Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 12:00 Hafi þessi áhrifavaldur fengið þessa máltíð gefins gegn því að birta mynd af henni á samfélagsmiðlum eru allar líkur á því að hann þurfi að gefa hana upp til skatts. Getty/Westend61 Þrátt fyrir að ýmis „skattaleg álitaefni“ vakni í starfsemi hinna svokölluðu áhrifavalda ættu þeir að hafa í huga þá meginreglu að allar tekjur séu skattskyldar, hvort sem þær eru í formi peninga eða annars konar verðmæta. Þegar áhrifavaldar fá t.a.m. greitt fyrir vinnu sína í vörum eða annarri þjónustu skulu þeir gefa hana upp til skatts.Þetta er meðal þess sem kemur fram í útlistun á vef ríkisskattstjóra, þar sem tekið hefur verið saman hvernig skattlagningu er háttað í starfsemi áhrifavalda. Þar segir til að mynda að almennt sé gengið út frá því að „áhrifavaldar séu þeir sem hafa stóran hóp fylgjenda og geta haft áhrif á kauphegðun þeirra með auglýsingum og umfjöllun um vöru eða þjónustu.“ Meira þurfi þó að koma til en stór fylgjendahópur þegar ákvarðað er hvaða skattareglur eigi við starfsemi áhrifavaldanna.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja „Meðal þess sem líta ber til er hvort áhrifavaldar teljist hafa atvinnurekstur með höndum og hvernig endurgjaldi fyrir þjónustu þeirra er háttað. Athuga þarf að þótt viðkomandi teljist ekki vera í atvinnurekstri þá eru tekjurnar almennt skattskyldar. Aðgreining þess hvort viðkomandi teljist vera í atvinnurekstri eða ekki ræður hins vegar úrslitum um það hvernig skattlagningu er háttað,“ segir á vef ríkisskattstjóra. Þrátt fyrir að endurgjald fyrir markaðssetningu á samfélagsmiðlum sé af ýmsum toga er þó meginreglan í þessum efnum einföld: Allar greiðslur; sama hvort þær eru í peningum, vörum eða öðrum hlunnindum, eru skattskyldar. Þannig þurfa áhrifavaldar sem fá greitt í peningum að telja fram upphæðina, hvort sem hennar er aflað í atvinnurekstri eða utan rekstrar. Það sama á við þegar greitt er fyrir vinnu þeirra með öðrum aðferðum. „Greiðslan er skattskyld og leggja ber markaðsverð/gangverð til grundvallar við ákvörðun tekjufjárhæðarinnar. Hér er átt við endurgjald í formi vöru eða þjónustu eða öðru formi s.s. hlunninda. Dæmi um hlunnindi eru m.a. afnot af bifreið eða húsnæði, ferðalög og hótelgisting.“ Í útlistun ríkisskattstjóra er þó tekið fram að ýmis „frávik og undanþágur frá meginreglunni“ eigi við í ákveðnum tilfellum. Nánari upplýsingar um frávikin, sem og aðrar reglur er lúta að skattlagningunni, má nálgast á vef ríkisskattstjóra. Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Tengdar fréttir Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. 5. október 2018 11:15 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Þrátt fyrir að ýmis „skattaleg álitaefni“ vakni í starfsemi hinna svokölluðu áhrifavalda ættu þeir að hafa í huga þá meginreglu að allar tekjur séu skattskyldar, hvort sem þær eru í formi peninga eða annars konar verðmæta. Þegar áhrifavaldar fá t.a.m. greitt fyrir vinnu sína í vörum eða annarri þjónustu skulu þeir gefa hana upp til skatts.Þetta er meðal þess sem kemur fram í útlistun á vef ríkisskattstjóra, þar sem tekið hefur verið saman hvernig skattlagningu er háttað í starfsemi áhrifavalda. Þar segir til að mynda að almennt sé gengið út frá því að „áhrifavaldar séu þeir sem hafa stóran hóp fylgjenda og geta haft áhrif á kauphegðun þeirra með auglýsingum og umfjöllun um vöru eða þjónustu.“ Meira þurfi þó að koma til en stór fylgjendahópur þegar ákvarðað er hvaða skattareglur eigi við starfsemi áhrifavaldanna.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja „Meðal þess sem líta ber til er hvort áhrifavaldar teljist hafa atvinnurekstur með höndum og hvernig endurgjaldi fyrir þjónustu þeirra er háttað. Athuga þarf að þótt viðkomandi teljist ekki vera í atvinnurekstri þá eru tekjurnar almennt skattskyldar. Aðgreining þess hvort viðkomandi teljist vera í atvinnurekstri eða ekki ræður hins vegar úrslitum um það hvernig skattlagningu er háttað,“ segir á vef ríkisskattstjóra. Þrátt fyrir að endurgjald fyrir markaðssetningu á samfélagsmiðlum sé af ýmsum toga er þó meginreglan í þessum efnum einföld: Allar greiðslur; sama hvort þær eru í peningum, vörum eða öðrum hlunnindum, eru skattskyldar. Þannig þurfa áhrifavaldar sem fá greitt í peningum að telja fram upphæðina, hvort sem hennar er aflað í atvinnurekstri eða utan rekstrar. Það sama á við þegar greitt er fyrir vinnu þeirra með öðrum aðferðum. „Greiðslan er skattskyld og leggja ber markaðsverð/gangverð til grundvallar við ákvörðun tekjufjárhæðarinnar. Hér er átt við endurgjald í formi vöru eða þjónustu eða öðru formi s.s. hlunninda. Dæmi um hlunnindi eru m.a. afnot af bifreið eða húsnæði, ferðalög og hótelgisting.“ Í útlistun ríkisskattstjóra er þó tekið fram að ýmis „frávik og undanþágur frá meginreglunni“ eigi við í ákveðnum tilfellum. Nánari upplýsingar um frávikin, sem og aðrar reglur er lúta að skattlagningunni, má nálgast á vef ríkisskattstjóra.
Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Tengdar fréttir Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. 5. október 2018 11:15 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. 5. október 2018 11:15