Brjálað að gera Lára G. Sigurðardóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 „Við sjáumst svo á skurðstofunni í fyrramálið. Ef þú ætlar að læra þarftu að mæta alla aðgerðardaga – líka eftir sólahringsvakt,“ sagði fyrrverandi yfirmaður minn ákveðinn. Það hefur lengi loðað við læknastéttina að menn lifi til að vinna frekar en vinni til að lifa. Þeir læknar sem ég þekki hafa allir haft mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Það kom því á óvart þegar nýleg könnun sýndi að annar hver læknir er við það að gefast upp á starfinu. Kulnun er fyrirbæri sem teygir anga sína í öll störf og stéttir samfélagsins. Henni var fyrst lýst árið 1974 af sálfræðingnum Herbert Freudenberger. Herbert lýsti kulnun sem andlegri og líkamlegri örmögnun sem á rót að rekja til vinnuaðstæðna. Kulnun hefur verið talsvert rannsökuð og ljóst hvaða þættir ýta undir hana þó enn eigi eftir að kortleggja betur fyrirbærið. Sérfræðingar eru þó sammála um að í grunninn er það kerfið sem bregst – ekki einstaklingurinn. Fyrir ári síðan var fjallað um íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem stytti vinnudaginn úr átta í sex tíma án þess að skerða laun. Starfsfólk fékk fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og tíma fyrir sjálft sig. Hamingja þess jókst, veikindadögum fækkaði og afköst á vinnutíma urðu meiri. Vinnustundum fækkaði en tekjur fyrirtækisins jukust. Þetta er bara eitt dæmi en sýnir að það er hægt að snúa þessari þróun við. Stjórnendur vinnustaða ganga á undan með góðu eða slæmu fordæmi. Sem starfsmenn getum við gert ýmislegt til að þola betur vinnuálag en viðhorf okkar til vinnu ræður líka miklu. Er til dæmis alltaf „brjálað að gera“ eða áttu líka tíma til að rækta sjálfan þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
„Við sjáumst svo á skurðstofunni í fyrramálið. Ef þú ætlar að læra þarftu að mæta alla aðgerðardaga – líka eftir sólahringsvakt,“ sagði fyrrverandi yfirmaður minn ákveðinn. Það hefur lengi loðað við læknastéttina að menn lifi til að vinna frekar en vinni til að lifa. Þeir læknar sem ég þekki hafa allir haft mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Það kom því á óvart þegar nýleg könnun sýndi að annar hver læknir er við það að gefast upp á starfinu. Kulnun er fyrirbæri sem teygir anga sína í öll störf og stéttir samfélagsins. Henni var fyrst lýst árið 1974 af sálfræðingnum Herbert Freudenberger. Herbert lýsti kulnun sem andlegri og líkamlegri örmögnun sem á rót að rekja til vinnuaðstæðna. Kulnun hefur verið talsvert rannsökuð og ljóst hvaða þættir ýta undir hana þó enn eigi eftir að kortleggja betur fyrirbærið. Sérfræðingar eru þó sammála um að í grunninn er það kerfið sem bregst – ekki einstaklingurinn. Fyrir ári síðan var fjallað um íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem stytti vinnudaginn úr átta í sex tíma án þess að skerða laun. Starfsfólk fékk fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og tíma fyrir sjálft sig. Hamingja þess jókst, veikindadögum fækkaði og afköst á vinnutíma urðu meiri. Vinnustundum fækkaði en tekjur fyrirtækisins jukust. Þetta er bara eitt dæmi en sýnir að það er hægt að snúa þessari þróun við. Stjórnendur vinnustaða ganga á undan með góðu eða slæmu fordæmi. Sem starfsmenn getum við gert ýmislegt til að þola betur vinnuálag en viðhorf okkar til vinnu ræður líka miklu. Er til dæmis alltaf „brjálað að gera“ eða áttu líka tíma til að rækta sjálfan þig?
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun