Skynsemi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2018 06:00 Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar