Dubbaður upp Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. desember 2018 07:00 Lágkúrulegu fyllirísrausi sex þingmanna sem tekið var upp á barnum Klaustri hefur nú verið vísað í kerfisfarveg í þinginu. Siðanefnd ætlar sér að afgreiða erindið fljótt. Ekki er ljóst hverju það bætir við það sem almenningur veit nú þegar, sem hefur heyrt eða lesið um samtölin og situr eftir með óbragð í munni, en einhverra aðgerða er þörf til að gera starfsandann á þinginu bærilegri. Þó ekki sé nema að búa til ferla ef sambærilegt mál skyldi koma upp síðar. Viðfangsefnið er flókið. Vitaskuld áttu samtöl um pólitísk hrossakaup og kvenfyrirlitningu erindi við almenning, þótt það sé erfitt til þess að hugsa að menn geti átt von á því að samtöl þeirra séu tekin upp án þeirra vitundar. En upptökur af þessu tagi eru hluti af breyttum heimi og sennilega munum við sjá fleiri slíkar á næstunni líkt og við þekkjum frá útlöndum. Það breytir ekki því, að fyrir vikið eiga margir nú um sárt að binda, einkum þær konur sem lentu í skotlínu byssukjaftanna á Klaustri. Subbutalið á barnum er fyrst og síðast fátæklegt. Það hefur minnst að gera með þá sem urðu fyrir barðinu á þingmönnunum. Tal af þessu tagi afhjúpar minnimáttarkennd þeirra sem hafa orðið. Utanríkisráðherrann fyrrverandi, Gunnar Bragi Sveinsson, gekk lengst, ásamt Bergþóri Ólasyni. Gunnar Bragi var í ráðherratíð sinni dubbaður upp í hlutverk sem boðberi jafnréttis – sérstakur talsmaður átaka á borð við Barber Shop og #HeForShe. Hlutverk sem virðist með engu móti eiga skírskotun í hans eigin hugarheimi. Hann virðist hafa verið strengjabrúða embættismanna sem lögðu honum í hendur texta sem hann annaðhvort skildi ekki eða hafnaði, þrátt fyrir leikþættina. Krafa um afsögn þessa fólks heyrist nú víða, meðal annars á þinginu. Sumir þingmenn ganga of langt í þeim efnum og reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra þingmanna sem höfðu sig mest í frammi á Klaustri. Það er ódýrt, þrátt fyrir særindin. Aðrir eru eðlilega sárir og hissa á kollegum sínum. Það eru sennilega heilbrigðari viðbrögð. Gamla sagan, úlfur, úlfur, á það til að drepa alvöru málum á dreif. Kröfur um afsögn hljóma þessi misserin eins og síbylja. Stundum eru tilefni, líkt og raunin er nú, en oftar engin. Auðvitað hlýtur sexmenningunum að líða illa með gjörðir sínar og orðfæri. Án efa er þetta fólk sem vill láta gott af sér leiða og telur sig eiga erindi í stjórnmál. Því varð á. Ábyrgðin er þess. Hins vegar rekur enginn þingmann úr starfi, þvert á það sem sumir virðast halda, nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Sjálfir geta þingmennirnir þó hugsað sér til hreyfings. Þar þurfa þeir að svara eigin samvisku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Lágkúrulegu fyllirísrausi sex þingmanna sem tekið var upp á barnum Klaustri hefur nú verið vísað í kerfisfarveg í þinginu. Siðanefnd ætlar sér að afgreiða erindið fljótt. Ekki er ljóst hverju það bætir við það sem almenningur veit nú þegar, sem hefur heyrt eða lesið um samtölin og situr eftir með óbragð í munni, en einhverra aðgerða er þörf til að gera starfsandann á þinginu bærilegri. Þó ekki sé nema að búa til ferla ef sambærilegt mál skyldi koma upp síðar. Viðfangsefnið er flókið. Vitaskuld áttu samtöl um pólitísk hrossakaup og kvenfyrirlitningu erindi við almenning, þótt það sé erfitt til þess að hugsa að menn geti átt von á því að samtöl þeirra séu tekin upp án þeirra vitundar. En upptökur af þessu tagi eru hluti af breyttum heimi og sennilega munum við sjá fleiri slíkar á næstunni líkt og við þekkjum frá útlöndum. Það breytir ekki því, að fyrir vikið eiga margir nú um sárt að binda, einkum þær konur sem lentu í skotlínu byssukjaftanna á Klaustri. Subbutalið á barnum er fyrst og síðast fátæklegt. Það hefur minnst að gera með þá sem urðu fyrir barðinu á þingmönnunum. Tal af þessu tagi afhjúpar minnimáttarkennd þeirra sem hafa orðið. Utanríkisráðherrann fyrrverandi, Gunnar Bragi Sveinsson, gekk lengst, ásamt Bergþóri Ólasyni. Gunnar Bragi var í ráðherratíð sinni dubbaður upp í hlutverk sem boðberi jafnréttis – sérstakur talsmaður átaka á borð við Barber Shop og #HeForShe. Hlutverk sem virðist með engu móti eiga skírskotun í hans eigin hugarheimi. Hann virðist hafa verið strengjabrúða embættismanna sem lögðu honum í hendur texta sem hann annaðhvort skildi ekki eða hafnaði, þrátt fyrir leikþættina. Krafa um afsögn þessa fólks heyrist nú víða, meðal annars á þinginu. Sumir þingmenn ganga of langt í þeim efnum og reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra þingmanna sem höfðu sig mest í frammi á Klaustri. Það er ódýrt, þrátt fyrir særindin. Aðrir eru eðlilega sárir og hissa á kollegum sínum. Það eru sennilega heilbrigðari viðbrögð. Gamla sagan, úlfur, úlfur, á það til að drepa alvöru málum á dreif. Kröfur um afsögn hljóma þessi misserin eins og síbylja. Stundum eru tilefni, líkt og raunin er nú, en oftar engin. Auðvitað hlýtur sexmenningunum að líða illa með gjörðir sínar og orðfæri. Án efa er þetta fólk sem vill láta gott af sér leiða og telur sig eiga erindi í stjórnmál. Því varð á. Ábyrgðin er þess. Hins vegar rekur enginn þingmann úr starfi, þvert á það sem sumir virðast halda, nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Sjálfir geta þingmennirnir þó hugsað sér til hreyfings. Þar þurfa þeir að svara eigin samvisku.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar