Tækifæri til að auka öryggi í samgöngum Baldur Pétursson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. Fjármagna á viðbótarframkvæmdirnar með veggjöldum, sem ná m.a. til allra stofnbrauta inn og út úr höfuðborginni, þar sem annars yrði ekki hægt að ráðast í slíka mikilvæga uppbyggingu. Einnig hefur verið fjallað um brýna nauðsyn þess að byggja upp varaflugvelli fyrir Keflavík þar sem öryggi á því sviði er alls ekki nægjanlegt hér á landi. Málið er enn til umfjöllunar þar sem því var frestað fyrir áramót, m.a. til að hægt væri að fjalla betur um þetta mál.Auka þarf kerfisöryggi í samgöngum Gott er að vekja athygli á mikilvægi þess að slíkar stórframkvæmdir séu gerðar til þess að minnka núverandi áhættu í samgöngum. Einnig er mikilvægt að efla uppbyggingu varaflugvalla fyrir Keflavík til að auka öryggi í flugi, eins og bent hefur verið á. Ein stærsta áhættan í samgöngukerfi höfuðborgarinnar felst m.a. í því að eina útgönguleiðin frá höfuðborgarsvæðinu til vesturs getur lokast við óvænta atburði og stefnt fjölda fólks í hættu. Óvæntir atburðir geta t.d. verið eldsumbrot á Reykjanesi (m.a. nálægt Hafnarfirði) og í Bláfjöllum (þunnfljótandi hraun gæti runnið hratt niður Elliðaárdalinn og tekið í sundur vegi frá Reykjavík til vesturs). Önnur atvik geta einnig lokað þessari einu leið til vesturs úr Reykjavík, í gegnum Mosfellsbæ, sem nú þegar annar ekki álagi. Það er líklegt að sú áhætta sem af þessu stafar sé of mikil og setji íbúa höfuðborgarsvæðisins, um 200 þús. manns, í óþarfa og of mikla áhættu. Einnig hafa borist af því fréttir að fólk sem keyrir frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur sé tvo tíma til og frá vinnu á hverjum degi, þar sem vegurinn annar ekki aukinni umferð vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna. Af þessum ástæðum vekur það undrun og áhyggjur að áðurnefndar tillögur um endurbætur á samgöngukerfinu, í stofnbrautum til og frá Reykjavík, gera ekki ráð fyrir neinum endurbótum í samgöngum á milli Vesturlandsvegar/Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, þrátt fyrir nauðsyn vegna yfirálags og öryggishagsmuna. Þessi galli í framkvæmdum á þessum nýju samgönguverkefnum eykur því í raun áhættu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á útgöngumöguleikum íbúa frá Reykjavík til vesturs, sem hæglega geta lokast í tilfellum óvæntra atburða, auk þess sem sú leið er þegar á yfirálagi. Lausnir eru til Með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í samgöngumálum er tækifæri til að lagfæra áðurnefnd atriði með eftirfarandi aðgerðum: 1) Sundabraut komist til framkvæmda í þessum nýju verkefnum, sem auka myndi umferðaröryggi verulega til vesturs frá Reykjavík, og minnka um leið áhættu í samgöngum höfuðborgarsvæðisins, þar sem sú leið væri viðbót og myndi ekki liggja um Elliðaárdal. Auk þess myndi þessi leið stórbæta aðgengi að auknu og ódýrara byggingarlandi og íbúðum á nálægum svæðum. Sundabraut gæti t.d. verið gerð með göngum eða brú nálægt innri leið, sem er hagkvæmara jafnvel þó breyta þurfi skipulagi. 2) Styrkja og breikka núverandi gatnakerfi og efla strætókerfi (Borgarlínu) til Mosfellsbæjar til að bæta umferð. Þetta myndi bæta bílaumferð og almenningssamgöngur og í raun flýta Borgarlínu í framkvæmd sem nýtist íbúum núna strax (í stað eftir 10 – 20 ár). Þetta myndi einnig minnka verulega mengun frá þúsundum bíla vegna styttri aksturstíma og meiri almenningssamgangna og draga úr gróðurhúsalofttegundum. 3) Mikilvægt er að byggja upp varaflugvelli á Akureyri og Egilsstöðum fyrir Keflavíkurvöll, enda eitt brýnasta málið í flugsamgöngum á Íslandi til að auka þjónustu og auka öryggi varaflugvalla á Íslandi.Höfundur er íbúi í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. Fjármagna á viðbótarframkvæmdirnar með veggjöldum, sem ná m.a. til allra stofnbrauta inn og út úr höfuðborginni, þar sem annars yrði ekki hægt að ráðast í slíka mikilvæga uppbyggingu. Einnig hefur verið fjallað um brýna nauðsyn þess að byggja upp varaflugvelli fyrir Keflavík þar sem öryggi á því sviði er alls ekki nægjanlegt hér á landi. Málið er enn til umfjöllunar þar sem því var frestað fyrir áramót, m.a. til að hægt væri að fjalla betur um þetta mál.Auka þarf kerfisöryggi í samgöngum Gott er að vekja athygli á mikilvægi þess að slíkar stórframkvæmdir séu gerðar til þess að minnka núverandi áhættu í samgöngum. Einnig er mikilvægt að efla uppbyggingu varaflugvalla fyrir Keflavík til að auka öryggi í flugi, eins og bent hefur verið á. Ein stærsta áhættan í samgöngukerfi höfuðborgarinnar felst m.a. í því að eina útgönguleiðin frá höfuðborgarsvæðinu til vesturs getur lokast við óvænta atburði og stefnt fjölda fólks í hættu. Óvæntir atburðir geta t.d. verið eldsumbrot á Reykjanesi (m.a. nálægt Hafnarfirði) og í Bláfjöllum (þunnfljótandi hraun gæti runnið hratt niður Elliðaárdalinn og tekið í sundur vegi frá Reykjavík til vesturs). Önnur atvik geta einnig lokað þessari einu leið til vesturs úr Reykjavík, í gegnum Mosfellsbæ, sem nú þegar annar ekki álagi. Það er líklegt að sú áhætta sem af þessu stafar sé of mikil og setji íbúa höfuðborgarsvæðisins, um 200 þús. manns, í óþarfa og of mikla áhættu. Einnig hafa borist af því fréttir að fólk sem keyrir frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur sé tvo tíma til og frá vinnu á hverjum degi, þar sem vegurinn annar ekki aukinni umferð vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna. Af þessum ástæðum vekur það undrun og áhyggjur að áðurnefndar tillögur um endurbætur á samgöngukerfinu, í stofnbrautum til og frá Reykjavík, gera ekki ráð fyrir neinum endurbótum í samgöngum á milli Vesturlandsvegar/Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, þrátt fyrir nauðsyn vegna yfirálags og öryggishagsmuna. Þessi galli í framkvæmdum á þessum nýju samgönguverkefnum eykur því í raun áhættu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á útgöngumöguleikum íbúa frá Reykjavík til vesturs, sem hæglega geta lokast í tilfellum óvæntra atburða, auk þess sem sú leið er þegar á yfirálagi. Lausnir eru til Með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í samgöngumálum er tækifæri til að lagfæra áðurnefnd atriði með eftirfarandi aðgerðum: 1) Sundabraut komist til framkvæmda í þessum nýju verkefnum, sem auka myndi umferðaröryggi verulega til vesturs frá Reykjavík, og minnka um leið áhættu í samgöngum höfuðborgarsvæðisins, þar sem sú leið væri viðbót og myndi ekki liggja um Elliðaárdal. Auk þess myndi þessi leið stórbæta aðgengi að auknu og ódýrara byggingarlandi og íbúðum á nálægum svæðum. Sundabraut gæti t.d. verið gerð með göngum eða brú nálægt innri leið, sem er hagkvæmara jafnvel þó breyta þurfi skipulagi. 2) Styrkja og breikka núverandi gatnakerfi og efla strætókerfi (Borgarlínu) til Mosfellsbæjar til að bæta umferð. Þetta myndi bæta bílaumferð og almenningssamgöngur og í raun flýta Borgarlínu í framkvæmd sem nýtist íbúum núna strax (í stað eftir 10 – 20 ár). Þetta myndi einnig minnka verulega mengun frá þúsundum bíla vegna styttri aksturstíma og meiri almenningssamgangna og draga úr gróðurhúsalofttegundum. 3) Mikilvægt er að byggja upp varaflugvelli á Akureyri og Egilsstöðum fyrir Keflavíkurvöll, enda eitt brýnasta málið í flugsamgöngum á Íslandi til að auka þjónustu og auka öryggi varaflugvalla á Íslandi.Höfundur er íbúi í Reykjavík
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun