Neitun eða afneitun? Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Í dag eru tíu ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Fall bankans, stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, markaði upphaf alþjóðlegrar fjármálakreppu og leiddi til bankahrunsins á Íslandi. Nokkrum vikum fyrir hrunið birtist forsíðuviðtal í Viðskiptablaðinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingar. Fyrirsögn viðtalsins var: „Hér er engin kreppa.“ Afdráttarlaus athugasemd Eiginmaður minn er annálaður brandarakarl. Orðstírinn hefur hann þó getið sér fyrir magn fremur en gæði. Eins og dyggri eiginkonu sæmir sýni ég hugðarefni bóndans stuðning og gæti þess ávallt að hlæja dátt þegar hann segir brandara eða „læka“ fari hann með gamanmál á samfélagsmiðlum. Nýverið smellti ég af skyldurækni hjarta á Twitter-færslu karlsins, léttvægt grín um minnkandi túrisma á Íslandi og ósk um annað eldgos sem vakið gæti athygli á landinu er það stöðvaði flugumferð um víða veröld. Afdráttarlaus athugasemd annars Twitter-notanda við lítilfjörlegan brandarann vakti með mér ugg: „Túrismi fer ekki minnkandi.“ Nokkuð hefur borið á fréttum af samdrætti í ferðaþjónustu síðustu vikur. „Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni“ var fyrirsögn fréttar um samdrátt í bókun gistinótta á hótelum. „Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum“ sagði um ástand ferðamála á Norðurlandi. „Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík“ var haft eftir formanni Matvæla- og veitingafélags Íslands eftir slæma tíð í sumar. Þótt fyrirsagnirnar hljómi ískyggilega eru varnaðarorðin þó ekki stærsta vísbendingin um að blikur séu á lofti. „Af engri ástæðu“ Fyrir rúmu ári flaug Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, svo hátt að hann missti allt jarðsamband og spáði því í viðtali við Business Insider að senn myndi hann greiða farþegum fyrir að fljúga með sér en ekki öfugt. En dramb er falli næst. Ekki leið á löngu uns fjölmiðillinn Stundin birti frétt undir fyrirsögninni „WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu““. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum einkenndust af sama afdráttarleysi og brandari eiginmannsins vakti: „Það er eitthvað alvarlegt að hjá ritstjórn Stundarinnar … Ef þeim [sic] vantar hugmyndir að efni til að skrifa um þá er af nógu áhugaverðu að taka þegar kemur að WOW air. Meðal annars hvernig hver einasti starfsmaður lagðist á eitt að byggja upp öflugt flugfélag með jákvæðni, áhuga og eljusemi að leiðarljósi.“ Annar bætti við: „Það er verið að raða saman sögusögnum og slúðri … Til hvers er þetta?“ Öllum er nú ljóst að það var ekki af „engri ástæðu“, eins og Skúli Mogensen orðaði það, að WOW air var ekkert að flýta sér að kynna ársuppgjör sitt fyrir 2017. Í vikunni bárust daglega fréttir af því hvernig flugfélagið berst í bökkum. „Konan lofar of miklu“ „The lady doth protest too much, methinks,“ er sagt í Hamlet um konu nokkra sem heitir því af svo yfirdrifinni staðfestu að hún muni aldrei ganga að eiga annan mann eftir andlát eiginmanns síns að yfirlýsingin þykir ekki trúverðug. Það eru ekki fréttirnar um rekstrarerfiðleika sem helst renna stoðum undir þá kenningu að halli undan fæti í ferðaþjónustu. Þvert á móti er það fjöldi frétta um alla þá sem þvertaka fyrir það sem vekur ugg. „Engin kreppa í ferðaþjónustunni,“ sagði forstjóri Bláa lónsins. „Engar þjóðhagsspár sem sýna kreppu í nánd,“ var haft eftir Bjarna Benediktssyni. Fyrir tíu árum var okkur heitið því af staðfestu að „hér væri engin kreppa“. Shakespeare vissi sem var um aldamótin 1600: „Konan lofar of miklu, þykir mér.“ Senn minnumst við Íslendingar þess að tíu ár eru liðin frá hruni. Nú, rétt eins og þá, er okkur talin trú um að við búum við óhaggandi hagsæld; hér er engin kreppa. En hvort sem árið er 1600, 2008 eða 2018 eru það gömul sannindi og ný: Afgerandi neitun er oftar en ekki afneitun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag eru tíu ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Fall bankans, stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, markaði upphaf alþjóðlegrar fjármálakreppu og leiddi til bankahrunsins á Íslandi. Nokkrum vikum fyrir hrunið birtist forsíðuviðtal í Viðskiptablaðinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingar. Fyrirsögn viðtalsins var: „Hér er engin kreppa.“ Afdráttarlaus athugasemd Eiginmaður minn er annálaður brandarakarl. Orðstírinn hefur hann þó getið sér fyrir magn fremur en gæði. Eins og dyggri eiginkonu sæmir sýni ég hugðarefni bóndans stuðning og gæti þess ávallt að hlæja dátt þegar hann segir brandara eða „læka“ fari hann með gamanmál á samfélagsmiðlum. Nýverið smellti ég af skyldurækni hjarta á Twitter-færslu karlsins, léttvægt grín um minnkandi túrisma á Íslandi og ósk um annað eldgos sem vakið gæti athygli á landinu er það stöðvaði flugumferð um víða veröld. Afdráttarlaus athugasemd annars Twitter-notanda við lítilfjörlegan brandarann vakti með mér ugg: „Túrismi fer ekki minnkandi.“ Nokkuð hefur borið á fréttum af samdrætti í ferðaþjónustu síðustu vikur. „Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni“ var fyrirsögn fréttar um samdrátt í bókun gistinótta á hótelum. „Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum“ sagði um ástand ferðamála á Norðurlandi. „Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík“ var haft eftir formanni Matvæla- og veitingafélags Íslands eftir slæma tíð í sumar. Þótt fyrirsagnirnar hljómi ískyggilega eru varnaðarorðin þó ekki stærsta vísbendingin um að blikur séu á lofti. „Af engri ástæðu“ Fyrir rúmu ári flaug Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, svo hátt að hann missti allt jarðsamband og spáði því í viðtali við Business Insider að senn myndi hann greiða farþegum fyrir að fljúga með sér en ekki öfugt. En dramb er falli næst. Ekki leið á löngu uns fjölmiðillinn Stundin birti frétt undir fyrirsögninni „WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu““. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum einkenndust af sama afdráttarleysi og brandari eiginmannsins vakti: „Það er eitthvað alvarlegt að hjá ritstjórn Stundarinnar … Ef þeim [sic] vantar hugmyndir að efni til að skrifa um þá er af nógu áhugaverðu að taka þegar kemur að WOW air. Meðal annars hvernig hver einasti starfsmaður lagðist á eitt að byggja upp öflugt flugfélag með jákvæðni, áhuga og eljusemi að leiðarljósi.“ Annar bætti við: „Það er verið að raða saman sögusögnum og slúðri … Til hvers er þetta?“ Öllum er nú ljóst að það var ekki af „engri ástæðu“, eins og Skúli Mogensen orðaði það, að WOW air var ekkert að flýta sér að kynna ársuppgjör sitt fyrir 2017. Í vikunni bárust daglega fréttir af því hvernig flugfélagið berst í bökkum. „Konan lofar of miklu“ „The lady doth protest too much, methinks,“ er sagt í Hamlet um konu nokkra sem heitir því af svo yfirdrifinni staðfestu að hún muni aldrei ganga að eiga annan mann eftir andlát eiginmanns síns að yfirlýsingin þykir ekki trúverðug. Það eru ekki fréttirnar um rekstrarerfiðleika sem helst renna stoðum undir þá kenningu að halli undan fæti í ferðaþjónustu. Þvert á móti er það fjöldi frétta um alla þá sem þvertaka fyrir það sem vekur ugg. „Engin kreppa í ferðaþjónustunni,“ sagði forstjóri Bláa lónsins. „Engar þjóðhagsspár sem sýna kreppu í nánd,“ var haft eftir Bjarna Benediktssyni. Fyrir tíu árum var okkur heitið því af staðfestu að „hér væri engin kreppa“. Shakespeare vissi sem var um aldamótin 1600: „Konan lofar of miklu, þykir mér.“ Senn minnumst við Íslendingar þess að tíu ár eru liðin frá hruni. Nú, rétt eins og þá, er okkur talin trú um að við búum við óhaggandi hagsæld; hér er engin kreppa. En hvort sem árið er 1600, 2008 eða 2018 eru það gömul sannindi og ný: Afgerandi neitun er oftar en ekki afneitun.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun