Tækifæri til að auka öryggi í samgöngum Baldur Pétursson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. Fjármagna á viðbótarframkvæmdirnar með veggjöldum, sem ná m.a. til allra stofnbrauta inn og út úr höfuðborginni, þar sem annars yrði ekki hægt að ráðast í slíka mikilvæga uppbyggingu. Einnig hefur verið fjallað um brýna nauðsyn þess að byggja upp varaflugvelli fyrir Keflavík þar sem öryggi á því sviði er alls ekki nægjanlegt hér á landi. Málið er enn til umfjöllunar þar sem því var frestað fyrir áramót, m.a. til að hægt væri að fjalla betur um þetta mál.Auka þarf kerfisöryggi í samgöngum Gott er að vekja athygli á mikilvægi þess að slíkar stórframkvæmdir séu gerðar til þess að minnka núverandi áhættu í samgöngum. Einnig er mikilvægt að efla uppbyggingu varaflugvalla fyrir Keflavík til að auka öryggi í flugi, eins og bent hefur verið á. Ein stærsta áhættan í samgöngukerfi höfuðborgarinnar felst m.a. í því að eina útgönguleiðin frá höfuðborgarsvæðinu til vesturs getur lokast við óvænta atburði og stefnt fjölda fólks í hættu. Óvæntir atburðir geta t.d. verið eldsumbrot á Reykjanesi (m.a. nálægt Hafnarfirði) og í Bláfjöllum (þunnfljótandi hraun gæti runnið hratt niður Elliðaárdalinn og tekið í sundur vegi frá Reykjavík til vesturs). Önnur atvik geta einnig lokað þessari einu leið til vesturs úr Reykjavík, í gegnum Mosfellsbæ, sem nú þegar annar ekki álagi. Það er líklegt að sú áhætta sem af þessu stafar sé of mikil og setji íbúa höfuðborgarsvæðisins, um 200 þús. manns, í óþarfa og of mikla áhættu. Einnig hafa borist af því fréttir að fólk sem keyrir frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur sé tvo tíma til og frá vinnu á hverjum degi, þar sem vegurinn annar ekki aukinni umferð vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna. Af þessum ástæðum vekur það undrun og áhyggjur að áðurnefndar tillögur um endurbætur á samgöngukerfinu, í stofnbrautum til og frá Reykjavík, gera ekki ráð fyrir neinum endurbótum í samgöngum á milli Vesturlandsvegar/Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, þrátt fyrir nauðsyn vegna yfirálags og öryggishagsmuna. Þessi galli í framkvæmdum á þessum nýju samgönguverkefnum eykur því í raun áhættu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á útgöngumöguleikum íbúa frá Reykjavík til vesturs, sem hæglega geta lokast í tilfellum óvæntra atburða, auk þess sem sú leið er þegar á yfirálagi. Lausnir eru til Með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í samgöngumálum er tækifæri til að lagfæra áðurnefnd atriði með eftirfarandi aðgerðum: 1) Sundabraut komist til framkvæmda í þessum nýju verkefnum, sem auka myndi umferðaröryggi verulega til vesturs frá Reykjavík, og minnka um leið áhættu í samgöngum höfuðborgarsvæðisins, þar sem sú leið væri viðbót og myndi ekki liggja um Elliðaárdal. Auk þess myndi þessi leið stórbæta aðgengi að auknu og ódýrara byggingarlandi og íbúðum á nálægum svæðum. Sundabraut gæti t.d. verið gerð með göngum eða brú nálægt innri leið, sem er hagkvæmara jafnvel þó breyta þurfi skipulagi. 2) Styrkja og breikka núverandi gatnakerfi og efla strætókerfi (Borgarlínu) til Mosfellsbæjar til að bæta umferð. Þetta myndi bæta bílaumferð og almenningssamgöngur og í raun flýta Borgarlínu í framkvæmd sem nýtist íbúum núna strax (í stað eftir 10 – 20 ár). Þetta myndi einnig minnka verulega mengun frá þúsundum bíla vegna styttri aksturstíma og meiri almenningssamgangna og draga úr gróðurhúsalofttegundum. 3) Mikilvægt er að byggja upp varaflugvelli á Akureyri og Egilsstöðum fyrir Keflavíkurvöll, enda eitt brýnasta málið í flugsamgöngum á Íslandi til að auka þjónustu og auka öryggi varaflugvalla á Íslandi.Höfundur er íbúi í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. Fjármagna á viðbótarframkvæmdirnar með veggjöldum, sem ná m.a. til allra stofnbrauta inn og út úr höfuðborginni, þar sem annars yrði ekki hægt að ráðast í slíka mikilvæga uppbyggingu. Einnig hefur verið fjallað um brýna nauðsyn þess að byggja upp varaflugvelli fyrir Keflavík þar sem öryggi á því sviði er alls ekki nægjanlegt hér á landi. Málið er enn til umfjöllunar þar sem því var frestað fyrir áramót, m.a. til að hægt væri að fjalla betur um þetta mál.Auka þarf kerfisöryggi í samgöngum Gott er að vekja athygli á mikilvægi þess að slíkar stórframkvæmdir séu gerðar til þess að minnka núverandi áhættu í samgöngum. Einnig er mikilvægt að efla uppbyggingu varaflugvalla fyrir Keflavík til að auka öryggi í flugi, eins og bent hefur verið á. Ein stærsta áhættan í samgöngukerfi höfuðborgarinnar felst m.a. í því að eina útgönguleiðin frá höfuðborgarsvæðinu til vesturs getur lokast við óvænta atburði og stefnt fjölda fólks í hættu. Óvæntir atburðir geta t.d. verið eldsumbrot á Reykjanesi (m.a. nálægt Hafnarfirði) og í Bláfjöllum (þunnfljótandi hraun gæti runnið hratt niður Elliðaárdalinn og tekið í sundur vegi frá Reykjavík til vesturs). Önnur atvik geta einnig lokað þessari einu leið til vesturs úr Reykjavík, í gegnum Mosfellsbæ, sem nú þegar annar ekki álagi. Það er líklegt að sú áhætta sem af þessu stafar sé of mikil og setji íbúa höfuðborgarsvæðisins, um 200 þús. manns, í óþarfa og of mikla áhættu. Einnig hafa borist af því fréttir að fólk sem keyrir frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur sé tvo tíma til og frá vinnu á hverjum degi, þar sem vegurinn annar ekki aukinni umferð vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna. Af þessum ástæðum vekur það undrun og áhyggjur að áðurnefndar tillögur um endurbætur á samgöngukerfinu, í stofnbrautum til og frá Reykjavík, gera ekki ráð fyrir neinum endurbótum í samgöngum á milli Vesturlandsvegar/Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, þrátt fyrir nauðsyn vegna yfirálags og öryggishagsmuna. Þessi galli í framkvæmdum á þessum nýju samgönguverkefnum eykur því í raun áhættu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á útgöngumöguleikum íbúa frá Reykjavík til vesturs, sem hæglega geta lokast í tilfellum óvæntra atburða, auk þess sem sú leið er þegar á yfirálagi. Lausnir eru til Með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í samgöngumálum er tækifæri til að lagfæra áðurnefnd atriði með eftirfarandi aðgerðum: 1) Sundabraut komist til framkvæmda í þessum nýju verkefnum, sem auka myndi umferðaröryggi verulega til vesturs frá Reykjavík, og minnka um leið áhættu í samgöngum höfuðborgarsvæðisins, þar sem sú leið væri viðbót og myndi ekki liggja um Elliðaárdal. Auk þess myndi þessi leið stórbæta aðgengi að auknu og ódýrara byggingarlandi og íbúðum á nálægum svæðum. Sundabraut gæti t.d. verið gerð með göngum eða brú nálægt innri leið, sem er hagkvæmara jafnvel þó breyta þurfi skipulagi. 2) Styrkja og breikka núverandi gatnakerfi og efla strætókerfi (Borgarlínu) til Mosfellsbæjar til að bæta umferð. Þetta myndi bæta bílaumferð og almenningssamgöngur og í raun flýta Borgarlínu í framkvæmd sem nýtist íbúum núna strax (í stað eftir 10 – 20 ár). Þetta myndi einnig minnka verulega mengun frá þúsundum bíla vegna styttri aksturstíma og meiri almenningssamgangna og draga úr gróðurhúsalofttegundum. 3) Mikilvægt er að byggja upp varaflugvelli á Akureyri og Egilsstöðum fyrir Keflavíkurvöll, enda eitt brýnasta málið í flugsamgöngum á Íslandi til að auka þjónustu og auka öryggi varaflugvalla á Íslandi.Höfundur er íbúi í Reykjavík
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar