Er „sjálfbærni“ bara einhverjar tölur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Morgunblaðið, netútgáfa, vitnaði í það nýlega, að Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra, hefði látið þá skoðun í ljós á Alþingi fyrir nokkru, að hann efaðist um, að hvalveiðar væru sjálfbærar. Í framhaldi af því, ræddi blaðamaður við Gísla Víkingsson á Hafrannsóknastofnun, sem fullyrti, að enginn vafi væri á því, að þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, væru sjálfbærar. Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita, að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Víkingsson skuli halda, að „sjálfbærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr. Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa? Eftir að þetta viðtal við Gísla birtist, sendum við – Jarðarvinir – þessa athugasemd til blaðsins: „Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar í „hinum siðmenntaða heimi“ er þessi:1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim3. Veitt sé með mannúðlegum aðferðum, þannig, að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.Skv. Þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veginn sjálfbærar.2. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja langreyðakjöt síðustu árin. Skv. CITES-samningnum, sem um 190 þjóðir eru aðilar að, er verzlun með og flutningur á langreyðaafurðum bönnuð í lögsögu þessara landa. Punktur 2 stenzt því ekki.3. Eins og skýrslur sýna, m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014, er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvalafullum hætti, og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur – þar sem stálkló skutuls tætir líffæri, innyfli og hold dýranna, með heiftarlegum kvölum fyrir þau -, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mannúðlega aflífun“, þar sem dýr eru drepin með skjótum og sársaukalausum hætti, að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðarkálfa, í kviði kúnna, með mæðrum þeirra. – Atriði 3 stenzt því heldur alls ekki.Ef punktur 1 einn sér á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt“. Því miður vildi blaðið ekki birta þessa athugasemd, en, í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann, vildi hann fá að vita, hvaðan þessi skilgreining á sjálfbærni væri komin. Ef hún væri frá virtum og viðurkenndum alþjóðasamtökum komin, gæti hann skoðað birtingu. Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönnum í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi. Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverfis- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skilgreint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti. Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs tilgangs, er, auk þess, sterklega studdur í lögum nr. 64/1994, þar sem öll vilt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna. Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“. Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, heldur líka á grunni gildandi íslenzkra laga. Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýsingar um „sjálfbærni“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráðamenn; ekki sízt margan ráðherrann.Höfundur er stofnandi Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Morgunblaðið, netútgáfa, vitnaði í það nýlega, að Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra, hefði látið þá skoðun í ljós á Alþingi fyrir nokkru, að hann efaðist um, að hvalveiðar væru sjálfbærar. Í framhaldi af því, ræddi blaðamaður við Gísla Víkingsson á Hafrannsóknastofnun, sem fullyrti, að enginn vafi væri á því, að þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, væru sjálfbærar. Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita, að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Víkingsson skuli halda, að „sjálfbærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr. Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa? Eftir að þetta viðtal við Gísla birtist, sendum við – Jarðarvinir – þessa athugasemd til blaðsins: „Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar í „hinum siðmenntaða heimi“ er þessi:1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim3. Veitt sé með mannúðlegum aðferðum, þannig, að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.Skv. Þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veginn sjálfbærar.2. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja langreyðakjöt síðustu árin. Skv. CITES-samningnum, sem um 190 þjóðir eru aðilar að, er verzlun með og flutningur á langreyðaafurðum bönnuð í lögsögu þessara landa. Punktur 2 stenzt því ekki.3. Eins og skýrslur sýna, m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014, er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvalafullum hætti, og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur – þar sem stálkló skutuls tætir líffæri, innyfli og hold dýranna, með heiftarlegum kvölum fyrir þau -, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mannúðlega aflífun“, þar sem dýr eru drepin með skjótum og sársaukalausum hætti, að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðarkálfa, í kviði kúnna, með mæðrum þeirra. – Atriði 3 stenzt því heldur alls ekki.Ef punktur 1 einn sér á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt“. Því miður vildi blaðið ekki birta þessa athugasemd, en, í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann, vildi hann fá að vita, hvaðan þessi skilgreining á sjálfbærni væri komin. Ef hún væri frá virtum og viðurkenndum alþjóðasamtökum komin, gæti hann skoðað birtingu. Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönnum í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi. Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverfis- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skilgreint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti. Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs tilgangs, er, auk þess, sterklega studdur í lögum nr. 64/1994, þar sem öll vilt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna. Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“. Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, heldur líka á grunni gildandi íslenzkra laga. Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýsingar um „sjálfbærni“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráðamenn; ekki sízt margan ráðherrann.Höfundur er stofnandi Jarðarvina.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun