Tilvistarkreppa Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2018 10:00 Undanfarið hefur birst holskefla frétta af bágri stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nú síðast var það Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sem birti afkomu sína, en tæplega 300 milljóna tap var á rekstri félagsins í fyrra. Framkvæmdastjórinn taldi nokkrar ástæður fyrir versnandi afkomu, meðal annars hækkandi launakostnað og harðvítuga erlenda samkeppni. Þessa liði þekkja atvinnurekendur úr öðrum geirum. Launakostnaðinn þekkja allir, og erlenda samkeppnin ætti að hljóma kunnuglega í eyrum verslunareigenda nú á tímum alþjóðlegra netverslana. Eitt til nefndi framkvæmdastjórinn. Atriði sem aðrir atvinnurekendur kannast síður við. Forsvarsmenn Haga þurfa ekki að berjast um starfsfólk og markaðshlutdeild við niðurgreidda ríkismatvörubúð. Eigendur tískuverslana þurfa heldur ekki að eiga við Tízkuverslun ríkisins í daglegu amstri. Sem betur fer ekki. Fjölmiðlar þurfa hins vegar að etja kappi við ríkisrisann RÚV, sem ekki bara fær um fjóra milljarða í skattfé í vasann á ári hverju, heldur starfrækir öflugustu auglýsingasöludeild landsins og tekur þar vel á þriðja milljarð árlega til viðbótar. Sumarið var sérstaklega slæmt í þeim efnum. RÚV beitti óvönduðum meðulum við sölu á auglýsingum vegna HM í knattspyrnu. Auglýsingapakkar stofnunarinnar bundu auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti. Einkamiðlarnir urðu því ekki bara af tekjum yfir blásumarið heldur frá því snemma í vor og langt fram á haustið. Allir frjálsir miðlar finna fyrir þessu nú um stundir. Þeir smærri, til dæmis N4 á Akureyri, kvörtuðu undan því að svona högg gæti riðið þeim að fullu. Eins og ritstjóri annars smærri miðils, Kjarnans, orðaði það svo smekklega, þá tekur RÚV súrefni frá öðrum á markaðnum. Markmiðið með veru RÚV á markaði hlýtur að vera að efla frjálsa fjölmiðlun og þar með tjáningarfrelsið. Staðreyndin er hins vegar sú að RÚV tekur við almannafé með annarri hendinni, en murkar svo lífið úr einkareknu miðlunum með hinni. Svo mjög að eðlilegt er að spyrja hvort áhrif RÚV á opna og lýðræðislega umræðu í landinu séu yfir höfuð jákvæð þegar allt er talið. Flest getum við sammælst um að RÚV eigi að vera starfrækt í einhverri mynd. Þar starfar margt frábært fagfólk og dagskrárgerð er í mörgu til fyrirmyndar. Ekki er við það fólk að sakast þótt stjórnmálamönnum hafi með aðgerðaleysi tekist að gera RÚV að útblásnu bákni í tilvistarkreppu. Vandræðagangur stjórnmálamannanna er aðför að tjáningarfrelsinu og hættulegt frjálsri fjölmiðlun. Nú liggja fyrir ágætar tillögur fjölmiðlanefndar númer óteljandi. Síðast þegar fréttist hafði verið skipuð nefnd um niðurstöðu nefndarinnar. Kannski þarf svo nefnd um niðurstöðu þeirrar nefndar. Gott fyrsta skref úr þessari heimatilbúnu tilvistarkreppu væri að koma ágætum tillögum þeirrar nefndar til framkvæmdar. Ef menntamálaráðherra myndi auðnast að taka það skref hefði hún tekið þau fleiri en allir forverar hennar samanlagt í þessum málaflokki. Áfram gakk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur birst holskefla frétta af bágri stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nú síðast var það Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sem birti afkomu sína, en tæplega 300 milljóna tap var á rekstri félagsins í fyrra. Framkvæmdastjórinn taldi nokkrar ástæður fyrir versnandi afkomu, meðal annars hækkandi launakostnað og harðvítuga erlenda samkeppni. Þessa liði þekkja atvinnurekendur úr öðrum geirum. Launakostnaðinn þekkja allir, og erlenda samkeppnin ætti að hljóma kunnuglega í eyrum verslunareigenda nú á tímum alþjóðlegra netverslana. Eitt til nefndi framkvæmdastjórinn. Atriði sem aðrir atvinnurekendur kannast síður við. Forsvarsmenn Haga þurfa ekki að berjast um starfsfólk og markaðshlutdeild við niðurgreidda ríkismatvörubúð. Eigendur tískuverslana þurfa heldur ekki að eiga við Tízkuverslun ríkisins í daglegu amstri. Sem betur fer ekki. Fjölmiðlar þurfa hins vegar að etja kappi við ríkisrisann RÚV, sem ekki bara fær um fjóra milljarða í skattfé í vasann á ári hverju, heldur starfrækir öflugustu auglýsingasöludeild landsins og tekur þar vel á þriðja milljarð árlega til viðbótar. Sumarið var sérstaklega slæmt í þeim efnum. RÚV beitti óvönduðum meðulum við sölu á auglýsingum vegna HM í knattspyrnu. Auglýsingapakkar stofnunarinnar bundu auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti. Einkamiðlarnir urðu því ekki bara af tekjum yfir blásumarið heldur frá því snemma í vor og langt fram á haustið. Allir frjálsir miðlar finna fyrir þessu nú um stundir. Þeir smærri, til dæmis N4 á Akureyri, kvörtuðu undan því að svona högg gæti riðið þeim að fullu. Eins og ritstjóri annars smærri miðils, Kjarnans, orðaði það svo smekklega, þá tekur RÚV súrefni frá öðrum á markaðnum. Markmiðið með veru RÚV á markaði hlýtur að vera að efla frjálsa fjölmiðlun og þar með tjáningarfrelsið. Staðreyndin er hins vegar sú að RÚV tekur við almannafé með annarri hendinni, en murkar svo lífið úr einkareknu miðlunum með hinni. Svo mjög að eðlilegt er að spyrja hvort áhrif RÚV á opna og lýðræðislega umræðu í landinu séu yfir höfuð jákvæð þegar allt er talið. Flest getum við sammælst um að RÚV eigi að vera starfrækt í einhverri mynd. Þar starfar margt frábært fagfólk og dagskrárgerð er í mörgu til fyrirmyndar. Ekki er við það fólk að sakast þótt stjórnmálamönnum hafi með aðgerðaleysi tekist að gera RÚV að útblásnu bákni í tilvistarkreppu. Vandræðagangur stjórnmálamannanna er aðför að tjáningarfrelsinu og hættulegt frjálsri fjölmiðlun. Nú liggja fyrir ágætar tillögur fjölmiðlanefndar númer óteljandi. Síðast þegar fréttist hafði verið skipuð nefnd um niðurstöðu nefndarinnar. Kannski þarf svo nefnd um niðurstöðu þeirrar nefndar. Gott fyrsta skref úr þessari heimatilbúnu tilvistarkreppu væri að koma ágætum tillögum þeirrar nefndar til framkvæmdar. Ef menntamálaráðherra myndi auðnast að taka það skref hefði hún tekið þau fleiri en allir forverar hennar samanlagt í þessum málaflokki. Áfram gakk.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun