Frá Brasilíu til Lissabon Þorvaldur Gylfason skrifar 25. október 2018 08:00 Lissabon – Hér í Lissabon eru landkönnuðir enn á allra vörum. Það var árið 1492 að Kristófer Kólumbus hélt hann hefði siglt skipi sínu til Vestur-Indía sem við köllum nú Karíbahafseyjar. En það var ekki alls kostar rétt því skipið kastaði akkerum við Bahama-eyjar úti fyrir ströndum Flórída, ekki heldur langt frá Kúbu, og gerði þar stuttan stanz. Kólumbus hafði ekki hugmynd um að Leifur Eiríksson, okkar maður á staðnum, hafði numið land í Ameríku tæpum 500 árum fyrr, nánar tiltekið Vínland þar sem nú heitir Nýfundnaland. Ekki fékk Ameríka að heita í höfuðið á Kristóferi Kólumbusi, heldur eftir Amerigo Vespucci, ítölskum landkönnuði sem var í siglingum þar vestra nokkru síðar. Kaninn má þykjast hafa sloppið vel því álfan hefði getað hlotið heldur nafnið Vespússía eftir þeirri reglu sem tíðkast víðast hvar utan Íslands að kenna lönd og staði við eftirnöfn manna frekar en fornöfn.Síðasta vígi þrælahalds Nokkrum árum eftir síðari fund Ameríku 1492 sigldi portúgalski landkönnuðurinn Vasco da Gama fyrstur manna suður fyrir Góðrarvonarhöfða syðst í Afríku og áfram upp til Indlands. Á leiðinni heim aftur sigldi hann nálægt Brasilíu en nam þar þó ekki land. Það gerðu aðrir landar hans um 1500 og var Brasilía upp frá því portúgölsk nýlenda allar götur til 1822 og gekk á ýmsu. Þrælahald lagðist ekki af í Brasilíu fyrr en 1888 og féll þá síðasta vígi þrælahalds á vesturhveli jarðar. Landeigendur réðu lögum og lofum. Eftir síðari heimsstyrjöldina fékk Brasilía loksins að kynnast lýðræði frá 1946 til 1964 þegar herforingjar hrifsuðu til sín völdin og stjórnuðu landinu með harðri hendi til 1985. Þá komst lýðræði aftur á og stendur sú skipan enn.Blendinn árangur Brasilískir stjórnmálamenn og flokkar hafa ekki farið vel með umboð kjósenda. Brasilía hefur dregizt aftur úr Portúgal í efnahagslegu tilliti og langt aftur úr Argentínu í næsta nágrenni. Brasilía og Argentína stóðu jafnfætis 1990 en nú er að meðaltali fjórðungsmunur á lífskjörum í löndunum tveim Argentínu í hag. Brasilíu hefur samt farið fram að ýmsu öðru leyti. Brasilískur hvítvoðungur gat vænzt þess að lifa 11 árum skemur en argentínskur hvítvoðungur 1960, en nú er munurinn kominn niður í eitt ár, 77 ár í Argentínu og 76 í Brasilíu. Lengri ævir vitna um aukna velsæld. Stjórnmálin eru kafli út af fyrir sig. Einn fv. forseti Brasilíu, Lula da Silva, situr nú í fangelsi vegna aðildar að spillingu. Annar fv. forseti var dæmdur frá embætti fyrir sömu sakir. Hinn þriðji, sá sem nú situr, er í rannsókn. Fáir virðast hafa hreinan skjöld. Kjósendur hugsa margir sem svo: Allt er betra en þetta. Og þá siglir inn í upplausnarástandið fv. hermaður og þingmaður frá 1991, Jair Bolsonaro heitir hann, sveiflar biblíunni og lofar að hreinsa til. Hann formælir með grófu orðalagi blökkumönnum, afkomendum þrælanna, og öðrum minnihlutahópum og mærir herforingjana og pyndingarnar sem þeir voru þekktir fyrir 1964-1985. Hann blæs á alla umhverfisvernd. Hann er kallaður brasilískur Trump og virðist nú líklegur til að ná kjöri í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudaginn kemur. Þá getur margt enn farið úrskeiðis.Spilling hefur afleiðingar Hér birtist ein hættan sem stafar af stjórnmálaspillingu. Þegar Ítalar losuðu sig við gerspillta stjórnmálamenn og flokka árin eftir 1990 kusu þeir Silvio Berlusconi, auðmann af sama sauðahúsi, til að taka við taumunum með þeim árangri að Ítalía hefur í efnahagslegu tilliti dregizt aftur úr öðrum Evrópulöndum. Kaupmáttur þjóðartekna á mann á Ítalíu var svipaður 1990 og hann var í hinum þrem stærstu löndum ESB, Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi, sem hefur öllum vegnað nokkuð vel. Nú er kaupmáttur þjóðartekna á mann á Ítalíu engu meiri en fyrir 20 árum líkt og í Grikklandi, fjórðungi minni en í Þýzkalandi og 10% minni en í Frakklandi. Í sumar leið gerðu ítalskir kjósendur aðra tilraun til landhreinsunar svo af hlauzt ný ríkisstjórn tveggja gerólíkra uppreisnarflokka sem virðast til alls vísir nema ESB setji þeim stólinn fyrir dyrnar. Þá getur hitnað í kolunum. Dæmi Ítalíu og Grikklands vitna um hættuna sem fylgir því að spilling festi rætur.Tíu töpuð ár, og þó ekki Portúgal hefur dregizt lítillega aftur úr Spáni í efnahagslegu tilliti frá því bæði löndin hrundu herforingjastjórnum af höndum sér um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og lýðræði komst á og bæði gengu inn í ESB 1986. Kaupmáttur þjóðartekna á mann er nú ívið minni í báðum löndum en hann var 2007. Portúgal hefur þó dregið á Spán að öðru leyti. Nýfæddur Portúgali gat vænzt þess að lifa sex árum skemur en nýfæddur Spánverji 1960, en nú er munurinn kominn niður í tvö ár, 83 ár á Spáni líkt og hér heima og 81 ár í Portúgal. Lengri ævir segja stundum meira en þurrar hagtölur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Lissabon – Hér í Lissabon eru landkönnuðir enn á allra vörum. Það var árið 1492 að Kristófer Kólumbus hélt hann hefði siglt skipi sínu til Vestur-Indía sem við köllum nú Karíbahafseyjar. En það var ekki alls kostar rétt því skipið kastaði akkerum við Bahama-eyjar úti fyrir ströndum Flórída, ekki heldur langt frá Kúbu, og gerði þar stuttan stanz. Kólumbus hafði ekki hugmynd um að Leifur Eiríksson, okkar maður á staðnum, hafði numið land í Ameríku tæpum 500 árum fyrr, nánar tiltekið Vínland þar sem nú heitir Nýfundnaland. Ekki fékk Ameríka að heita í höfuðið á Kristóferi Kólumbusi, heldur eftir Amerigo Vespucci, ítölskum landkönnuði sem var í siglingum þar vestra nokkru síðar. Kaninn má þykjast hafa sloppið vel því álfan hefði getað hlotið heldur nafnið Vespússía eftir þeirri reglu sem tíðkast víðast hvar utan Íslands að kenna lönd og staði við eftirnöfn manna frekar en fornöfn.Síðasta vígi þrælahalds Nokkrum árum eftir síðari fund Ameríku 1492 sigldi portúgalski landkönnuðurinn Vasco da Gama fyrstur manna suður fyrir Góðrarvonarhöfða syðst í Afríku og áfram upp til Indlands. Á leiðinni heim aftur sigldi hann nálægt Brasilíu en nam þar þó ekki land. Það gerðu aðrir landar hans um 1500 og var Brasilía upp frá því portúgölsk nýlenda allar götur til 1822 og gekk á ýmsu. Þrælahald lagðist ekki af í Brasilíu fyrr en 1888 og féll þá síðasta vígi þrælahalds á vesturhveli jarðar. Landeigendur réðu lögum og lofum. Eftir síðari heimsstyrjöldina fékk Brasilía loksins að kynnast lýðræði frá 1946 til 1964 þegar herforingjar hrifsuðu til sín völdin og stjórnuðu landinu með harðri hendi til 1985. Þá komst lýðræði aftur á og stendur sú skipan enn.Blendinn árangur Brasilískir stjórnmálamenn og flokkar hafa ekki farið vel með umboð kjósenda. Brasilía hefur dregizt aftur úr Portúgal í efnahagslegu tilliti og langt aftur úr Argentínu í næsta nágrenni. Brasilía og Argentína stóðu jafnfætis 1990 en nú er að meðaltali fjórðungsmunur á lífskjörum í löndunum tveim Argentínu í hag. Brasilíu hefur samt farið fram að ýmsu öðru leyti. Brasilískur hvítvoðungur gat vænzt þess að lifa 11 árum skemur en argentínskur hvítvoðungur 1960, en nú er munurinn kominn niður í eitt ár, 77 ár í Argentínu og 76 í Brasilíu. Lengri ævir vitna um aukna velsæld. Stjórnmálin eru kafli út af fyrir sig. Einn fv. forseti Brasilíu, Lula da Silva, situr nú í fangelsi vegna aðildar að spillingu. Annar fv. forseti var dæmdur frá embætti fyrir sömu sakir. Hinn þriðji, sá sem nú situr, er í rannsókn. Fáir virðast hafa hreinan skjöld. Kjósendur hugsa margir sem svo: Allt er betra en þetta. Og þá siglir inn í upplausnarástandið fv. hermaður og þingmaður frá 1991, Jair Bolsonaro heitir hann, sveiflar biblíunni og lofar að hreinsa til. Hann formælir með grófu orðalagi blökkumönnum, afkomendum þrælanna, og öðrum minnihlutahópum og mærir herforingjana og pyndingarnar sem þeir voru þekktir fyrir 1964-1985. Hann blæs á alla umhverfisvernd. Hann er kallaður brasilískur Trump og virðist nú líklegur til að ná kjöri í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudaginn kemur. Þá getur margt enn farið úrskeiðis.Spilling hefur afleiðingar Hér birtist ein hættan sem stafar af stjórnmálaspillingu. Þegar Ítalar losuðu sig við gerspillta stjórnmálamenn og flokka árin eftir 1990 kusu þeir Silvio Berlusconi, auðmann af sama sauðahúsi, til að taka við taumunum með þeim árangri að Ítalía hefur í efnahagslegu tilliti dregizt aftur úr öðrum Evrópulöndum. Kaupmáttur þjóðartekna á mann á Ítalíu var svipaður 1990 og hann var í hinum þrem stærstu löndum ESB, Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi, sem hefur öllum vegnað nokkuð vel. Nú er kaupmáttur þjóðartekna á mann á Ítalíu engu meiri en fyrir 20 árum líkt og í Grikklandi, fjórðungi minni en í Þýzkalandi og 10% minni en í Frakklandi. Í sumar leið gerðu ítalskir kjósendur aðra tilraun til landhreinsunar svo af hlauzt ný ríkisstjórn tveggja gerólíkra uppreisnarflokka sem virðast til alls vísir nema ESB setji þeim stólinn fyrir dyrnar. Þá getur hitnað í kolunum. Dæmi Ítalíu og Grikklands vitna um hættuna sem fylgir því að spilling festi rætur.Tíu töpuð ár, og þó ekki Portúgal hefur dregizt lítillega aftur úr Spáni í efnahagslegu tilliti frá því bæði löndin hrundu herforingjastjórnum af höndum sér um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og lýðræði komst á og bæði gengu inn í ESB 1986. Kaupmáttur þjóðartekna á mann er nú ívið minni í báðum löndum en hann var 2007. Portúgal hefur þó dregið á Spán að öðru leyti. Nýfæddur Portúgali gat vænzt þess að lifa sex árum skemur en nýfæddur Spánverji 1960, en nú er munurinn kominn niður í tvö ár, 83 ár á Spáni líkt og hér heima og 81 ár í Portúgal. Lengri ævir segja stundum meira en þurrar hagtölur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun