Versti skatturinn Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. október 2018 09:00 Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni skattheimta hins opinbera. Enda sagði fjármálaráðherra Loðvíks fjórtánda að hún snerist um að „…?plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi“. Á Íslandi er áætlað að gæsaplokk íslenska ríkisins muni nema um 800 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi og eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins og fjaðraplokk sveitarfélaganna. Fyrir þá upphæð mætti ráða rúmlega 100 þúsund meðal Íslendinga í fulla vinnu í eitt ár. Í þessari hít er einn skattur sem áætlað er að muni skila ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna á næsta ári: Bankaskatturinn, eða sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, sem er 0,376% af skuldum fjármálafyrirtækis umfram 50 milljarða króna. Á yfirborðinu kann það að virðast saklaus skattur enda eru fjölmiðlar duglegir að fjalla um hagnað bankanna, þrátt fyrir þennan skatt. Eins og svo oft er málið fjarri því svo einfalt enda hefur skatturinn raskandi áhrif á viðskipti og fjármálaþjónustu til landsmanna allra og er margfalt hærri en annars staðar á byggðu bóli.Hærri vextir, minni ávöxtun Í fyrsta lagi gerir bankaskatturinn fjármálaþjónustu dýrari vegna þess að bankastarfsemi gengur í einfaldaðri mynd út á að taka lán, t.d. innlán almennings og lána áfram. Með öðrum orðum að miðla sparifé landsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Innlán og aðrar skuldir banka má líta á sem aðföng þeirra. Ef lagður er skattur á aðföng verða fyrirtæki yfirleitt að hækka verð eða greiða minna fyrir aðföngin. Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla líður sá dagur að ekki heyrist, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts.Dregur úr samkeppnishæfni Í öðru lagi eru þeir þættir sem snúa að fjármögnunarumhverfi dragbítur á samkeppnishæfni landsins. Aðgengi að fjármagni er ekki nægilega gott, umhverfið er óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og það dregur úr vöruþróun fyrirtækja. Stjórnvöld ættu að kappkosta að leita leiða til að bæta það umhverfi og þó að bankaskatturinn sé ekki eina breytan þá hefur hann áhrif á fjármögnunarumhverfið í heild.Neytendur borga Í þriðja lagi skaðar skatturinn samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja – bæði innanlands og gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Innanlands sjá allir dæmi þess þegar leita á að hagstæðasta íbúðaláninu. Lífeyrissjóðir bjóða að jafnaði lægri íbúðalánavexti en bankarnir sem varla er tilviljun. Íslenskir bankar eru ennfremur í samkeppni við erlenda banka t.d. um viðskipti við útflutningsfyrirtæki. Þar að auki eru landamæri innan og milli landa sífellt að mást út í fjármálaheiminum og ný tækni að ryðja sér til rúms. Í þessu umhverfi er skatturinn ekki einungis skaðlegur sjálfum bönkunum heldur einnig neytendum sem njóta verri kjara en ella.Rýrir ríkiseignir Í fjórða lagi beinlínis rýrir bankaskatturinn virði bankanna og þar með ríkiseigna þar sem ríkið á meirihluta bankakerfisins og þeirra fyrirtækja sem greiða bankaskattinn. Bankaskatturinn nam t.d. um 18% af hagnaði Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatt árið 2017. Ekki þarf mikla servíettuútreikninga til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að skatturinn rýrir virði bankanna um tugi milljarða króna. Hægt væri að halda lengur áfram með þessa upptalningu, en heildarmyndin er nokkuð skýr. Það má deila um hvaða skattur ber titilinn „versti skatturinn“. Í raun hafa allir skattar einhverjar neikvæðar afleiðingar, þó þeir séu nauðsynlegir, og þessi yfirferð er dæmi um slíkt. En þegar áhrif skattsins eru jafn víðtæk og í tilfelli bankaskattsins kemst hann líklega á pall í keppninni um versta skatt á Íslandi. Svoleiðis skattur skaðar hagsmuni allra landsmanna og hann ber að afnema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni skattheimta hins opinbera. Enda sagði fjármálaráðherra Loðvíks fjórtánda að hún snerist um að „…?plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi“. Á Íslandi er áætlað að gæsaplokk íslenska ríkisins muni nema um 800 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi og eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins og fjaðraplokk sveitarfélaganna. Fyrir þá upphæð mætti ráða rúmlega 100 þúsund meðal Íslendinga í fulla vinnu í eitt ár. Í þessari hít er einn skattur sem áætlað er að muni skila ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna á næsta ári: Bankaskatturinn, eða sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, sem er 0,376% af skuldum fjármálafyrirtækis umfram 50 milljarða króna. Á yfirborðinu kann það að virðast saklaus skattur enda eru fjölmiðlar duglegir að fjalla um hagnað bankanna, þrátt fyrir þennan skatt. Eins og svo oft er málið fjarri því svo einfalt enda hefur skatturinn raskandi áhrif á viðskipti og fjármálaþjónustu til landsmanna allra og er margfalt hærri en annars staðar á byggðu bóli.Hærri vextir, minni ávöxtun Í fyrsta lagi gerir bankaskatturinn fjármálaþjónustu dýrari vegna þess að bankastarfsemi gengur í einfaldaðri mynd út á að taka lán, t.d. innlán almennings og lána áfram. Með öðrum orðum að miðla sparifé landsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Innlán og aðrar skuldir banka má líta á sem aðföng þeirra. Ef lagður er skattur á aðföng verða fyrirtæki yfirleitt að hækka verð eða greiða minna fyrir aðföngin. Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla líður sá dagur að ekki heyrist, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts.Dregur úr samkeppnishæfni Í öðru lagi eru þeir þættir sem snúa að fjármögnunarumhverfi dragbítur á samkeppnishæfni landsins. Aðgengi að fjármagni er ekki nægilega gott, umhverfið er óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og það dregur úr vöruþróun fyrirtækja. Stjórnvöld ættu að kappkosta að leita leiða til að bæta það umhverfi og þó að bankaskatturinn sé ekki eina breytan þá hefur hann áhrif á fjármögnunarumhverfið í heild.Neytendur borga Í þriðja lagi skaðar skatturinn samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja – bæði innanlands og gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Innanlands sjá allir dæmi þess þegar leita á að hagstæðasta íbúðaláninu. Lífeyrissjóðir bjóða að jafnaði lægri íbúðalánavexti en bankarnir sem varla er tilviljun. Íslenskir bankar eru ennfremur í samkeppni við erlenda banka t.d. um viðskipti við útflutningsfyrirtæki. Þar að auki eru landamæri innan og milli landa sífellt að mást út í fjármálaheiminum og ný tækni að ryðja sér til rúms. Í þessu umhverfi er skatturinn ekki einungis skaðlegur sjálfum bönkunum heldur einnig neytendum sem njóta verri kjara en ella.Rýrir ríkiseignir Í fjórða lagi beinlínis rýrir bankaskatturinn virði bankanna og þar með ríkiseigna þar sem ríkið á meirihluta bankakerfisins og þeirra fyrirtækja sem greiða bankaskattinn. Bankaskatturinn nam t.d. um 18% af hagnaði Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatt árið 2017. Ekki þarf mikla servíettuútreikninga til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að skatturinn rýrir virði bankanna um tugi milljarða króna. Hægt væri að halda lengur áfram með þessa upptalningu, en heildarmyndin er nokkuð skýr. Það má deila um hvaða skattur ber titilinn „versti skatturinn“. Í raun hafa allir skattar einhverjar neikvæðar afleiðingar, þó þeir séu nauðsynlegir, og þessi yfirferð er dæmi um slíkt. En þegar áhrif skattsins eru jafn víðtæk og í tilfelli bankaskattsins kemst hann líklega á pall í keppninni um versta skatt á Íslandi. Svoleiðis skattur skaðar hagsmuni allra landsmanna og hann ber að afnema.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun