Reglugerðafargan Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2018 08:00 Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni?
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun