forgangsröðun. Hitt er svo annað mál að borgaryfirvöld verða að sjá til þess að borgin sé sæmilega hrein. Á því er mikil vöntun. Varla er ofsagt að borgin sé drulluskítug. Ryk, sandur og fjúkandi rusl á götum, umferðareyjum og göngustígum. Götuhreinsanir fara fram einu sinni á ári, sem er hlægilegt í samanburði við þær borgir sem við miðum okkur við á tyllidögum. Víða eru götur hreinsaðar daglega eða vikulega. Ferðamannaborgin Reykjavík kemur skelfilega út úr öllum samanburði. Borgarstjóri taldi það fráleitt að borgin gæti liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum með því að lækka útsvar og önnur gjöld á vegum borgarinnar. Það væri auðvitað ekki hægt án þess að skerða grunnþjónustuna. En þegar svona viðrar, og tíðindi berast af lokun grunnskóla í borginni að því er virðist vegna vanrækslu við reglubundið og eðlilegt viðhald, er eðlilegt að spyrja í hvað peningarnir séu eiginlega að fara? Að minnsta kosti ekki grunnþjónustuna að því er virðist. Það ætti að vera forgangsmál hjá borgaryfirvöldum og íbúum að ráða niðurlögum mengunar í borginni. Reykvíkingar sjálfir þurfa að horfast í augu við það að bílar eiga ekki að vera í forgangi gagnvart heilsu fólks og lífsgæðum, og þurfa að vera reiðubúnir að sýna sveigjanleika þegar kemur að ferðavenjum. Borgaryfirvöld þurfa svo að sjá til þess að borgin sé að minnsta kosti sæmilega hrein. Bæði yfirvöld og borgarbúar geta gert svo miklu, miklu betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Loftgæði í Reykjavík mælast nú með versta móti líkt og stundum er á þessum árstíma þegar veður er kalt og loft stillt. Loftgæði við að minnsta kosti tvær mælistöðvar í borginni mælast „mjög slæm“. Nægilegt er að líta út um gluggann í miðborginni, eða taka stuttan göngutúr til að verða áþreifanlega var við svifryk og mengun í lofti. Á sumum stöðum er engu líkara en maður sé staddur í olíuríki við Persaflóa í miðjum sandstormi. Sandur og svifryk fyllir vit og lungu. Hvernig ástandið getur verið með þessum hætti í lítilli borg í norðri er hreinlega ómögulegt að skilja. Loftmengun í Reykjavík er meiri en tíðkast í margfalt stærri iðnaðarborgum. Auðvitað er það svo að bílaumferð á langmestan þátt í því að skapa vandamálið. Í þeim efnum þarf fólk auðvitað að líta sér næst. Sú staðreynd að fólki með öndunarsjúkdóma og leikskólabörnum er reglulega ráðlagt að halda sig innandyra er vitnisburður um bjagaða forgangsröðun. Hitt er svo annað mál að borgaryfirvöld verða að sjá til þess að borgin sé sæmilega hrein. Á því er mikil vöntun. Varla er ofsagt að borgin sé drulluskítug. Ryk, sandur og fjúkandi rusl á götum, umferðareyjum og göngustígum. Götuhreinsanir fara fram einu sinni á ári, sem er hlægilegt í samanburði við þær borgir sem við miðum okkur við á tyllidögum. Víða eru götur hreinsaðar daglega eða vikulega. Ferðamannaborgin Reykjavík kemur skelfilega út úr öllum samanburði. Borgarstjóri taldi það fráleitt að borgin gæti liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum með því að lækka útsvar og önnur gjöld á vegum borgarinnar. Það væri auðvitað ekki hægt án þess að skerða grunnþjónustuna. En þegar svona viðrar, og tíðindi berast af lokun grunnskóla í borginni að því er virðist vegna vanrækslu við reglubundið og eðlilegt viðhald, er eðlilegt að spyrja í hvað peningarnir séu eiginlega að fara? Að minnsta kosti ekki grunnþjónustuna að því er virðist. Það ætti að vera forgangsmál hjá borgaryfirvöldum og íbúum að ráða niðurlögum mengunar í borginni. Reykvíkingar sjálfir þurfa að horfast í augu við það að bílar eiga ekki að vera í forgangi gagnvart heilsu fólks og lífsgæðum, og þurfa að vera reiðubúnir að sýna sveigjanleika þegar kemur að ferðavenjum. Borgaryfirvöld þurfa svo að sjá til þess að borgin sé að minnsta kosti sæmilega hrein. Bæði yfirvöld og borgarbúar geta gert svo miklu, miklu betur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun