Vit og strit Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun