Gerum betur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. mars 2019 09:00 Loftgæði í Reykjavík mælast nú með versta móti líkt og stundum er á þessum árstíma þegar veður er kalt og loft stillt. Loftgæði við að minnsta kosti tvær mælistöðvar í borginni mælast „mjög slæm“. Nægilegt er að líta út um gluggann í miðborginni, eða taka stuttan göngutúr til að verða áþreifanlega var við svifryk og mengun í lofti. Á sumum stöðum er engu líkara en maður sé staddur í olíuríki við Persaflóa í miðjum sandstormi. Sandur og svifryk fyllir vit og lungu. Hvernig ástandið getur verið með þessum hætti í lítilli borg í norðri er hreinlega ómögulegt að skilja. Loftmengun í Reykjavík er meiri en tíðkast í margfalt stærri iðnaðarborgum. Auðvitað er það svo að bílaumferð á langmestan þátt í því að skapa vandamálið. Í þeim efnum þarf fólk auðvitað að líta sér næst. Sú staðreynd að fólki með öndunarsjúkdóma og leikskólabörnum er reglulega ráðlagt að halda sig innandyra er vitnisburður um bjagaða forgangsröðun. Hitt er svo annað mál að borgaryfirvöld verða að sjá til þess að borgin sé sæmilega hrein. Á því er mikil vöntun. Varla er ofsagt að borgin sé drulluskítug. Ryk, sandur og fjúkandi rusl á götum, umferðareyjum og göngustígum. Götuhreinsanir fara fram einu sinni á ári, sem er hlægilegt í samanburði við þær borgir sem við miðum okkur við á tyllidögum. Víða eru götur hreinsaðar daglega eða vikulega. Ferðamannaborgin Reykjavík kemur skelfilega út úr öllum samanburði. Borgarstjóri taldi það fráleitt að borgin gæti liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum með því að lækka útsvar og önnur gjöld á vegum borgarinnar. Það væri auðvitað ekki hægt án þess að skerða grunnþjónustuna. En þegar svona viðrar, og tíðindi berast af lokun grunnskóla í borginni að því er virðist vegna vanrækslu við reglubundið og eðlilegt viðhald, er eðlilegt að spyrja í hvað peningarnir séu eiginlega að fara? Að minnsta kosti ekki grunnþjónustuna að því er virðist. Það ætti að vera forgangsmál hjá borgaryfirvöldum og íbúum að ráða niðurlögum mengunar í borginni. Reykvíkingar sjálfir þurfa að horfast í augu við það að bílar eiga ekki að vera í forgangi gagnvart heilsu fólks og lífsgæðum, og þurfa að vera reiðubúnir að sýna sveigjanleika þegar kemur að ferðavenjum. Borgaryfirvöld þurfa svo að sjá til þess að borgin sé að minnsta kosti sæmilega hrein. Bæði yfirvöld og borgarbúar geta gert svo miklu, miklu betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Loftgæði í Reykjavík mælast nú með versta móti líkt og stundum er á þessum árstíma þegar veður er kalt og loft stillt. Loftgæði við að minnsta kosti tvær mælistöðvar í borginni mælast „mjög slæm“. Nægilegt er að líta út um gluggann í miðborginni, eða taka stuttan göngutúr til að verða áþreifanlega var við svifryk og mengun í lofti. Á sumum stöðum er engu líkara en maður sé staddur í olíuríki við Persaflóa í miðjum sandstormi. Sandur og svifryk fyllir vit og lungu. Hvernig ástandið getur verið með þessum hætti í lítilli borg í norðri er hreinlega ómögulegt að skilja. Loftmengun í Reykjavík er meiri en tíðkast í margfalt stærri iðnaðarborgum. Auðvitað er það svo að bílaumferð á langmestan þátt í því að skapa vandamálið. Í þeim efnum þarf fólk auðvitað að líta sér næst. Sú staðreynd að fólki með öndunarsjúkdóma og leikskólabörnum er reglulega ráðlagt að halda sig innandyra er vitnisburður um bjagaða forgangsröðun. Hitt er svo annað mál að borgaryfirvöld verða að sjá til þess að borgin sé sæmilega hrein. Á því er mikil vöntun. Varla er ofsagt að borgin sé drulluskítug. Ryk, sandur og fjúkandi rusl á götum, umferðareyjum og göngustígum. Götuhreinsanir fara fram einu sinni á ári, sem er hlægilegt í samanburði við þær borgir sem við miðum okkur við á tyllidögum. Víða eru götur hreinsaðar daglega eða vikulega. Ferðamannaborgin Reykjavík kemur skelfilega út úr öllum samanburði. Borgarstjóri taldi það fráleitt að borgin gæti liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum með því að lækka útsvar og önnur gjöld á vegum borgarinnar. Það væri auðvitað ekki hægt án þess að skerða grunnþjónustuna. En þegar svona viðrar, og tíðindi berast af lokun grunnskóla í borginni að því er virðist vegna vanrækslu við reglubundið og eðlilegt viðhald, er eðlilegt að spyrja í hvað peningarnir séu eiginlega að fara? Að minnsta kosti ekki grunnþjónustuna að því er virðist. Það ætti að vera forgangsmál hjá borgaryfirvöldum og íbúum að ráða niðurlögum mengunar í borginni. Reykvíkingar sjálfir þurfa að horfast í augu við það að bílar eiga ekki að vera í forgangi gagnvart heilsu fólks og lífsgæðum, og þurfa að vera reiðubúnir að sýna sveigjanleika þegar kemur að ferðavenjum. Borgaryfirvöld þurfa svo að sjá til þess að borgin sé að minnsta kosti sæmilega hrein. Bæði yfirvöld og borgarbúar geta gert svo miklu, miklu betur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun