Sögur sem enda illa Birkir Blær Ingólfsson skrifar 9. nóvember 2018 13:45 Ég fékk á dögunum Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir söguna STORMSKER - fólkið sem fangaði vindinn. Ég segi þetta ekki til að monta mig. Eða jú, kannski líka. En sérstaklega til að rifja upp að þegar ég skrifaði bókina lenti ég í dílemmu. Fyrsta uppkastið að sögunni endaði á heimsendi. Þetta var sem sagt barnabók sem endaði á því að allir dóu. Ekki bara persónur sögunnar, heldur allir í heiminum. Sjálf jörðin tortímdist. Þegar þetta fyrsta uppkast var tilbúið fékk ég vini og vandamenn til að lesa og kryfja þetta með mér. Og þau sögðu undantekningalaust – og kannski eðlilega: „Birkir, þú getur ekki skrifað barnabók sem endar á heimsendi. Þú bara getur það ekki. Börnin mín fá ekki að lesa þetta. Þú verður að finna nýjan endi.“ Ég ljóstra þessu ekki upp til að skemma fyrir ykkur endinn. Þetta er hvorki yfirlýsing um að bókin endi á heimsendi né að hún endi vel. Vegna þess að ég var á báðum áttum.Börn glíma við stórfyrirtæki Bókin fjallar nefnilega um börn sem eru að kljást við stórfyrirtæki. Og nú ætti ekki að koma neinum á óvart að börn eiga sjaldnast roð í stórfyrirtæki. Í bókinni standa þau að lokum frammi fyrir ógn sem er svo yfirþyrmandi að ég sá bara eiginlega enga raunsæja lausn. Það er kannski ekki svo ólíkt heiminum eins og hann er í dag, sérstaklega eftir nýju skýrsluna frá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Í skýrslunni segir að við stefnum hraðbyri til glötunar, tólf ár séu til stefnu til að koma í veg fyrir óafturkræfan skaða á lífríki jarðarinnar. Og svo var settur verðmiði á björgunaraðgerðirnar: 2,5% af heimsframleiðslu árlega til ársins 2035. Tilfinningin sem leitar á mann er furðulegt máttleysi, því einhvern veginn líður manni eins og enginn ætli að breyta neinu. Tökum sem dæmi loftslagsáætlun ríkisstjórnar Íslands. Hún er vissulega metnaðarfull stefnubreyting í umhverfismálum. Þar stendur: „Í fyrsta sinn verður umtalsverðum fjármunum varið af hálfu ríkisins til að styðja við aðgerðir í loftslagsmálum.“ Það er fagnaðarefni og sjálfur gleðst ég einlæglega yfir því að ríkisstjórnin ætli sér hluti í loftslagsmálum. Hins vegar segir Stefán Gíslason, sérfræðingur í umhverfisstjórnun, að miðað við þessa loftslagsáætlun þurfi að 47 falda framlög Íslands til að vera á pari við það sem fram kemur í skýrslu IPCC. Árleg framlög ríkisstjórnarinnar til loftslagsmála þyrftu semsagt að hækka upp í 64 milljarða til þess að „redda málum og þegar ég segi redda málum er ég raun bara að tala um það að halda jörðinni við sem byggilegum stað fyrir fólk,“ svo aftur sé vitnað í Stefán. Þrátt fyrir metnað íslenskra stjórnvalda, þá finnst mér þetta samt ískyggileg tilhugsun.Sagna-lógík og allt sem endar vel Með þessa vitnesku í farteskinu reyndi ég að smíða nýjan endi á söguna. Og þó lét ákveðin tilhugsun mig ekki í friði: Er kominn tími á nýjar sögur – sögur sem enda illa? Sagnalistin hefur fylgt manninum frá upphafi. Og flestar sögur sem okkur þykir vænt um eru svipaðar. „Þetta er alltaf sama sagan í nýju dulargervi,“ skrifaði Joseph Campbell (í lauslegri þýðingu), en hann helgaði líf sitt því að rannsaka trúarbrögð og goðsögur mannkynsins. Sagan fjallar um persónur sem sæta þrengingum en finna svo lausn við þeim á síðustu stundu. Þetta er sagan sem við þráum að heyra. Við erum víruð fyrir fallegan endi. Ég held því miður að þessu fylgi hliðarverkun, vegna þess að við skynjum heiminn í gegnum sögur. Og hliðarverkunin er sú - held ég - að við gerum innst inni ráð fyrir því að allt fari vel að lokum. Ég efast um að heimurinn virki svoleiðis. Þess vegna er kannski kominn tími til að skrifa sögur sem enda illa, sérstaklega fyrir börn sem ef til vill ræða það við foreldra sína. Þeim gæti nefnilega tekist að vekja okkur fullorðna fólkið til raunverulegrar umhugsunar um hvað það er hræðilegt ef allt fer á versta veg.Við erum börnin En svo þurfum við náttúrlega líka von. Sagan STORMSKER fjallar um börn sem trúa því að vindurinn sé lifandi tilfinningavera. Og með barnslega einlægni að vopni reyna þau að bjarga honum þegar stórfyrirtæki tekur upp á því að fanga vindinn í segl til þess að framleiða tíma, svo fullorðna fólkið hafi fleiri klukkustundir í hverjum sólarhring til að þreyta lífsgæðakapphlaupið. Hvernig framleiðir maður tíma með siglutrjám og seglum? Það stendur í bókinni. Hvað um það, mér reyndist erfitt að finna rétta endinn: heimsendir eða ekki? Við þurfum, jú, að skilja að stundum endar sumt illa. En við þurfum helst líka að trúa því að börn geti boðið stórfyrirtækjum birginn og afstýrt skelfilegum voða. Vegna þess að við erum börnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Menning Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk á dögunum Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir söguna STORMSKER - fólkið sem fangaði vindinn. Ég segi þetta ekki til að monta mig. Eða jú, kannski líka. En sérstaklega til að rifja upp að þegar ég skrifaði bókina lenti ég í dílemmu. Fyrsta uppkastið að sögunni endaði á heimsendi. Þetta var sem sagt barnabók sem endaði á því að allir dóu. Ekki bara persónur sögunnar, heldur allir í heiminum. Sjálf jörðin tortímdist. Þegar þetta fyrsta uppkast var tilbúið fékk ég vini og vandamenn til að lesa og kryfja þetta með mér. Og þau sögðu undantekningalaust – og kannski eðlilega: „Birkir, þú getur ekki skrifað barnabók sem endar á heimsendi. Þú bara getur það ekki. Börnin mín fá ekki að lesa þetta. Þú verður að finna nýjan endi.“ Ég ljóstra þessu ekki upp til að skemma fyrir ykkur endinn. Þetta er hvorki yfirlýsing um að bókin endi á heimsendi né að hún endi vel. Vegna þess að ég var á báðum áttum.Börn glíma við stórfyrirtæki Bókin fjallar nefnilega um börn sem eru að kljást við stórfyrirtæki. Og nú ætti ekki að koma neinum á óvart að börn eiga sjaldnast roð í stórfyrirtæki. Í bókinni standa þau að lokum frammi fyrir ógn sem er svo yfirþyrmandi að ég sá bara eiginlega enga raunsæja lausn. Það er kannski ekki svo ólíkt heiminum eins og hann er í dag, sérstaklega eftir nýju skýrsluna frá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Í skýrslunni segir að við stefnum hraðbyri til glötunar, tólf ár séu til stefnu til að koma í veg fyrir óafturkræfan skaða á lífríki jarðarinnar. Og svo var settur verðmiði á björgunaraðgerðirnar: 2,5% af heimsframleiðslu árlega til ársins 2035. Tilfinningin sem leitar á mann er furðulegt máttleysi, því einhvern veginn líður manni eins og enginn ætli að breyta neinu. Tökum sem dæmi loftslagsáætlun ríkisstjórnar Íslands. Hún er vissulega metnaðarfull stefnubreyting í umhverfismálum. Þar stendur: „Í fyrsta sinn verður umtalsverðum fjármunum varið af hálfu ríkisins til að styðja við aðgerðir í loftslagsmálum.“ Það er fagnaðarefni og sjálfur gleðst ég einlæglega yfir því að ríkisstjórnin ætli sér hluti í loftslagsmálum. Hins vegar segir Stefán Gíslason, sérfræðingur í umhverfisstjórnun, að miðað við þessa loftslagsáætlun þurfi að 47 falda framlög Íslands til að vera á pari við það sem fram kemur í skýrslu IPCC. Árleg framlög ríkisstjórnarinnar til loftslagsmála þyrftu semsagt að hækka upp í 64 milljarða til þess að „redda málum og þegar ég segi redda málum er ég raun bara að tala um það að halda jörðinni við sem byggilegum stað fyrir fólk,“ svo aftur sé vitnað í Stefán. Þrátt fyrir metnað íslenskra stjórnvalda, þá finnst mér þetta samt ískyggileg tilhugsun.Sagna-lógík og allt sem endar vel Með þessa vitnesku í farteskinu reyndi ég að smíða nýjan endi á söguna. Og þó lét ákveðin tilhugsun mig ekki í friði: Er kominn tími á nýjar sögur – sögur sem enda illa? Sagnalistin hefur fylgt manninum frá upphafi. Og flestar sögur sem okkur þykir vænt um eru svipaðar. „Þetta er alltaf sama sagan í nýju dulargervi,“ skrifaði Joseph Campbell (í lauslegri þýðingu), en hann helgaði líf sitt því að rannsaka trúarbrögð og goðsögur mannkynsins. Sagan fjallar um persónur sem sæta þrengingum en finna svo lausn við þeim á síðustu stundu. Þetta er sagan sem við þráum að heyra. Við erum víruð fyrir fallegan endi. Ég held því miður að þessu fylgi hliðarverkun, vegna þess að við skynjum heiminn í gegnum sögur. Og hliðarverkunin er sú - held ég - að við gerum innst inni ráð fyrir því að allt fari vel að lokum. Ég efast um að heimurinn virki svoleiðis. Þess vegna er kannski kominn tími til að skrifa sögur sem enda illa, sérstaklega fyrir börn sem ef til vill ræða það við foreldra sína. Þeim gæti nefnilega tekist að vekja okkur fullorðna fólkið til raunverulegrar umhugsunar um hvað það er hræðilegt ef allt fer á versta veg.Við erum börnin En svo þurfum við náttúrlega líka von. Sagan STORMSKER fjallar um börn sem trúa því að vindurinn sé lifandi tilfinningavera. Og með barnslega einlægni að vopni reyna þau að bjarga honum þegar stórfyrirtæki tekur upp á því að fanga vindinn í segl til þess að framleiða tíma, svo fullorðna fólkið hafi fleiri klukkustundir í hverjum sólarhring til að þreyta lífsgæðakapphlaupið. Hvernig framleiðir maður tíma með siglutrjám og seglum? Það stendur í bókinni. Hvað um það, mér reyndist erfitt að finna rétta endinn: heimsendir eða ekki? Við þurfum, jú, að skilja að stundum endar sumt illa. En við þurfum helst líka að trúa því að börn geti boðið stórfyrirtækjum birginn og afstýrt skelfilegum voða. Vegna þess að við erum börnin.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun