Neitun eða afneitun? Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Í dag eru tíu ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Fall bankans, stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, markaði upphaf alþjóðlegrar fjármálakreppu og leiddi til bankahrunsins á Íslandi. Nokkrum vikum fyrir hrunið birtist forsíðuviðtal í Viðskiptablaðinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingar. Fyrirsögn viðtalsins var: „Hér er engin kreppa.“ Afdráttarlaus athugasemd Eiginmaður minn er annálaður brandarakarl. Orðstírinn hefur hann þó getið sér fyrir magn fremur en gæði. Eins og dyggri eiginkonu sæmir sýni ég hugðarefni bóndans stuðning og gæti þess ávallt að hlæja dátt þegar hann segir brandara eða „læka“ fari hann með gamanmál á samfélagsmiðlum. Nýverið smellti ég af skyldurækni hjarta á Twitter-færslu karlsins, léttvægt grín um minnkandi túrisma á Íslandi og ósk um annað eldgos sem vakið gæti athygli á landinu er það stöðvaði flugumferð um víða veröld. Afdráttarlaus athugasemd annars Twitter-notanda við lítilfjörlegan brandarann vakti með mér ugg: „Túrismi fer ekki minnkandi.“ Nokkuð hefur borið á fréttum af samdrætti í ferðaþjónustu síðustu vikur. „Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni“ var fyrirsögn fréttar um samdrátt í bókun gistinótta á hótelum. „Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum“ sagði um ástand ferðamála á Norðurlandi. „Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík“ var haft eftir formanni Matvæla- og veitingafélags Íslands eftir slæma tíð í sumar. Þótt fyrirsagnirnar hljómi ískyggilega eru varnaðarorðin þó ekki stærsta vísbendingin um að blikur séu á lofti. „Af engri ástæðu“ Fyrir rúmu ári flaug Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, svo hátt að hann missti allt jarðsamband og spáði því í viðtali við Business Insider að senn myndi hann greiða farþegum fyrir að fljúga með sér en ekki öfugt. En dramb er falli næst. Ekki leið á löngu uns fjölmiðillinn Stundin birti frétt undir fyrirsögninni „WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu““. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum einkenndust af sama afdráttarleysi og brandari eiginmannsins vakti: „Það er eitthvað alvarlegt að hjá ritstjórn Stundarinnar … Ef þeim [sic] vantar hugmyndir að efni til að skrifa um þá er af nógu áhugaverðu að taka þegar kemur að WOW air. Meðal annars hvernig hver einasti starfsmaður lagðist á eitt að byggja upp öflugt flugfélag með jákvæðni, áhuga og eljusemi að leiðarljósi.“ Annar bætti við: „Það er verið að raða saman sögusögnum og slúðri … Til hvers er þetta?“ Öllum er nú ljóst að það var ekki af „engri ástæðu“, eins og Skúli Mogensen orðaði það, að WOW air var ekkert að flýta sér að kynna ársuppgjör sitt fyrir 2017. Í vikunni bárust daglega fréttir af því hvernig flugfélagið berst í bökkum. „Konan lofar of miklu“ „The lady doth protest too much, methinks,“ er sagt í Hamlet um konu nokkra sem heitir því af svo yfirdrifinni staðfestu að hún muni aldrei ganga að eiga annan mann eftir andlát eiginmanns síns að yfirlýsingin þykir ekki trúverðug. Það eru ekki fréttirnar um rekstrarerfiðleika sem helst renna stoðum undir þá kenningu að halli undan fæti í ferðaþjónustu. Þvert á móti er það fjöldi frétta um alla þá sem þvertaka fyrir það sem vekur ugg. „Engin kreppa í ferðaþjónustunni,“ sagði forstjóri Bláa lónsins. „Engar þjóðhagsspár sem sýna kreppu í nánd,“ var haft eftir Bjarna Benediktssyni. Fyrir tíu árum var okkur heitið því af staðfestu að „hér væri engin kreppa“. Shakespeare vissi sem var um aldamótin 1600: „Konan lofar of miklu, þykir mér.“ Senn minnumst við Íslendingar þess að tíu ár eru liðin frá hruni. Nú, rétt eins og þá, er okkur talin trú um að við búum við óhaggandi hagsæld; hér er engin kreppa. En hvort sem árið er 1600, 2008 eða 2018 eru það gömul sannindi og ný: Afgerandi neitun er oftar en ekki afneitun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag eru tíu ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Fall bankans, stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, markaði upphaf alþjóðlegrar fjármálakreppu og leiddi til bankahrunsins á Íslandi. Nokkrum vikum fyrir hrunið birtist forsíðuviðtal í Viðskiptablaðinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingar. Fyrirsögn viðtalsins var: „Hér er engin kreppa.“ Afdráttarlaus athugasemd Eiginmaður minn er annálaður brandarakarl. Orðstírinn hefur hann þó getið sér fyrir magn fremur en gæði. Eins og dyggri eiginkonu sæmir sýni ég hugðarefni bóndans stuðning og gæti þess ávallt að hlæja dátt þegar hann segir brandara eða „læka“ fari hann með gamanmál á samfélagsmiðlum. Nýverið smellti ég af skyldurækni hjarta á Twitter-færslu karlsins, léttvægt grín um minnkandi túrisma á Íslandi og ósk um annað eldgos sem vakið gæti athygli á landinu er það stöðvaði flugumferð um víða veröld. Afdráttarlaus athugasemd annars Twitter-notanda við lítilfjörlegan brandarann vakti með mér ugg: „Túrismi fer ekki minnkandi.“ Nokkuð hefur borið á fréttum af samdrætti í ferðaþjónustu síðustu vikur. „Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni“ var fyrirsögn fréttar um samdrátt í bókun gistinótta á hótelum. „Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum“ sagði um ástand ferðamála á Norðurlandi. „Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík“ var haft eftir formanni Matvæla- og veitingafélags Íslands eftir slæma tíð í sumar. Þótt fyrirsagnirnar hljómi ískyggilega eru varnaðarorðin þó ekki stærsta vísbendingin um að blikur séu á lofti. „Af engri ástæðu“ Fyrir rúmu ári flaug Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, svo hátt að hann missti allt jarðsamband og spáði því í viðtali við Business Insider að senn myndi hann greiða farþegum fyrir að fljúga með sér en ekki öfugt. En dramb er falli næst. Ekki leið á löngu uns fjölmiðillinn Stundin birti frétt undir fyrirsögninni „WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu““. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum einkenndust af sama afdráttarleysi og brandari eiginmannsins vakti: „Það er eitthvað alvarlegt að hjá ritstjórn Stundarinnar … Ef þeim [sic] vantar hugmyndir að efni til að skrifa um þá er af nógu áhugaverðu að taka þegar kemur að WOW air. Meðal annars hvernig hver einasti starfsmaður lagðist á eitt að byggja upp öflugt flugfélag með jákvæðni, áhuga og eljusemi að leiðarljósi.“ Annar bætti við: „Það er verið að raða saman sögusögnum og slúðri … Til hvers er þetta?“ Öllum er nú ljóst að það var ekki af „engri ástæðu“, eins og Skúli Mogensen orðaði það, að WOW air var ekkert að flýta sér að kynna ársuppgjör sitt fyrir 2017. Í vikunni bárust daglega fréttir af því hvernig flugfélagið berst í bökkum. „Konan lofar of miklu“ „The lady doth protest too much, methinks,“ er sagt í Hamlet um konu nokkra sem heitir því af svo yfirdrifinni staðfestu að hún muni aldrei ganga að eiga annan mann eftir andlát eiginmanns síns að yfirlýsingin þykir ekki trúverðug. Það eru ekki fréttirnar um rekstrarerfiðleika sem helst renna stoðum undir þá kenningu að halli undan fæti í ferðaþjónustu. Þvert á móti er það fjöldi frétta um alla þá sem þvertaka fyrir það sem vekur ugg. „Engin kreppa í ferðaþjónustunni,“ sagði forstjóri Bláa lónsins. „Engar þjóðhagsspár sem sýna kreppu í nánd,“ var haft eftir Bjarna Benediktssyni. Fyrir tíu árum var okkur heitið því af staðfestu að „hér væri engin kreppa“. Shakespeare vissi sem var um aldamótin 1600: „Konan lofar of miklu, þykir mér.“ Senn minnumst við Íslendingar þess að tíu ár eru liðin frá hruni. Nú, rétt eins og þá, er okkur talin trú um að við búum við óhaggandi hagsæld; hér er engin kreppa. En hvort sem árið er 1600, 2008 eða 2018 eru það gömul sannindi og ný: Afgerandi neitun er oftar en ekki afneitun.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun