Sjálfstæðið og grunnskólarnir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2018 17:15 Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar