Reiddu of hátt til höggs Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun