City og Bayern unnu sína riðla │Öll úrslit dagsins

Leikmenn Manchester City fagna marki Sane.
Leikmenn Manchester City fagna marki Sane. vísir/getty
Manchester City og Bayern Munchen standa uppi sem sigurvegarar í sínum riðlum. Þetta varð ljóst eftir að lokaumferðin í Meistaradeildinni kláraðist í kvöld.

Ajax og Bayern gerðu stórkostlegt 3-3 jafntefli í E-riðilinum en með jafnteflinu tryggir Bayern sér riðilinn. Leikurinn var hin mesta skemmtun en hann bauð upp á sex mörk og tvö rauð spjöld.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir en tvö mörk frá Dusan Tadic í síðari hálfleik komu heimamönnum yfir. Robert Lewandowski jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok af vítapunktinum af vítapunktinum og allt jafnt.

Fyrir síðara mark Tadic höfðu tvö rauð spjöld farið á loft. Maximilian Woeber fékk rautt spjald og það fékk einnig Thomas Muller fyrir glórulausa tæklingu.

Kingsley Coman kom Bayern yfir í uppbótartíma eftir skelfileg mistök en Argentínumaðurinn Nicolas Tagliafico jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Lokatölur 3-3.

Benfica vann 1-0 sigur á AEK í hinum leik riðilsins en markið skoraði Alex Grimaldo skömmu eftir að Konstantinos Galanopoulos hafði fengið rautt spjald í liði AEK. Bayern vinnur riðilinn, Ajax í öðru, Benfica í þriðja og AEK á botninum.

Í F-riðlinum vann Manchester City 2-1 heimasigur á Hoffenheim. Hoffenheim komst yfir með marki Andrej Kramaric úr vítaspyrnu en Leroy Sane tryggði City sigurinn með tveimur mörkum.

Í hinum leik riðilsins gerðu Shaktar og Lyon 1-1 jafntefli í úrslitaleik um hvort liðið myndi fylgja City áfram. Junior Moraes kom Shaktar yfir en Nabil Fekir jafnaði fyrir Lyon í síðari hálfleik og skaut þeim áfram.

City endar í fyrsta sæti riðilsins með þrettán stig. Lyon er komið í 16-liða úrslitin eftir að hafa lent í öðru sætinu en Shaktar endar í þriðja sætinu og Hoffenheim endar á botninum.

Öll úrslit dagsins:

E-riðill:

Ajax - Bayern 3-3

Benfica - AEK 1-0

F-riðill:

Man. City - Hoffenheim 2-1

Shaktar - Lyon 1-1

G-riðill:

Real Madrid - CSKA Moskva 0-3

Viktoria Plzen - Roma 2-1

H-riðill:

Valencia - Man. United 2-1

Young Boys - Juventus 2-1

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira