Mannasiðir Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Samtal drukkinna þingmanna á Klaustri opnaði illa þrútið graftarkýli. Æ fleiri sögur um óviðeigandi hegðun og ummæli þingmanna birtast nú í fréttum. Boðaðar hafa verið fleiri fréttir af sambærilegu. Síðustu ár hefur umræða um kynbundið ofbeldi, áreitni og kvenfyrirlitningu verið áberandi undir hatti herferða á borð við #metoo og í tengslum við Druslugönguna, svo dæmi séu nefnd. Þar hefur ýmsu misfögru verið ýtt upp á yfirborðið. Góðu fréttirnar eru að mörk í samskiptum manna í milli hafa verið að skýrast. Óþol gagnvart áreitni og ofbeldi fer vaxandi. Ábyrgðinni er vísað til föðurhúsanna, til þeirra sem beita ofbeldi og misrétti. Slæmu fréttirnar eru að leikreglurnar eru ekki skýrar, þegar ekki er um að ræða klárt brot á hegningarlögum sem á augljóslega heima á borði lögreglu. Óljósara er hvernig við tökumst á við gráu svæðin, hver viðurlög skuli verða á þinginu, ef einhver, við annars konar áreitni, önnur en samfélagsleg útskúfun og mannorðshnekkir. Enginn rekur þingmann nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Afar sjaldgæft er að þingmenn dragi sig í hlé vegna hneykslismála, líkt og gerist allt í kringum okkur. Eftir að upptökur af samræðum þingmannanna á Klaustri láku í fjölmiðla var siðanefnd Alþingis kölluð til í fyrsta sinn. Kannski er það ágætt skref, þótt ekki sé enn ljóst hvort hún geti beitt nokkrum viðurlögum, hver sem niðurstaða hennar kann að verða. Samfylkingin hefur gert tilraun til að búa til umgjörð um hvað skal gert þegar flokksmenn verða uppvísir að ósæmilegri hegðun. Hún setti á laggirnar svokallaða trúnaðarnefnd, þar sem hægt er að koma á framfæri kvörtunum um áreitni eða einelti. Nefndin hefur sætt gagnrýni, líkt og aðrar sambærilegar nefndir, til að mynda hjá Þjóðkirkjunni, sem hafa tekist á við sambærileg mál innanhúss. Þá sé erfitt að hafa slíka nefnd starfandi innan stjórnmálaflokks til að takast á við málefni innan flokksins, þar sem pólitíkin ráði gjarnan för. Allir vita að hjaðningavíg samherja innan flokka geta verið illvíg – jafnvel illvígari en bardagar milli svokallaðra andstæðinga í pólitík. Hvað er til ráða? Sennilega hefur enginn svarið á reiðum höndum. Verður tímabundið leyfi meginreglan – í von um að rykið setjist og menn geti svo sest aftur í stólinn eins og ekkert hafi í skorist? Er raunhæft að gera sér vonir um að menn fari að vanda sig – tileinka sér mannasiði og meiri kurteisi? Það er ærið verkefni að búa til staðlað form fyrir mannasiðina, sem við flest lærum í uppeldinu. Er það yfirleitt hægt? Alla vega – okkur er hollt að ræða málin, líkt og nú er gert. Stinga á kýlinu og fá gröftinn út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Samtal drukkinna þingmanna á Klaustri opnaði illa þrútið graftarkýli. Æ fleiri sögur um óviðeigandi hegðun og ummæli þingmanna birtast nú í fréttum. Boðaðar hafa verið fleiri fréttir af sambærilegu. Síðustu ár hefur umræða um kynbundið ofbeldi, áreitni og kvenfyrirlitningu verið áberandi undir hatti herferða á borð við #metoo og í tengslum við Druslugönguna, svo dæmi séu nefnd. Þar hefur ýmsu misfögru verið ýtt upp á yfirborðið. Góðu fréttirnar eru að mörk í samskiptum manna í milli hafa verið að skýrast. Óþol gagnvart áreitni og ofbeldi fer vaxandi. Ábyrgðinni er vísað til föðurhúsanna, til þeirra sem beita ofbeldi og misrétti. Slæmu fréttirnar eru að leikreglurnar eru ekki skýrar, þegar ekki er um að ræða klárt brot á hegningarlögum sem á augljóslega heima á borði lögreglu. Óljósara er hvernig við tökumst á við gráu svæðin, hver viðurlög skuli verða á þinginu, ef einhver, við annars konar áreitni, önnur en samfélagsleg útskúfun og mannorðshnekkir. Enginn rekur þingmann nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Afar sjaldgæft er að þingmenn dragi sig í hlé vegna hneykslismála, líkt og gerist allt í kringum okkur. Eftir að upptökur af samræðum þingmannanna á Klaustri láku í fjölmiðla var siðanefnd Alþingis kölluð til í fyrsta sinn. Kannski er það ágætt skref, þótt ekki sé enn ljóst hvort hún geti beitt nokkrum viðurlögum, hver sem niðurstaða hennar kann að verða. Samfylkingin hefur gert tilraun til að búa til umgjörð um hvað skal gert þegar flokksmenn verða uppvísir að ósæmilegri hegðun. Hún setti á laggirnar svokallaða trúnaðarnefnd, þar sem hægt er að koma á framfæri kvörtunum um áreitni eða einelti. Nefndin hefur sætt gagnrýni, líkt og aðrar sambærilegar nefndir, til að mynda hjá Þjóðkirkjunni, sem hafa tekist á við sambærileg mál innanhúss. Þá sé erfitt að hafa slíka nefnd starfandi innan stjórnmálaflokks til að takast á við málefni innan flokksins, þar sem pólitíkin ráði gjarnan för. Allir vita að hjaðningavíg samherja innan flokka geta verið illvíg – jafnvel illvígari en bardagar milli svokallaðra andstæðinga í pólitík. Hvað er til ráða? Sennilega hefur enginn svarið á reiðum höndum. Verður tímabundið leyfi meginreglan – í von um að rykið setjist og menn geti svo sest aftur í stólinn eins og ekkert hafi í skorist? Er raunhæft að gera sér vonir um að menn fari að vanda sig – tileinka sér mannasiði og meiri kurteisi? Það er ærið verkefni að búa til staðlað form fyrir mannasiðina, sem við flest lærum í uppeldinu. Er það yfirleitt hægt? Alla vega – okkur er hollt að ræða málin, líkt og nú er gert. Stinga á kýlinu og fá gröftinn út.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun