Jöfnuður, líf og heilsa Þorvaldur Gylfason skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Reykjavík – Hvað skyldu Brussel, Hamborg, London, Stokkhólmur og Vín eiga sameiginlegt? Þessar fimm borgir eru á lista hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) yfir tíu ríkustu svæði Norður-Evrópu. London leiðir listann. Á hinn bóginn eru níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Hér er hún lifandi komin ein helzta skýringin á því hvers vegna 52% brezkra kjósenda kusu útgöngu úr ESB (Brexit) í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Kjósendur sem töldu sig hafa orðið undir í baráttunni um brauðið ákváðu að rísa upp gegn ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem efndi til atkvæðagreiðslunnar til að reyna að friða óstýriláta ESB-andstæðinga í þingflokknum. Landlæg misskipting auðs og tekna í Bretlandi utan Skotlands hefur gert London að ríkasta bletti álfunnar meðan landsbyggðin hefur setið á hakanum. Þessa misvægis gjalda Bretar nú með pólitískri upplausn og óvissu um framhaldið sem enn sér ekki fyrir endann á. Í þessu ljósi er vert að skoða sjálfstæðisþrá margra Skota. Heilbrigðistölur bera vitni. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður.Bandaríkin: Sama saga Svipaða sögu er að segja um sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Þar í landi stóð kaupmáttur launa í stað um langt árabil þótt forstjórar fyrirtækja skömmtuðu sér sífellt hærri laun. Forstjóralaun námu að jafnaði tuttuguföldum launum venjulegs verkafólks 1965 og 312-földum meðallaunum 2017. Hvað gera menn þá? Þeir fleygja Mólótov-kokkteilum úr kjörklefanum, sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore sem spáði Trump sigri einn örfárra. Trump var þeirra Mólótov. Fylgi Trumps um landið var mest þar sem reiðin var mest og þar sem mest var um ótímabær dauðsföll í örvæntingu af völdum lyfjanotkunar, faraldurs sem kostaði 72.000 mannslíf í Bandaríkjunum í fyrra. Enn bera heilbrigðistölur vitni. Langlífi í Bandaríkjunum dróst saman 2015 og 2016. Ef í ljós kemur að meðalævi Bandaríkjamanna hélt áfram að styttast 2017, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð. Við bætist að munurinn á langlífi ólíkra þjóðfélagshópa er mikill og vaxandi. Bandarískir hátekjumenn lifa nú að jafnaði 10 árum (konur) til 15 árum (karlar) lengur en fólk með lágar tekjur.Ísland: Í humátt á eftir hinum Margt bendir til að Ísland hafi látið berast á svipaðar slóðir og Bandaríkin og Bretland. Samtök atvinnulífsins verjast nú kaupkröfum launþega m.a. með því að benda á að jöfnuður í tekjuskiptingu á Íslandi mælist nú aftur meiri en annars staðar á OECD-svæðinu. Atburðir síðustu ára vekja þó tortryggni um opinberar tölur um tekjuskiptingu þar eð fjármagnstekjur aðrar en vaxtatekjur eru ekki enn teknar með í reikninginn. Við bætist að mikill fjöldi íslenzkra nafna (600!) sem fannst í Panama-skjölunum bendir til að miklar eignir margra Íslendinga séu faldar einnig í öðrum skattaskjólum, t.d. á Kýpur, auk þess sem fyrir liggur að enginn þykist vita hvað varð um hrunþýfið úr bönkunum og tekjurnar sem „eigendur“ þess hafa af því. Laun alþingismanna hækkuðu um 111% frá 2011 til 2018 meðan verðlag hækkaði um 26%. Laun sumra bæjarstjóra í litlum sveitarfélögum eru hærri en laun borgarstjóranna í London, París og New York. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni nema 17-földum lágmarkslaunum sem er mun hærra hlutfall en áður. Allt bendir þetta til aukinnar tilætlunarsemi af hálfu sjálftökusveitanna sem telja sér ekki lengur fært að una við launahlutföll fyrri tíðar og segja líkt og John F. Kennedy sagði forðum til að vara við ójafnaðarmönnum: Mitt er mitt, við semjum um hitt.Tvisvar áður Og enn bera heilbrigðistölur vitni. Meðalævi Íslendinga stóð í stað frá 2012 til 2016 þótt barnadauði héldi áfram að minnka skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það gerist sjaldan um okkar daga að ævilíkur haldist óbreyttar í fjögur ár. Slíkt hefur gerzt aðeins tvisvar áður á Íslandi. Hér lengdust ævir manna úr 30 árum 1860-1870 í 73,4 ár 1960 og síðan upp í 82,5 ár 2012 og 2016. Ævilíkurnar minnkuðu lítillega eftir að síldin hvarf 1967-1968 eða úr 73,8 árum 1967 í 73,6 ár 1971. Ævilíkurnar drógust aftur saman eftir að verðbólgan var barin niður úr hæstu hæðum eftir 1983 eða úr 77,6 árum 1984 niður í 77,1 ár 1988. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um óbreyttar ævilíkur 2012-2016. Hrunið virðist hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Enn er lítið vitað um muninn á ævilíkum ólíkra þjóðfélags- og tekjuhópa á Íslandi. Þar er verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hvað skyldu Brussel, Hamborg, London, Stokkhólmur og Vín eiga sameiginlegt? Þessar fimm borgir eru á lista hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) yfir tíu ríkustu svæði Norður-Evrópu. London leiðir listann. Á hinn bóginn eru níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Hér er hún lifandi komin ein helzta skýringin á því hvers vegna 52% brezkra kjósenda kusu útgöngu úr ESB (Brexit) í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Kjósendur sem töldu sig hafa orðið undir í baráttunni um brauðið ákváðu að rísa upp gegn ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem efndi til atkvæðagreiðslunnar til að reyna að friða óstýriláta ESB-andstæðinga í þingflokknum. Landlæg misskipting auðs og tekna í Bretlandi utan Skotlands hefur gert London að ríkasta bletti álfunnar meðan landsbyggðin hefur setið á hakanum. Þessa misvægis gjalda Bretar nú með pólitískri upplausn og óvissu um framhaldið sem enn sér ekki fyrir endann á. Í þessu ljósi er vert að skoða sjálfstæðisþrá margra Skota. Heilbrigðistölur bera vitni. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður.Bandaríkin: Sama saga Svipaða sögu er að segja um sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Þar í landi stóð kaupmáttur launa í stað um langt árabil þótt forstjórar fyrirtækja skömmtuðu sér sífellt hærri laun. Forstjóralaun námu að jafnaði tuttuguföldum launum venjulegs verkafólks 1965 og 312-földum meðallaunum 2017. Hvað gera menn þá? Þeir fleygja Mólótov-kokkteilum úr kjörklefanum, sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore sem spáði Trump sigri einn örfárra. Trump var þeirra Mólótov. Fylgi Trumps um landið var mest þar sem reiðin var mest og þar sem mest var um ótímabær dauðsföll í örvæntingu af völdum lyfjanotkunar, faraldurs sem kostaði 72.000 mannslíf í Bandaríkjunum í fyrra. Enn bera heilbrigðistölur vitni. Langlífi í Bandaríkjunum dróst saman 2015 og 2016. Ef í ljós kemur að meðalævi Bandaríkjamanna hélt áfram að styttast 2017, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð. Við bætist að munurinn á langlífi ólíkra þjóðfélagshópa er mikill og vaxandi. Bandarískir hátekjumenn lifa nú að jafnaði 10 árum (konur) til 15 árum (karlar) lengur en fólk með lágar tekjur.Ísland: Í humátt á eftir hinum Margt bendir til að Ísland hafi látið berast á svipaðar slóðir og Bandaríkin og Bretland. Samtök atvinnulífsins verjast nú kaupkröfum launþega m.a. með því að benda á að jöfnuður í tekjuskiptingu á Íslandi mælist nú aftur meiri en annars staðar á OECD-svæðinu. Atburðir síðustu ára vekja þó tortryggni um opinberar tölur um tekjuskiptingu þar eð fjármagnstekjur aðrar en vaxtatekjur eru ekki enn teknar með í reikninginn. Við bætist að mikill fjöldi íslenzkra nafna (600!) sem fannst í Panama-skjölunum bendir til að miklar eignir margra Íslendinga séu faldar einnig í öðrum skattaskjólum, t.d. á Kýpur, auk þess sem fyrir liggur að enginn þykist vita hvað varð um hrunþýfið úr bönkunum og tekjurnar sem „eigendur“ þess hafa af því. Laun alþingismanna hækkuðu um 111% frá 2011 til 2018 meðan verðlag hækkaði um 26%. Laun sumra bæjarstjóra í litlum sveitarfélögum eru hærri en laun borgarstjóranna í London, París og New York. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni nema 17-földum lágmarkslaunum sem er mun hærra hlutfall en áður. Allt bendir þetta til aukinnar tilætlunarsemi af hálfu sjálftökusveitanna sem telja sér ekki lengur fært að una við launahlutföll fyrri tíðar og segja líkt og John F. Kennedy sagði forðum til að vara við ójafnaðarmönnum: Mitt er mitt, við semjum um hitt.Tvisvar áður Og enn bera heilbrigðistölur vitni. Meðalævi Íslendinga stóð í stað frá 2012 til 2016 þótt barnadauði héldi áfram að minnka skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það gerist sjaldan um okkar daga að ævilíkur haldist óbreyttar í fjögur ár. Slíkt hefur gerzt aðeins tvisvar áður á Íslandi. Hér lengdust ævir manna úr 30 árum 1860-1870 í 73,4 ár 1960 og síðan upp í 82,5 ár 2012 og 2016. Ævilíkurnar minnkuðu lítillega eftir að síldin hvarf 1967-1968 eða úr 73,8 árum 1967 í 73,6 ár 1971. Ævilíkurnar drógust aftur saman eftir að verðbólgan var barin niður úr hæstu hæðum eftir 1983 eða úr 77,6 árum 1984 niður í 77,1 ár 1988. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um óbreyttar ævilíkur 2012-2016. Hrunið virðist hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Enn er lítið vitað um muninn á ævilíkum ólíkra þjóðfélags- og tekjuhópa á Íslandi. Þar er verk að vinna.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun