Röð „rangfærslna“? Jón Þór Ólason skrifar 9. nóvember 2018 14:32 Þann 5. nóvember var birt á Vísi.is grein eftir Sigurð Pétursson sem bar yfirskriftina „Röð „tilviljana“?“ Nefndur Sigurður er framkvæmdastjóri Artic Fish, en nefnt fyrirtæki ku að helmingi vera í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, aukinheldur sem kýpverskt aflandsfélag, Bremesco Holding, heldur að því er ég best veit, á tæplega 50% hlut. Í greininni setur Sigurður fram rakalausar dylgjur, raunar farsakennda samsæriskenningu, er virðist ganga út á það að eldislax sá er veiddist í Vatnsdalsá í sumar sé í raun tvöfaldur í roðinu. Umræddur lax hafi leitt til uppþota í kokkalandsliðinu og jafnvel haft áhrif á niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Jú það geti ekki verið tilviljun að veiðiréttarhafinn, kokkurinn Sturla Birgisson, sem hann nafngreinir þó ekki, hafi veitt eldislax í á sem Sigurður kveður í eigu Íslandsmeistarans í kærum á hendur fiskeldismönnum, Óttars Yngvasonar lögmanns. Átökin um laxeldi í opnum sjókvíum eru hörð en varða gríðarlega hagsmuni, sama hvert er litið og því er mikilvægt að gæta þess að umræðan sé málefnaleg, sama hvar menn eru í sveit settir. Sigurður vísar í greininni að það sé alltaf sætt þegar sannleikurinn komi fram sem vekur furðu því greinin virðist því miður að miklu vera byggð upp af dylgjum, ósannindum og orðhengilshætti sem er málstað hans ekki til framdráttar og er til þess fallin að afvegaleiða þarfa umræðu. Í fyrsta lagi er það alvarlegt að dylgja mönnum um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu, þ.e. að umræddur eldislax hafi ekki veiðst í Vatnsdalsá. Í öðru lagi má benda Sigurði á, að eftir því sem ég hef fengið staðfest, þá átti íslenskur eldislax ekki að vera helsta afurðin á því móti sem íslenska kokkalandsliðið var að undirbúa sig fyrir, heldur þorskur og lamb. Í þriðja lagi liggur fyrir að Vatnsdalsá er ekki eingöngu í eigu Óttars Yngvasonar, heldur eru veiðiréttarhafar rúmlega 30 talsins. Óttar á hins vegar, með öðrum einstaklingum, jörð á ósasvæði Vatnsdalsár. Eignarhald þeirrar jarðar myndi samsvara á bilinu 3-5% af heildar eignarhaldi Vatnsdalsár. En auðvitað er uppsetningin miklu skemmtilegri á hinn veginn ef menn vilja búa til samsæriskenningu. Í fjórða lagi er hinn ,,umræddi kokkur“ ekki einvaldur við það að meta hvaða kokkar taka þátt í Bocuse d‘Or, heldur 12 manna akademía er fær það hlutverk að velja hæfasta einstaklinginn. Í fimmta lagi hefðu úrskurðir umræddrar úrskurðarnefndar í engu fallið á annan veg þó umræddur eldislax hefði ekki veiðst í Vatnsdalsá, nægir þar um að lesa forsendur úrskurðarins. Í sjötta lagi hafði umræddur lax engin áhrif á þá ákvörðun landsliðskokkana að hætta í landsliðinu vegna samnings við Arnarlax, eins og má lesa beint út yfirlýsingum þeirra er birtust í fjölmiðlum. Í sjöunda lagi veiddist umræddur eldislax ekki í miðri Vatnsdalsá sem er um 40 kílómetrar, heldur um 12 kílómetra frá ós árinnar, þ.e. í Hnausastreng. Þá liggur fyrir að á leiðinni í Hnausastreng frá ós er enginn farartálmi fyrir laxinn og eldislax getur því synt rólega upp lygna Vatnsdalsá. Í áttunda lagi velti ég fyrir mér hvers vegna Sigurður undrast það að sérfræðingur frá Hafrannsóknarstofnun skuli réttilega hafa bent á að þetta væri bara toppurinn á ísjakanum. Gæti það verið vegna þeirra rannsókna sem liggja fyrir er staðfesta að eldislaxinn gangi mun seinna í árnar heldur en sá villti og þá utan veiðitíma og þess vegna segja veiðitölur um veidda eldislaxa á stöng lítið um heildarmagnið af eldislaxi í viðkomandi árkerfi. En auðvitað eru slíkar rannsóknir, eins og t.a.m. hafa verið gerðar í Noregi, lítils metnar þegar reynt er að halda í tiltekna ímynd. Ég fagna því hins vegar að Sigurður nefnir í grein sinni að umræddur eldislax gæti hafa komið frá Færeyjum, en venjulega hafa fiskeldismenn haldið því fram að laxinn færi ekki langt frá kvíunum, en staðreyndin er sú að eldislaxinn getur veiðst allt að 2000 kílómetra frá sleppistað, eins og skýrslur NINA (Norsk institutt for naturforskning) í Noregi hafa staðfest. Það er ákveðið afrek hjá Sigurði að koma að jafnmörgum rangfærslum í ekki lengri grein. Eigum við ekki frekar að virða þá miklu hagsmuni sem eru undir og lyfta umræðunni upp á aðeins hærra plan heldur en að fara fram með dylgjum og rangfærslum og stunda argumentum ad hominem. Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kokkalandsliðið Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember var birt á Vísi.is grein eftir Sigurð Pétursson sem bar yfirskriftina „Röð „tilviljana“?“ Nefndur Sigurður er framkvæmdastjóri Artic Fish, en nefnt fyrirtæki ku að helmingi vera í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, aukinheldur sem kýpverskt aflandsfélag, Bremesco Holding, heldur að því er ég best veit, á tæplega 50% hlut. Í greininni setur Sigurður fram rakalausar dylgjur, raunar farsakennda samsæriskenningu, er virðist ganga út á það að eldislax sá er veiddist í Vatnsdalsá í sumar sé í raun tvöfaldur í roðinu. Umræddur lax hafi leitt til uppþota í kokkalandsliðinu og jafnvel haft áhrif á niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Jú það geti ekki verið tilviljun að veiðiréttarhafinn, kokkurinn Sturla Birgisson, sem hann nafngreinir þó ekki, hafi veitt eldislax í á sem Sigurður kveður í eigu Íslandsmeistarans í kærum á hendur fiskeldismönnum, Óttars Yngvasonar lögmanns. Átökin um laxeldi í opnum sjókvíum eru hörð en varða gríðarlega hagsmuni, sama hvert er litið og því er mikilvægt að gæta þess að umræðan sé málefnaleg, sama hvar menn eru í sveit settir. Sigurður vísar í greininni að það sé alltaf sætt þegar sannleikurinn komi fram sem vekur furðu því greinin virðist því miður að miklu vera byggð upp af dylgjum, ósannindum og orðhengilshætti sem er málstað hans ekki til framdráttar og er til þess fallin að afvegaleiða þarfa umræðu. Í fyrsta lagi er það alvarlegt að dylgja mönnum um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu, þ.e. að umræddur eldislax hafi ekki veiðst í Vatnsdalsá. Í öðru lagi má benda Sigurði á, að eftir því sem ég hef fengið staðfest, þá átti íslenskur eldislax ekki að vera helsta afurðin á því móti sem íslenska kokkalandsliðið var að undirbúa sig fyrir, heldur þorskur og lamb. Í þriðja lagi liggur fyrir að Vatnsdalsá er ekki eingöngu í eigu Óttars Yngvasonar, heldur eru veiðiréttarhafar rúmlega 30 talsins. Óttar á hins vegar, með öðrum einstaklingum, jörð á ósasvæði Vatnsdalsár. Eignarhald þeirrar jarðar myndi samsvara á bilinu 3-5% af heildar eignarhaldi Vatnsdalsár. En auðvitað er uppsetningin miklu skemmtilegri á hinn veginn ef menn vilja búa til samsæriskenningu. Í fjórða lagi er hinn ,,umræddi kokkur“ ekki einvaldur við það að meta hvaða kokkar taka þátt í Bocuse d‘Or, heldur 12 manna akademía er fær það hlutverk að velja hæfasta einstaklinginn. Í fimmta lagi hefðu úrskurðir umræddrar úrskurðarnefndar í engu fallið á annan veg þó umræddur eldislax hefði ekki veiðst í Vatnsdalsá, nægir þar um að lesa forsendur úrskurðarins. Í sjötta lagi hafði umræddur lax engin áhrif á þá ákvörðun landsliðskokkana að hætta í landsliðinu vegna samnings við Arnarlax, eins og má lesa beint út yfirlýsingum þeirra er birtust í fjölmiðlum. Í sjöunda lagi veiddist umræddur eldislax ekki í miðri Vatnsdalsá sem er um 40 kílómetrar, heldur um 12 kílómetra frá ós árinnar, þ.e. í Hnausastreng. Þá liggur fyrir að á leiðinni í Hnausastreng frá ós er enginn farartálmi fyrir laxinn og eldislax getur því synt rólega upp lygna Vatnsdalsá. Í áttunda lagi velti ég fyrir mér hvers vegna Sigurður undrast það að sérfræðingur frá Hafrannsóknarstofnun skuli réttilega hafa bent á að þetta væri bara toppurinn á ísjakanum. Gæti það verið vegna þeirra rannsókna sem liggja fyrir er staðfesta að eldislaxinn gangi mun seinna í árnar heldur en sá villti og þá utan veiðitíma og þess vegna segja veiðitölur um veidda eldislaxa á stöng lítið um heildarmagnið af eldislaxi í viðkomandi árkerfi. En auðvitað eru slíkar rannsóknir, eins og t.a.m. hafa verið gerðar í Noregi, lítils metnar þegar reynt er að halda í tiltekna ímynd. Ég fagna því hins vegar að Sigurður nefnir í grein sinni að umræddur eldislax gæti hafa komið frá Færeyjum, en venjulega hafa fiskeldismenn haldið því fram að laxinn færi ekki langt frá kvíunum, en staðreyndin er sú að eldislaxinn getur veiðst allt að 2000 kílómetra frá sleppistað, eins og skýrslur NINA (Norsk institutt for naturforskning) í Noregi hafa staðfest. Það er ákveðið afrek hjá Sigurði að koma að jafnmörgum rangfærslum í ekki lengri grein. Eigum við ekki frekar að virða þá miklu hagsmuni sem eru undir og lyfta umræðunni upp á aðeins hærra plan heldur en að fara fram með dylgjum og rangfærslum og stunda argumentum ad hominem. Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar