Pogba allt í öllu í sigri United Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. september 2018 20:45 Frakkinn var með fyrirliðabandið í kvöld vísir/getty Paul Pogba skoraði tvö mörk í öruggum sigri Manchester United á Young Boys í Sviss í fyrsta leik liðsins í nýju tímabili í Meistaradeild Evrópu. Frakkinn skoraði fyrsta mark Untied á 35. mínútu leiksins, hann átti glæsilegt skot af vítateigslínunni upp við stöngina. Hann bætti svo við úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins og gestirnir frá Manchester í góðum málum í hálfleik. Í seinni hálfleik lagði Pogba upp þriðja og síðasta markið fyrir landa sinn Anthony Martial. Eftir það snérist leikurinn í raun bara um að sjá leikinn út fyrir leikmenn United. Svisslendingarnir ógnuðu sigrinum lítið sem ekkert og örugg byrjun á Meistaradeildinni þetta árið hjá lærisveinum Jose Mourinho. Meistaradeild Evrópu
Paul Pogba skoraði tvö mörk í öruggum sigri Manchester United á Young Boys í Sviss í fyrsta leik liðsins í nýju tímabili í Meistaradeild Evrópu. Frakkinn skoraði fyrsta mark Untied á 35. mínútu leiksins, hann átti glæsilegt skot af vítateigslínunni upp við stöngina. Hann bætti svo við úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins og gestirnir frá Manchester í góðum málum í hálfleik. Í seinni hálfleik lagði Pogba upp þriðja og síðasta markið fyrir landa sinn Anthony Martial. Eftir það snérist leikurinn í raun bara um að sjá leikinn út fyrir leikmenn United. Svisslendingarnir ógnuðu sigrinum lítið sem ekkert og örugg byrjun á Meistaradeildinni þetta árið hjá lærisveinum Jose Mourinho.