Bjarni og heimilisbókhaldið Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Waitrose heitir breskur stórmarkaður þar sem miðaldra millistéttarfólk kaupir sér lífrænan elixír – hummus, avókadó, djús úr granateplum, hveitigrasi og mórölsku yfirlæti – á uppsprengdu verði. Verslunin gefur auk þess út vinsælt tímarit um mat. Nýverið sagði ritstjóri Waitrose Food tímaritsins brandara um grænmetisætur. William Sitwell sagðist orðinn svo leiður á jurtaætum að hann lagði til að þeim yrði slátrað. Ekki leið á löngu uns internetið slátraði ritstjóranum. Sitwell sagði af sér vegna brandarans. Ástæður afsagna eru jafnfjölbreyttar og mennirnir eru margir. Linus Torvalds er finnskur tölvunarfræðingur og stórstjarna í tækniheiminum en hann er upphafsmaður stýrikerfisins Linux sem knýr áfram stóran hluta internetsins og alla Android-síma veraldar. Í september síðastliðnum steig Torvalds til hliðar sem aðalforritari Linux. Ástæðan: Hann hagaði sér eins og fífl. Torvalds, sem trúði ekki á kurteisi, var þekktur fyrir að ausa óhróðri yfir samforritara sína ef þeir stóðu ekki í stykkinu: „Farðu og stútaðu þér; heimurinn væri betri án þín,“ tjáði hann einum. „Haltu f****** kjafti,“ sagði hann við annan. Torvalds sneri aftur til vinnu um mánaðamótin, breyttur maður með siðareglur fyrir Linux-samsteypuna í farteskinu. Sumir snúa aftur oftar en einu sinni. Peter Mandelson var þingmaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1992-2004. Árið 1998 sagði Mandelson af sér sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair er upp komst að hann hefði þegið 373.000 punda leyni-lán frá pólitískum samflokksmanni til að kaupa sér hús í auðkýfingahverfinu Notting Hill í London. Tíu mánuðum síðar sneri hann aftur sem Norður-Írlandsmálaráðherra. En árið 2001 sagði hann aftur af sér embætti, að þessu sinni vegna ásakana um að hafa hlutast til um að indverskur viðskiptajöfur fengi breskan ríkisborgararétt. Mandelson sem gjarnan hefur verið kallaður myrkrahöfðingi breskra stjórnmála er sannarlega eins og afturgengin teflonpanna því árið 2008 komst hann enn á ný í ríkisstjórn er Gordon Brown gerði hann að viðskiptaráðherra. „Allt er þegar þrennt er,“ var haft eftir myrkrahöfðingjanum sleipa. En ekki heppnast allar afsagnir. Í upphafi þessa árs mætti Michael Bates, barón sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins, nokkrum mínútum of seint til þingfundar. Bates átti að sitja fyrir svörum um launaójöfnuð en þar sem hann var ekki kominn leysti kollegi hans hann af hólmi. Bates var svo miður sín yfir að hafa mætt of seint í vinnuna að hann stóð upp í þingsal, sagðist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði af sér á staðnum. Forsætisráðherra neitaði hins vegar að taka uppsögnina gilda. Bates situr því enn.Vængstýfð af von Ástæður fyrir afsögnum eru margar. Þær eru einnig margar ástæður þess að menn segja ekki af sér – nánar tiltekið 130.000.000.000. Fjölmiðillinn Stundin hefur undanfarið fjallað um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í aðdraganda hrunsins 2008. Greinir Stundin frá því að fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar hafi fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Lélegur brandari; almennur dónaskapur; pólitísk myrkraverk; skróp í vinnuna. Allt eru þetta ástæður afsagna. 130 milljarða afskriftir á vakt ráðherra – ekki samgönguráðherra, ekki utanríkisráðherra, ekki kökuskreytingaráðherra, heldur ráðherra fjármála – veldur hins vegar ekki einu sinni fjaðrafoki. En hvað um það. Við höldum okkar striki, vængstýfð af von um að senn komi röðin að okkur að beintengjast banka með slöngu í æð, önnum kafin í algleymi hversdagsins, umvafin þeirri hugljúfu en svolítið yfirþyrmandi vissu að það eru 44 dagar til jóla og þessar sörur baka sig ekki sjálfar. Kannski að Bjarni kíki í heimsókn og sáldri yfir þær smá sykurskrauti – en best að hleypa honum þó ekki í heimilisbókhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Waitrose heitir breskur stórmarkaður þar sem miðaldra millistéttarfólk kaupir sér lífrænan elixír – hummus, avókadó, djús úr granateplum, hveitigrasi og mórölsku yfirlæti – á uppsprengdu verði. Verslunin gefur auk þess út vinsælt tímarit um mat. Nýverið sagði ritstjóri Waitrose Food tímaritsins brandara um grænmetisætur. William Sitwell sagðist orðinn svo leiður á jurtaætum að hann lagði til að þeim yrði slátrað. Ekki leið á löngu uns internetið slátraði ritstjóranum. Sitwell sagði af sér vegna brandarans. Ástæður afsagna eru jafnfjölbreyttar og mennirnir eru margir. Linus Torvalds er finnskur tölvunarfræðingur og stórstjarna í tækniheiminum en hann er upphafsmaður stýrikerfisins Linux sem knýr áfram stóran hluta internetsins og alla Android-síma veraldar. Í september síðastliðnum steig Torvalds til hliðar sem aðalforritari Linux. Ástæðan: Hann hagaði sér eins og fífl. Torvalds, sem trúði ekki á kurteisi, var þekktur fyrir að ausa óhróðri yfir samforritara sína ef þeir stóðu ekki í stykkinu: „Farðu og stútaðu þér; heimurinn væri betri án þín,“ tjáði hann einum. „Haltu f****** kjafti,“ sagði hann við annan. Torvalds sneri aftur til vinnu um mánaðamótin, breyttur maður með siðareglur fyrir Linux-samsteypuna í farteskinu. Sumir snúa aftur oftar en einu sinni. Peter Mandelson var þingmaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1992-2004. Árið 1998 sagði Mandelson af sér sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair er upp komst að hann hefði þegið 373.000 punda leyni-lán frá pólitískum samflokksmanni til að kaupa sér hús í auðkýfingahverfinu Notting Hill í London. Tíu mánuðum síðar sneri hann aftur sem Norður-Írlandsmálaráðherra. En árið 2001 sagði hann aftur af sér embætti, að þessu sinni vegna ásakana um að hafa hlutast til um að indverskur viðskiptajöfur fengi breskan ríkisborgararétt. Mandelson sem gjarnan hefur verið kallaður myrkrahöfðingi breskra stjórnmála er sannarlega eins og afturgengin teflonpanna því árið 2008 komst hann enn á ný í ríkisstjórn er Gordon Brown gerði hann að viðskiptaráðherra. „Allt er þegar þrennt er,“ var haft eftir myrkrahöfðingjanum sleipa. En ekki heppnast allar afsagnir. Í upphafi þessa árs mætti Michael Bates, barón sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins, nokkrum mínútum of seint til þingfundar. Bates átti að sitja fyrir svörum um launaójöfnuð en þar sem hann var ekki kominn leysti kollegi hans hann af hólmi. Bates var svo miður sín yfir að hafa mætt of seint í vinnuna að hann stóð upp í þingsal, sagðist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði af sér á staðnum. Forsætisráðherra neitaði hins vegar að taka uppsögnina gilda. Bates situr því enn.Vængstýfð af von Ástæður fyrir afsögnum eru margar. Þær eru einnig margar ástæður þess að menn segja ekki af sér – nánar tiltekið 130.000.000.000. Fjölmiðillinn Stundin hefur undanfarið fjallað um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í aðdraganda hrunsins 2008. Greinir Stundin frá því að fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar hafi fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Lélegur brandari; almennur dónaskapur; pólitísk myrkraverk; skróp í vinnuna. Allt eru þetta ástæður afsagna. 130 milljarða afskriftir á vakt ráðherra – ekki samgönguráðherra, ekki utanríkisráðherra, ekki kökuskreytingaráðherra, heldur ráðherra fjármála – veldur hins vegar ekki einu sinni fjaðrafoki. En hvað um það. Við höldum okkar striki, vængstýfð af von um að senn komi röðin að okkur að beintengjast banka með slöngu í æð, önnum kafin í algleymi hversdagsins, umvafin þeirri hugljúfu en svolítið yfirþyrmandi vissu að það eru 44 dagar til jóla og þessar sörur baka sig ekki sjálfar. Kannski að Bjarni kíki í heimsókn og sáldri yfir þær smá sykurskrauti – en best að hleypa honum þó ekki í heimilisbókhaldið.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun