Körfubolti

Harden mistókst að skora 30 í fyrsta skipti á árinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Harden
James Harden vísir/getty
Atlanta Hawks var fyrsta liðið til þess að halda aftur af James Harden í nótt, hann náði ekki að skora 30 stig í fyrsta skipti eftir 32 leiki í röð með yfir 30 stig.

Harden skoraði samt 28 stig í 119-111 sigri Houston Rockets. Hann var að snúa aftur eftir hálsmeiðsli sem héldu honum frá síðasta leik.

Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann, en eitthvað hefur ekki verið í lagi hjá þessum mikla skotmanni í nótt því hann setti aðeins 7 af 21 skotum sínum í leiknum. Þar af klikkuðu öll þriggja stiga skotin hans.

Nýliðinn Trae Young átti besta leik ferilsins til þessa fyrir Atlanta með átta þriggja stiga körfur og 36 stig, en það dugði ekki til gegn sterku liði Houston.



Í Memphis setti LeBron James niður þrefalda tvennu fyrir Los Angeles Lakers sem tapaði þrátt fyrir það fyrir heimamönnum í Grizzlies.

James skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og átti 11 stoðsendingar í 105-110 tapi.

Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum munaði bara tveimur stigum á liðunum, en LeBron fékk á sig sóknarvillu og hitti ekki úr skoti sínu í tveimur af lokasóknum Lakers og heimamenn tóku sigurinn.



Fjarvera Giannis Antetokounmpo truflaði Milwaukee Bucks ekki mikið gegn Chicago Bulls.

Þrátt fyrir hæga byrjun náðu gestirnir að koma til baka og vinna sinn 17. leik í síðustu 19 og þeir halda áfram að vera besta lið deildarinnar.



Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Golden State Warriors 110-121

Cleveland Cavaliers - Portland Trail Blazers 110-123

Detroit Pistons - Indiana Pacers 113-109

Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 101-85

Miami Heat - Phoenix Suns 121-124

Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-117

Houston Rockets - Atlanta Hawks 119-111

Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 110-105

Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 112-105

New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 110-111

LA Clippers - Dallas Mavericks 121-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×