Brjálað að gera Lára G. Sigurðardóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 „Við sjáumst svo á skurðstofunni í fyrramálið. Ef þú ætlar að læra þarftu að mæta alla aðgerðardaga – líka eftir sólahringsvakt,“ sagði fyrrverandi yfirmaður minn ákveðinn. Það hefur lengi loðað við læknastéttina að menn lifi til að vinna frekar en vinni til að lifa. Þeir læknar sem ég þekki hafa allir haft mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Það kom því á óvart þegar nýleg könnun sýndi að annar hver læknir er við það að gefast upp á starfinu. Kulnun er fyrirbæri sem teygir anga sína í öll störf og stéttir samfélagsins. Henni var fyrst lýst árið 1974 af sálfræðingnum Herbert Freudenberger. Herbert lýsti kulnun sem andlegri og líkamlegri örmögnun sem á rót að rekja til vinnuaðstæðna. Kulnun hefur verið talsvert rannsökuð og ljóst hvaða þættir ýta undir hana þó enn eigi eftir að kortleggja betur fyrirbærið. Sérfræðingar eru þó sammála um að í grunninn er það kerfið sem bregst – ekki einstaklingurinn. Fyrir ári síðan var fjallað um íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem stytti vinnudaginn úr átta í sex tíma án þess að skerða laun. Starfsfólk fékk fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og tíma fyrir sjálft sig. Hamingja þess jókst, veikindadögum fækkaði og afköst á vinnutíma urðu meiri. Vinnustundum fækkaði en tekjur fyrirtækisins jukust. Þetta er bara eitt dæmi en sýnir að það er hægt að snúa þessari þróun við. Stjórnendur vinnustaða ganga á undan með góðu eða slæmu fordæmi. Sem starfsmenn getum við gert ýmislegt til að þola betur vinnuálag en viðhorf okkar til vinnu ræður líka miklu. Er til dæmis alltaf „brjálað að gera“ eða áttu líka tíma til að rækta sjálfan þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
„Við sjáumst svo á skurðstofunni í fyrramálið. Ef þú ætlar að læra þarftu að mæta alla aðgerðardaga – líka eftir sólahringsvakt,“ sagði fyrrverandi yfirmaður minn ákveðinn. Það hefur lengi loðað við læknastéttina að menn lifi til að vinna frekar en vinni til að lifa. Þeir læknar sem ég þekki hafa allir haft mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Það kom því á óvart þegar nýleg könnun sýndi að annar hver læknir er við það að gefast upp á starfinu. Kulnun er fyrirbæri sem teygir anga sína í öll störf og stéttir samfélagsins. Henni var fyrst lýst árið 1974 af sálfræðingnum Herbert Freudenberger. Herbert lýsti kulnun sem andlegri og líkamlegri örmögnun sem á rót að rekja til vinnuaðstæðna. Kulnun hefur verið talsvert rannsökuð og ljóst hvaða þættir ýta undir hana þó enn eigi eftir að kortleggja betur fyrirbærið. Sérfræðingar eru þó sammála um að í grunninn er það kerfið sem bregst – ekki einstaklingurinn. Fyrir ári síðan var fjallað um íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem stytti vinnudaginn úr átta í sex tíma án þess að skerða laun. Starfsfólk fékk fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og tíma fyrir sjálft sig. Hamingja þess jókst, veikindadögum fækkaði og afköst á vinnutíma urðu meiri. Vinnustundum fækkaði en tekjur fyrirtækisins jukust. Þetta er bara eitt dæmi en sýnir að það er hægt að snúa þessari þróun við. Stjórnendur vinnustaða ganga á undan með góðu eða slæmu fordæmi. Sem starfsmenn getum við gert ýmislegt til að þola betur vinnuálag en viðhorf okkar til vinnu ræður líka miklu. Er til dæmis alltaf „brjálað að gera“ eða áttu líka tíma til að rækta sjálfan þig?
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun