Biskup fólksins Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Enginn verður óbarinn biskup. Það mátti segja um Jón biskup Vídalín sem fæddist að Görðum á Álftanesi 1666 og samdi mest lesnu bók landsins á 18. og 19. öld; Vídalínspostillu sem í ár er 300 ára. Vinsældir þessa rits stöfuðu af því að þar voru sett orð á lifaðan veruleika landsmanna um leið og afstaða var tekin með fátækum gegn gírugu yfirvaldi. Barnungur hafði Jón misst Þorkel föður sinn sem var prestur að Görðum og hrakist í fátækt ásamt Margréti móður sinni og systkinum. Fyrir dugnað og afburða gáfur komst hann í Skálholtsskóla og lauk þar námi á þremur árum. Vann svo við sjósókn og önnur störf til að komast til guðfræðináms í Kaupmannahöfn. Fjárvana endaði hann í danska hernum og átti þar erfiða daga uns móður hans tókst að fá hann leystan heim. Hann var prestur að Görðum þegar hann var kjörinn biskup í Skálholti þrítugur að aldri. Við upphaf 18. aldar gengu hörmungatímar yfir landið með frostavetrum auk þess sem stórabóla lagðist á landslýð og felldi fjórðung þjóðarinnar. Lést þá m.a. dóttir Jóns og Sigríðar konu hans, en þau eignuðust tvær dætur sem báðar létust í bernsku. Jón var ekki bara orðsins maður, heldur var hann stórtækur búmaður og úrræðagóður. Voru þau Sigríður samhent og þekkt fyrir gestrisni sína, einkum gagnvart munaðarlausum börnum og fátækum. Kjarni Vídalínspostillu er vonin og réttlætið. Vonarljósið sem ekkert myrkur getur kæft í sál þess sem afhendir vilja sinn Guði og krafan um að menn iðki réttlæti og notfæri sér ekki náungann í gróðaskyni. Saga Jóns Vídalíns er saga af áfallaþroska. Erfið æska, basl og barnamissir gerði hann ekki bitran heldur vitran og umhyggjusaman svo hugarþel hans nærði þjóðina um langan aldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn verður óbarinn biskup. Það mátti segja um Jón biskup Vídalín sem fæddist að Görðum á Álftanesi 1666 og samdi mest lesnu bók landsins á 18. og 19. öld; Vídalínspostillu sem í ár er 300 ára. Vinsældir þessa rits stöfuðu af því að þar voru sett orð á lifaðan veruleika landsmanna um leið og afstaða var tekin með fátækum gegn gírugu yfirvaldi. Barnungur hafði Jón misst Þorkel föður sinn sem var prestur að Görðum og hrakist í fátækt ásamt Margréti móður sinni og systkinum. Fyrir dugnað og afburða gáfur komst hann í Skálholtsskóla og lauk þar námi á þremur árum. Vann svo við sjósókn og önnur störf til að komast til guðfræðináms í Kaupmannahöfn. Fjárvana endaði hann í danska hernum og átti þar erfiða daga uns móður hans tókst að fá hann leystan heim. Hann var prestur að Görðum þegar hann var kjörinn biskup í Skálholti þrítugur að aldri. Við upphaf 18. aldar gengu hörmungatímar yfir landið með frostavetrum auk þess sem stórabóla lagðist á landslýð og felldi fjórðung þjóðarinnar. Lést þá m.a. dóttir Jóns og Sigríðar konu hans, en þau eignuðust tvær dætur sem báðar létust í bernsku. Jón var ekki bara orðsins maður, heldur var hann stórtækur búmaður og úrræðagóður. Voru þau Sigríður samhent og þekkt fyrir gestrisni sína, einkum gagnvart munaðarlausum börnum og fátækum. Kjarni Vídalínspostillu er vonin og réttlætið. Vonarljósið sem ekkert myrkur getur kæft í sál þess sem afhendir vilja sinn Guði og krafan um að menn iðki réttlæti og notfæri sér ekki náungann í gróðaskyni. Saga Jóns Vídalíns er saga af áfallaþroska. Erfið æska, basl og barnamissir gerði hann ekki bitran heldur vitran og umhyggjusaman svo hugarþel hans nærði þjóðina um langan aldur.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun