Lesið og skrifað á 21. öldinni Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. desember 2018 07:00 „Í dag má segja að börn séu læs þegar kemur að tækni en ekki skrifandi,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali á dögunum. Í gær lagði borgarfulltrúinn svo fram tillögu þar sem hún lagði til að forritun yrði almennt kennd í grunnskólum. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillögu fulltrúa minnihlutans, aldrei þessu vant. Ánægjulegt var að sjá stjórnmálamennina stíga upp úr dægurþrasi í aðdraganda jóla og styðja góða hugmynd. Þau börn sem nú ganga í grunnskóla hafa haft aðgang að tölvu frá því þau fæddust. Samkvæmt nýlegum rannsóknum verða 65 prósent þeirra starfa sem unnin eru í dag ekki til innan fárra ára. Tækniþróun undanfarinna ára og áratuga hefur gjörbreytt heiminum. Þessi þróun mun halda áfram og að endingu gjörbreyta því umhverfi sem við þekkjum. Tölvur og gervigreind munu á næstu áratugum sjálfvirknivæða um helming þeirra starfa sem mannkynið vinnur í dag, líkt og þekkt er. Tæknimenntað fólk hefur mikið um það að segja hvernig atvinnulífið, og þar af leiðandi samfélagið sjálft, mun líta út í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dag er lítið, en þó eitthvað, fjallað um forritun í aðalnámskrá grunnskólanna. Skólunum er í sjálfsvald sett hversu mikla forritun skal kenna. Þannig getur það oltið á áhuga og getu kennara hversu mikið forritun er tvinnuð inn í námsefnið. Sumir kennarar leggja mikið upp úr forritun, aðrir ekki. Slíkt bitnar á möguleikum barna þegar þau vaxa úr grasi. Mikilvægt er í þessu samhengi að sveitarstjórnir komi á samtali milli grunnskóla og atvinnulífs um hvernig framtíðin lítur út. Þessi tillaga er gott skref í þá átt, þar sem kennsla í forritun verður innleidd í sátt við starfsfólk grunnskólanna. Forritunarkennsla verði veigamikill þáttur í menntun barna. Til þess þarf að virkja og mennta kennara, foreldra og börnin sjálf. Það er ærið verkefni, en einfaldlega svar við kalli tímans. Flest börn í dag kunna að nota tölvur. Þau horfa á bíómyndir og þætti, skoða samfélagsmiðla, læra jafnvel tungumál og nota ýmis forrit fyrir ólík áhugamál sín. Eins og það er mikilvægt að kunna að nota tæknina er ekki síður mikilvægt að hafa grunnhugmynd um það hvernig hún virkar. Það er einfaldlega mikilvægur hluti af læsi 21. aldarinnar. Börnin okkar eiga að kunna að lesa, skrifa, reikna og forrita. Forritun er nauðsynlegur þáttur í að undirbúa börnin til þess að mæta kröfum sem þeirra bíða. Það er hlutverk sveitarstjórna, foreldra og kennara að fjárfesta í þessari framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
„Í dag má segja að börn séu læs þegar kemur að tækni en ekki skrifandi,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali á dögunum. Í gær lagði borgarfulltrúinn svo fram tillögu þar sem hún lagði til að forritun yrði almennt kennd í grunnskólum. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillögu fulltrúa minnihlutans, aldrei þessu vant. Ánægjulegt var að sjá stjórnmálamennina stíga upp úr dægurþrasi í aðdraganda jóla og styðja góða hugmynd. Þau börn sem nú ganga í grunnskóla hafa haft aðgang að tölvu frá því þau fæddust. Samkvæmt nýlegum rannsóknum verða 65 prósent þeirra starfa sem unnin eru í dag ekki til innan fárra ára. Tækniþróun undanfarinna ára og áratuga hefur gjörbreytt heiminum. Þessi þróun mun halda áfram og að endingu gjörbreyta því umhverfi sem við þekkjum. Tölvur og gervigreind munu á næstu áratugum sjálfvirknivæða um helming þeirra starfa sem mannkynið vinnur í dag, líkt og þekkt er. Tæknimenntað fólk hefur mikið um það að segja hvernig atvinnulífið, og þar af leiðandi samfélagið sjálft, mun líta út í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dag er lítið, en þó eitthvað, fjallað um forritun í aðalnámskrá grunnskólanna. Skólunum er í sjálfsvald sett hversu mikla forritun skal kenna. Þannig getur það oltið á áhuga og getu kennara hversu mikið forritun er tvinnuð inn í námsefnið. Sumir kennarar leggja mikið upp úr forritun, aðrir ekki. Slíkt bitnar á möguleikum barna þegar þau vaxa úr grasi. Mikilvægt er í þessu samhengi að sveitarstjórnir komi á samtali milli grunnskóla og atvinnulífs um hvernig framtíðin lítur út. Þessi tillaga er gott skref í þá átt, þar sem kennsla í forritun verður innleidd í sátt við starfsfólk grunnskólanna. Forritunarkennsla verði veigamikill þáttur í menntun barna. Til þess þarf að virkja og mennta kennara, foreldra og börnin sjálf. Það er ærið verkefni, en einfaldlega svar við kalli tímans. Flest börn í dag kunna að nota tölvur. Þau horfa á bíómyndir og þætti, skoða samfélagsmiðla, læra jafnvel tungumál og nota ýmis forrit fyrir ólík áhugamál sín. Eins og það er mikilvægt að kunna að nota tæknina er ekki síður mikilvægt að hafa grunnhugmynd um það hvernig hún virkar. Það er einfaldlega mikilvægur hluti af læsi 21. aldarinnar. Börnin okkar eiga að kunna að lesa, skrifa, reikna og forrita. Forritun er nauðsynlegur þáttur í að undirbúa börnin til þess að mæta kröfum sem þeirra bíða. Það er hlutverk sveitarstjórna, foreldra og kennara að fjárfesta í þessari framtíð.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar