Hagsmunamat Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun