Tveir dagar til stefnu Þorvaldur Gylfason skrifar 4. október 2018 07:00 Reykjavík – Þegar bankakerfið hrundi fyrir tíu árum þurftu margir að axla þungar byrðar. Þúsundir misstu heimili sín. Tjónið af völdum hrunsins er talið nema samanlagðri landsframleiðslu Íslands í sex ár. Tvo þriðju hluta skaðans, jafnvirði landsframleiðslu Íslands í fjögur ár, báru útlendingar, einkum eigendur erlendra banka sem föllnu bankarnir gátu ekki staðið í skilum við. Þriðjung skaðans, jafnvirði landsframleiðslu Íslands í tvö ár, báru Íslendingar sjálfir. Munaði þar mest um hrun á hlutabréfamarkaði, rýrnun lífeyrissjóða og kostnað skattgreiðenda vegna fjármögnunar nýrra banka á rústum gömlu bankanna og vegna endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands sem varð tæknilega gjaldþrota. Þessi fjármögnun nam 36% af landsframleiðslu og skiptist jafnt milli föllnu bankanna annars vegar (18%) og Seðlabankans hins vegar (18%). Hæstiréttur hefur dæmt 36 bankamenn og tengda aðila til samtals 92 ára fangavistar fyrir ýmis brot tengd hruninu svo sem lýst er á vefsetri Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Réttarhöldum yfir bankamönnum er þó ekki enn fulllokið. Féð sem hvarf úr bönkunum í hruninu er ófundið enn.Jafnræði fyrir lögum? Í skýrslu sinni (7. bindi, bls. 318-321) taldi Rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) þrjá seðlabankastjóra hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga. Nýjar upplýsingar komu í ljós þegar Morgunblaðið birti 18. nóvember 2017 útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra, símtali sem Seðlabankinn hafði haldið kyrfilega leyndu í meira en níu ár, jafnvel gagnvart Alþingi. Í símtalinu kemur fram að Seðlabankinn ákvað að lána Kaupþingi 500 milljónir evra auk fyrri lána og bankastjórinn segir í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ Það kom á daginn. Aðeins helmingur fjárins fékkst endurgreiddur. Miðað við dómaframkvæmd fyrri ára hefði bankastjórnin átt að sæta sakamálarannsókn vegna gruns um að hafa framið umboðssvik í opinberu starfi skv. 249. grein almennra hegningarlaga, grein sem er einföld og auðskilin: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ Hæstiréttur hefur þegar dæmt 22 bankamenn og aðra seka um brot gegn þessu ákvæði. Bankarnir fóru allir eins að fram að hruni að heita má. Samt hefur dómum yfir bankamönnum verið misskipt milli banka. Kaupþingsmenn hafa til þessa fengið 36 ár, Glitnismenn 19, sparisjóðamenn 12 ár, Landsbankamenn 11 ár og aðrir 14 ár, samtals 92 ár. Seðlabankastjórarnir hafa sloppið við ákæru enda þótt þeir hafi með ráðslagi sínu lagt jafnþungar byrðar á skattgreiðendur í landinu eins og stjórnendur viðskiptabankanna þriggja og sparisjóðanna.Engin rannsókn, engin gögn „að svo stöddu“ Saksóknurum hefði verið í lófa lagið að rannsaka meint umboðssvik af hálfu Seðlabankans varðandi risalánið til Kaupþings, en það hefur ekki verið gert svo vitað sé. Bankaráði Seðlabankans ber skv. lögum að hafa eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög. Bankaráðinu bar því að biðja um opinbera rannsókn á Kaupþingsláninu eftir þeirri reglu að eðlilegt sé að ósk um rannsókn berist af meintum brotavettvangi. Bankaráðið virðist hafa vanrækt þessa lagaskyldu. Fundargerðir ráðsins eru leyniskjöl. Þingnefnd sem Alþingi fól að undirbúa viðbrögð þingsins við skýrslu RNA óskaði vorið 2010 eftir rannsókn á meintri vanrækslu seðlabankastjóranna og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Settur saksóknari svaraði þrem vikum síðar: „Niðurstaða setts saksóknara er að umfjöllunarefni og ályktanir rannsóknarnefndar Alþingis … gefi að svo stöddu ekki tilefni til að efna til sakamálarannsókna á hendur Davíð Oddssyni, Eiríki Guðnasyni, Ingimundi Friðrikssyni og Jónasi Fr. Jónssyni.“ Engin gögn eru tilfærð í bréfinu til að skýra þessa niðurstöðu sem er andstæð vel rökstuddri niðurstöðu RNA enda féllst Landsdómur á hliðstæða niðurstöðu RNA varðandi Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra. Tveir hinna brotlegu bankastjóra hafa gert lítið úr RNA. Annar þeirra hefur sagt á prenti: „Skýrsla rannsóknarnefndar endurspeglar annars vegar álit þeirra sem í nefndinni sátu og hins vegar álit þeirra sem hún ræddi við.“ Hann var endurráðinn til starfa í Seðlabankanum fyrir nokkru.Traust í molum Alþingi samþykkti 7. nóvember 2012 að láta rannsaka einkavæðingu bankanna 1998-2003. Rannsóknin fór ekki fram. Meint brot í tengslum við einkavæðinguna fyrntust 2013. Nú sýnist Alþingi ætla að halda uppteknum hætti. Eftir tvo daga, 6. október, fyrnist meint brot seðlabankastjóra varðandi risalánið til Kaupþings. Meint brot seðlabankastjóranna voru framin í opinberu starfi sem varðar allt að helmings þyngingu refsingar skv. 138. grein almennra hegningarlaga. Meint lögbrot með stjórnmálaívafi eru enn látin viðgangast á Íslandi líkt og fyrr. Traust er í molum, bæði traust á mörgum stofnunum samfélagsins og traust milli manna. Spillingin æðir áfram í skjóli refsileysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Reykjavík – Þegar bankakerfið hrundi fyrir tíu árum þurftu margir að axla þungar byrðar. Þúsundir misstu heimili sín. Tjónið af völdum hrunsins er talið nema samanlagðri landsframleiðslu Íslands í sex ár. Tvo þriðju hluta skaðans, jafnvirði landsframleiðslu Íslands í fjögur ár, báru útlendingar, einkum eigendur erlendra banka sem föllnu bankarnir gátu ekki staðið í skilum við. Þriðjung skaðans, jafnvirði landsframleiðslu Íslands í tvö ár, báru Íslendingar sjálfir. Munaði þar mest um hrun á hlutabréfamarkaði, rýrnun lífeyrissjóða og kostnað skattgreiðenda vegna fjármögnunar nýrra banka á rústum gömlu bankanna og vegna endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands sem varð tæknilega gjaldþrota. Þessi fjármögnun nam 36% af landsframleiðslu og skiptist jafnt milli föllnu bankanna annars vegar (18%) og Seðlabankans hins vegar (18%). Hæstiréttur hefur dæmt 36 bankamenn og tengda aðila til samtals 92 ára fangavistar fyrir ýmis brot tengd hruninu svo sem lýst er á vefsetri Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Réttarhöldum yfir bankamönnum er þó ekki enn fulllokið. Féð sem hvarf úr bönkunum í hruninu er ófundið enn.Jafnræði fyrir lögum? Í skýrslu sinni (7. bindi, bls. 318-321) taldi Rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) þrjá seðlabankastjóra hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga. Nýjar upplýsingar komu í ljós þegar Morgunblaðið birti 18. nóvember 2017 útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra, símtali sem Seðlabankinn hafði haldið kyrfilega leyndu í meira en níu ár, jafnvel gagnvart Alþingi. Í símtalinu kemur fram að Seðlabankinn ákvað að lána Kaupþingi 500 milljónir evra auk fyrri lána og bankastjórinn segir í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ Það kom á daginn. Aðeins helmingur fjárins fékkst endurgreiddur. Miðað við dómaframkvæmd fyrri ára hefði bankastjórnin átt að sæta sakamálarannsókn vegna gruns um að hafa framið umboðssvik í opinberu starfi skv. 249. grein almennra hegningarlaga, grein sem er einföld og auðskilin: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ Hæstiréttur hefur þegar dæmt 22 bankamenn og aðra seka um brot gegn þessu ákvæði. Bankarnir fóru allir eins að fram að hruni að heita má. Samt hefur dómum yfir bankamönnum verið misskipt milli banka. Kaupþingsmenn hafa til þessa fengið 36 ár, Glitnismenn 19, sparisjóðamenn 12 ár, Landsbankamenn 11 ár og aðrir 14 ár, samtals 92 ár. Seðlabankastjórarnir hafa sloppið við ákæru enda þótt þeir hafi með ráðslagi sínu lagt jafnþungar byrðar á skattgreiðendur í landinu eins og stjórnendur viðskiptabankanna þriggja og sparisjóðanna.Engin rannsókn, engin gögn „að svo stöddu“ Saksóknurum hefði verið í lófa lagið að rannsaka meint umboðssvik af hálfu Seðlabankans varðandi risalánið til Kaupþings, en það hefur ekki verið gert svo vitað sé. Bankaráði Seðlabankans ber skv. lögum að hafa eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög. Bankaráðinu bar því að biðja um opinbera rannsókn á Kaupþingsláninu eftir þeirri reglu að eðlilegt sé að ósk um rannsókn berist af meintum brotavettvangi. Bankaráðið virðist hafa vanrækt þessa lagaskyldu. Fundargerðir ráðsins eru leyniskjöl. Þingnefnd sem Alþingi fól að undirbúa viðbrögð þingsins við skýrslu RNA óskaði vorið 2010 eftir rannsókn á meintri vanrækslu seðlabankastjóranna og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Settur saksóknari svaraði þrem vikum síðar: „Niðurstaða setts saksóknara er að umfjöllunarefni og ályktanir rannsóknarnefndar Alþingis … gefi að svo stöddu ekki tilefni til að efna til sakamálarannsókna á hendur Davíð Oddssyni, Eiríki Guðnasyni, Ingimundi Friðrikssyni og Jónasi Fr. Jónssyni.“ Engin gögn eru tilfærð í bréfinu til að skýra þessa niðurstöðu sem er andstæð vel rökstuddri niðurstöðu RNA enda féllst Landsdómur á hliðstæða niðurstöðu RNA varðandi Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra. Tveir hinna brotlegu bankastjóra hafa gert lítið úr RNA. Annar þeirra hefur sagt á prenti: „Skýrsla rannsóknarnefndar endurspeglar annars vegar álit þeirra sem í nefndinni sátu og hins vegar álit þeirra sem hún ræddi við.“ Hann var endurráðinn til starfa í Seðlabankanum fyrir nokkru.Traust í molum Alþingi samþykkti 7. nóvember 2012 að láta rannsaka einkavæðingu bankanna 1998-2003. Rannsóknin fór ekki fram. Meint brot í tengslum við einkavæðinguna fyrntust 2013. Nú sýnist Alþingi ætla að halda uppteknum hætti. Eftir tvo daga, 6. október, fyrnist meint brot seðlabankastjóra varðandi risalánið til Kaupþings. Meint brot seðlabankastjóranna voru framin í opinberu starfi sem varðar allt að helmings þyngingu refsingar skv. 138. grein almennra hegningarlaga. Meint lögbrot með stjórnmálaívafi eru enn látin viðgangast á Íslandi líkt og fyrr. Traust er í molum, bæði traust á mörgum stofnunum samfélagsins og traust milli manna. Spillingin æðir áfram í skjóli refsileysis.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun