Alþjóðageirinn til bjargar Konráð S. Guðjónsson skrifar 5. desember 2018 07:00 Hagfræðingar eru snillingar þegar kemur að því að spá fyrir um framtíðina. Snillingar að því leyti að sumir þeirra hafa atvinnu af spám þó að stundum sé eins og öllum mögulegum útkomum sé spáð. Einnig eru sumir hagfræðingar snillingar í að stökkva fram og segja: „Sko, ég sagði það!“ Og í raun fleiri en bara hagfræðingar ef út í það er farið. Hagfræðingar eru þó við nánari skoðun ekki alltaf snillingar þegar kemur að spádómum um framtíðina, ekki fremur en annað fólk. Það er mjög auðvelt að spá kreppu áratugum saman og segja: „Sko, ég sagði það!“ þegar höggið kemur. Klukka sem er stopp er rétt tvisvar á sólarhring.Lendingu frestað? Í meira en ár hafa margir, þar með talið undirritaður, viðrað áhyggjur af kólnun í hagkerfinu og því hefur verið spáð að verri tíð sé fram undan í efnahagsmálum. Líklega er það enn rétt – öll teikn eru á lofti um um að fádæma góðæri sé að ljúka, í bili að minnsta kosti. Sumar hagtölur sem birst hafa síðustu mánuði benda þó til að endalokum uppsveiflunnar hafi verið frestað um nokkra mánuði, sem er enn eitt dæmið um takmarkaða spádómsgáfu hagfræðinga – og mannfólks ef út í það er farið. Nýjar tölur um utanríkisviðskipti bera þetta með sér. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst útflutningur á föstu gengi um 9% og þar af um heil 11% á þriðja ársfjórðungi. Á hverjum degi frá byrjun janúar til loka september bættu Íslendingar við 307 milljónum króna í útflutningsverðmæti frá síðasta ári, samtals um 84 milljarðar króna á árinu. Sama hvernig á það er litið er þetta mikill vöxtur og gleðileg tíðindi þar sem öflugur útflutningur er grundvallarforsenda þess að við getum búið við öryggi og þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á 21. öldinni. 227 milljarða útflutningurinn sem enginn vissi af Mikill útflutningsvöxtur er engin nýmæli eftir uppgang ferðaþjónustunnar síðustu ár, en það sem er nýmæli er að ferðaþjónustan sjálf á ekki nema um fjóra milljarða af þeim 81 milljarði króna sem bæst hafa við útflutning landsmanna, að teknu tillit til gengisbreytinga. Sjávarútvegur og álframleiðsla eiga stóran þátt í þessum vexti, en þó að tekið sé einnig tillit til þeirra er um 34 milljarða aukning útflutnings frá greinum sem sjaldnar er fjallað um og mynda samanlagt um 277 milljarða króna af útflutningi Íslands fyrstu níu mánuði ársins. Stærstur hluti þeirra greina fellur undir alþjóðageirann. Þar ber hæst 12 milljarða innspýtingu vegna hugverka íslenskra aðila, ríflega fjögurra milljarða aukningu útflutningstekna af fjarskiptum, upplýsingatækni og annarri viðskiptaþjónustu, fimm milljarða frá öðrum iðnaði og þrjá milljarða frá öðrum vöruútflutningi. Þessi talnasúpa endurspeglar miklu stærri veruleika en einhverjar tölur á blaði. Hún endurspeglar nýtingu íslensks hugvits sem skapar tækifæri, störf og verðmæti. Hún endurspeglar aukinn kaupmátt landsmanna og þannig launahækkanir sem raunverulega skila ávinningi. Hún endurspeglar þó fyrst og fremst að íslensku hagkerfi er fært, ef rétt er haldið á spöðunum, að auka útflutning á breiðum grunni og þannig bæta lífskjör allra landsmanna. Með öflugri og breiðari útflutningi minnka líka sveiflur efnahagslífsins, sem auðveldar okkur hagfræðingum og öllum öðrum að spá fyrir um framtíðina. Augun á boltanum Til að halda áfram á þessari braut þurfa stjórnvöld að setja enn meiri kraft í að skapa atvinnulífinu stöðugt, hagfellt og samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Ekki þarf hvað síst að hlúa að nýsköpun sem á í harðri alþjóðlegri samkeppni og er lífsnauðsynleg til að tryggja góð lífskjör til framtíðar. Nýsköpun er líka nauðsynleg til að takast á við áskoranir framtíðarinnar við hlýnun jarðar og öldrun þjóðarinnar. Höfum augun á boltanum og látum ekki stríðsyfirlýsingar og hótanir telja okkur trú um annað.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðingar eru snillingar þegar kemur að því að spá fyrir um framtíðina. Snillingar að því leyti að sumir þeirra hafa atvinnu af spám þó að stundum sé eins og öllum mögulegum útkomum sé spáð. Einnig eru sumir hagfræðingar snillingar í að stökkva fram og segja: „Sko, ég sagði það!“ Og í raun fleiri en bara hagfræðingar ef út í það er farið. Hagfræðingar eru þó við nánari skoðun ekki alltaf snillingar þegar kemur að spádómum um framtíðina, ekki fremur en annað fólk. Það er mjög auðvelt að spá kreppu áratugum saman og segja: „Sko, ég sagði það!“ þegar höggið kemur. Klukka sem er stopp er rétt tvisvar á sólarhring.Lendingu frestað? Í meira en ár hafa margir, þar með talið undirritaður, viðrað áhyggjur af kólnun í hagkerfinu og því hefur verið spáð að verri tíð sé fram undan í efnahagsmálum. Líklega er það enn rétt – öll teikn eru á lofti um um að fádæma góðæri sé að ljúka, í bili að minnsta kosti. Sumar hagtölur sem birst hafa síðustu mánuði benda þó til að endalokum uppsveiflunnar hafi verið frestað um nokkra mánuði, sem er enn eitt dæmið um takmarkaða spádómsgáfu hagfræðinga – og mannfólks ef út í það er farið. Nýjar tölur um utanríkisviðskipti bera þetta með sér. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst útflutningur á föstu gengi um 9% og þar af um heil 11% á þriðja ársfjórðungi. Á hverjum degi frá byrjun janúar til loka september bættu Íslendingar við 307 milljónum króna í útflutningsverðmæti frá síðasta ári, samtals um 84 milljarðar króna á árinu. Sama hvernig á það er litið er þetta mikill vöxtur og gleðileg tíðindi þar sem öflugur útflutningur er grundvallarforsenda þess að við getum búið við öryggi og þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á 21. öldinni. 227 milljarða útflutningurinn sem enginn vissi af Mikill útflutningsvöxtur er engin nýmæli eftir uppgang ferðaþjónustunnar síðustu ár, en það sem er nýmæli er að ferðaþjónustan sjálf á ekki nema um fjóra milljarða af þeim 81 milljarði króna sem bæst hafa við útflutning landsmanna, að teknu tillit til gengisbreytinga. Sjávarútvegur og álframleiðsla eiga stóran þátt í þessum vexti, en þó að tekið sé einnig tillit til þeirra er um 34 milljarða aukning útflutnings frá greinum sem sjaldnar er fjallað um og mynda samanlagt um 277 milljarða króna af útflutningi Íslands fyrstu níu mánuði ársins. Stærstur hluti þeirra greina fellur undir alþjóðageirann. Þar ber hæst 12 milljarða innspýtingu vegna hugverka íslenskra aðila, ríflega fjögurra milljarða aukningu útflutningstekna af fjarskiptum, upplýsingatækni og annarri viðskiptaþjónustu, fimm milljarða frá öðrum iðnaði og þrjá milljarða frá öðrum vöruútflutningi. Þessi talnasúpa endurspeglar miklu stærri veruleika en einhverjar tölur á blaði. Hún endurspeglar nýtingu íslensks hugvits sem skapar tækifæri, störf og verðmæti. Hún endurspeglar aukinn kaupmátt landsmanna og þannig launahækkanir sem raunverulega skila ávinningi. Hún endurspeglar þó fyrst og fremst að íslensku hagkerfi er fært, ef rétt er haldið á spöðunum, að auka útflutning á breiðum grunni og þannig bæta lífskjör allra landsmanna. Með öflugri og breiðari útflutningi minnka líka sveiflur efnahagslífsins, sem auðveldar okkur hagfræðingum og öllum öðrum að spá fyrir um framtíðina. Augun á boltanum Til að halda áfram á þessari braut þurfa stjórnvöld að setja enn meiri kraft í að skapa atvinnulífinu stöðugt, hagfellt og samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Ekki þarf hvað síst að hlúa að nýsköpun sem á í harðri alþjóðlegri samkeppni og er lífsnauðsynleg til að tryggja góð lífskjör til framtíðar. Nýsköpun er líka nauðsynleg til að takast á við áskoranir framtíðarinnar við hlýnun jarðar og öldrun þjóðarinnar. Höfum augun á boltanum og látum ekki stríðsyfirlýsingar og hótanir telja okkur trú um annað.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun