Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2018 10:54 Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael fylgist með heræfingu. EPA/ATEF SAFADI Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra Ísrael, kallaði eftir því í morgun að ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael samþykktu umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn Hamas á Gasa-ströndinni. Hann sagði núverandi óstand ekki geta varið til lengdar og að með því að gera innrás á svæðið væri hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár. Umfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael.Samkvæmt Times of Israel er talið að 155 Palestínumenn hafi verið skotnir til bana af ísraelskum hermönnum. Margir þeirra voru meðlimir Hamas. Þá hefur einn ísraelskur hermaður verið skotinn til bana af leyniskyttu.Segir hermenn á einu máliLiberman sagði í morgun að hann hefði rætt margsinnis við yfirmann hersins á Gasa og svæðinu í kring og marga hermenn sömuleiðis. „Mér skilst að þeir séu allir sammála um að ástand dagsins í dag geti ekki verið leyft að vara til lengdar,“ sagði Liberman samkvæmt TOF, þar sem hann var staðsettur í höfuðstöðvum ísraelska hersins á Gasa. Þar ræddi hann við blaðamenn eftir fundi sína með hermönnum. Hann sagðist handviss um að „alvarlegt högg“ gegn Hamas myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. Libermann sagði einnig að viðræður og jafnvel viðleitni alþjóðasamfélagsins hefði ekki geta tryggt vopnahlé við Hamas. Því væri hernaðaríhlutun eina lausnin.Ekki í boði að binda enda á herkví „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa.“ Þjóðaröryggisráð Ísrael mun hafa komið saman á sunnudaginn. Þar var rætt um mögulega innrás á Gasa en ákveðið að bíða með ákvörðun til enda vikunnar til þess að gefa samningamönnum tíma til að stilla til friðar. Ráðið kemur aftur saman á morgun. Einn einn meðlimur ráðsins hefur mótmælt ætlunum Liberman. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísrael, segir að Liberman hafi mistekist að halda aftur af hernum gegn Hama. Liberman gaf þó ekki mikið fyrir þá gagnrýni og sagði blaðamönnum að hann hefði eytt Bennett úr lífi sínu. Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra Ísrael, kallaði eftir því í morgun að ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael samþykktu umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn Hamas á Gasa-ströndinni. Hann sagði núverandi óstand ekki geta varið til lengdar og að með því að gera innrás á svæðið væri hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár. Umfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael.Samkvæmt Times of Israel er talið að 155 Palestínumenn hafi verið skotnir til bana af ísraelskum hermönnum. Margir þeirra voru meðlimir Hamas. Þá hefur einn ísraelskur hermaður verið skotinn til bana af leyniskyttu.Segir hermenn á einu máliLiberman sagði í morgun að hann hefði rætt margsinnis við yfirmann hersins á Gasa og svæðinu í kring og marga hermenn sömuleiðis. „Mér skilst að þeir séu allir sammála um að ástand dagsins í dag geti ekki verið leyft að vara til lengdar,“ sagði Liberman samkvæmt TOF, þar sem hann var staðsettur í höfuðstöðvum ísraelska hersins á Gasa. Þar ræddi hann við blaðamenn eftir fundi sína með hermönnum. Hann sagðist handviss um að „alvarlegt högg“ gegn Hamas myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. Libermann sagði einnig að viðræður og jafnvel viðleitni alþjóðasamfélagsins hefði ekki geta tryggt vopnahlé við Hamas. Því væri hernaðaríhlutun eina lausnin.Ekki í boði að binda enda á herkví „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa.“ Þjóðaröryggisráð Ísrael mun hafa komið saman á sunnudaginn. Þar var rætt um mögulega innrás á Gasa en ákveðið að bíða með ákvörðun til enda vikunnar til þess að gefa samningamönnum tíma til að stilla til friðar. Ráðið kemur aftur saman á morgun. Einn einn meðlimur ráðsins hefur mótmælt ætlunum Liberman. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísrael, segir að Liberman hafi mistekist að halda aftur af hernum gegn Hama. Liberman gaf þó ekki mikið fyrir þá gagnrýni og sagði blaðamönnum að hann hefði eytt Bennett úr lífi sínu.
Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent