Déjà vu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. október 2018 09:00 Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem vetur sé að skella á bæði í efnahags- og veðurfarslegu tilliti. Fyrir okkur sem upplifað höfum tímana tvenna í þjóðarbúskapnum er stefið kunnuglegt. Krónan veikist skarpt. Laun þeirra sem verst eru settir hafa setið eftir á þensluskeiðinu. Verkalýðsfulltrúar vakna fyrst til lífsins nú, og krefjast launahækkana umfram það sem atvinnulífið getur borið. Heildsalar og birgjar tilkynna um verðhækkanir til smásala. Verðbólgan vaknar. Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Þeir sem geta færa sparnað sinn í öruggt skjól. Lífskjör fjölskyldna sem hafa getað tamið sér reglulegar utanlandsferðir og uppgrip í erlendum verslunum versna. Hagkerfið er að lenda eftir uppsveiflu síðustu ára. Á sama tíma kvarta neytendur undan háu verðlagi, og lærðir prófessorar saka alþjóðlegar stórverslanakeðjur um að níðast sérstaklega á Íslendingum. Grátkór útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegs, þagnar skyndilega, enda gósentíð fram undan með veikri krónu og ódýru vinnuafli. Nú þarf að fiska og fylla kisturnar áður en dansinn hefst á ný. Ferðamannageirinn hugsar á sömu nótum. Nú fer Ísland aftur að verða samkeppnishæfur áfangastaður eftir smávægilegt hikst. Uppsveiflan, sem nú virðist nýlokið, var auðvitað drifin áfram af sömu kröftum. Hún var hin hlið krónunnar, afsakið líkingamálið. Ísland varð ferðamannaland á einni nóttu. Hér var tiltölulega ódýrt vinnuafl, ódýrt að ferðast og ekki sérstaklega dýrt að vera. Frumkvöðlar í ferðaiðnaði böðuðu sig í erlendum gjaldeyri. Ferðamannaflaumurinn, ásamt öðrum kröftum, hafði hins vegar þau áhrif að krónan styrktist skyndilega. Allt í einu var Ísland orðið með dýrari áfangastöðum. Gamanið tók að kárna og skyndilega rann upp fyrir mörgum að þeir hefðu látið kappið bera skynsemina ofurliði. Sem fyrr, þegar rætt er um íslensk efnahagsmál, er hins vegar risastór uppvakningur staddur í herberginu miðju. Íslenska krónan. Ef Íslendingar byggju við annan og stöðugri gjaldmiðil þá væri hér engin verðtrygging. Vöxtur í ferðamannaiðnaði hefði getað verið stöðugur og sjálfbær. Útvegsmenn og -konur þyrftu ekki að búa við eilífar sveiflur. Laun hefðu hreyfst nokkurn veginn í takt við verðlag, eða að minnsta kosti þannig að hægt væri að gera hóflegri kröfur í kjarabaráttunni. Og síðast en ekki síst þá myndi H&M kosta nokkurn veginn það sama og í öðrum löndum. Krónuálag á neytendavarning væri óþarft. Ef fólk vill raunverulega kjarabót til langs tíma og stöðugt efnahagsástand ætti kröfugerðin að snúast um að hér verði tekinn upp alvöru gjaldmiðill. Þeir sem hæst hafa virðast hins vegar ekki hafa getu, eða vilja, til að líta upp úr hversdagsþrasinu og horfa á stóru myndina. Þangað til slík hreyfing skapast hér á landi munum við áfram búa við sveifluhagkerfi krónunnar. Upp og niður endalaust. Ár og dagar líða.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun