Déjà vu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. október 2018 09:00 Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun