Hvað vorum við að hugsa? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Í síðustu viku fengum við innsýn í hvernig er að liggja dauðvona á Landspítala við Hringbraut þegar aðstandandi deildi hljóðupptöku af linnulausum framkvæmdunum sem munu vera rétt að byrja. Sjálf hef ég unnið á heilbrigðisstofnun sem verið var að gera upp og hugsa með hryllingi til þess tíma. Við gátum ekki haldið uppi samræðum á læknastofunni og þegar heim var komið heyrði ég ekki lengur hvað börnin mín voru að segja. Ég heyrði reyndar ekki í eiginmanni mínum heldur en þannig er það nú alltaf. Nú get ég rétt ímyndað mér hvernig er að vera í sporum þeirra sem eru alvarlega veikir við svona aðstæður. Umhverfi hefur nefnilega áhrif á bataferli sjúklinga. Brautryðjandi í þeim rannsóknum var umhverfissálfræðingurinn Roger Ulrich sem birti niðurstöður í vísindatímaritinu Science árið 1984. Fólki, sem horfði út um glugga á skógi vaxna náttúru, farnaðist betur eftir skurðaðgerð, þurfti minna af verkjalyfjum og hafði færri fylgikvilla eftir aðgerð í samanburði við sjúklinga sem horfðu á steinsteypu. Fyrir 1984 fannst mönnum eðlilegt að á spítölum væri hávaði, þeir væru illa lyktandi og fólk hreinlega týndist þar. Þá var ekki verið að hugsa út í að streita gæti haft neikvæð áhrif af bataferli sjúklinga. Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem bera ábyrgð á að endurbyggja spítala allra landsmanna í miðju umferðaröngþveiti við undirspil múrbrjóta, hafi að leiðarljósi hvað sé best fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu spítalans. Hefði verið gæfulegra að byggja nýjan spítala á grænu svæði höfuðborgarinnar og hlífa veikum fyrir hávaðanum? Munum við mögulega horfa til baka og spyrja okkur: „hvað vorum við að hugsa?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fengum við innsýn í hvernig er að liggja dauðvona á Landspítala við Hringbraut þegar aðstandandi deildi hljóðupptöku af linnulausum framkvæmdunum sem munu vera rétt að byrja. Sjálf hef ég unnið á heilbrigðisstofnun sem verið var að gera upp og hugsa með hryllingi til þess tíma. Við gátum ekki haldið uppi samræðum á læknastofunni og þegar heim var komið heyrði ég ekki lengur hvað börnin mín voru að segja. Ég heyrði reyndar ekki í eiginmanni mínum heldur en þannig er það nú alltaf. Nú get ég rétt ímyndað mér hvernig er að vera í sporum þeirra sem eru alvarlega veikir við svona aðstæður. Umhverfi hefur nefnilega áhrif á bataferli sjúklinga. Brautryðjandi í þeim rannsóknum var umhverfissálfræðingurinn Roger Ulrich sem birti niðurstöður í vísindatímaritinu Science árið 1984. Fólki, sem horfði út um glugga á skógi vaxna náttúru, farnaðist betur eftir skurðaðgerð, þurfti minna af verkjalyfjum og hafði færri fylgikvilla eftir aðgerð í samanburði við sjúklinga sem horfðu á steinsteypu. Fyrir 1984 fannst mönnum eðlilegt að á spítölum væri hávaði, þeir væru illa lyktandi og fólk hreinlega týndist þar. Þá var ekki verið að hugsa út í að streita gæti haft neikvæð áhrif af bataferli sjúklinga. Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem bera ábyrgð á að endurbyggja spítala allra landsmanna í miðju umferðaröngþveiti við undirspil múrbrjóta, hafi að leiðarljósi hvað sé best fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu spítalans. Hefði verið gæfulegra að byggja nýjan spítala á grænu svæði höfuðborgarinnar og hlífa veikum fyrir hávaðanum? Munum við mögulega horfa til baka og spyrja okkur: „hvað vorum við að hugsa?“
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar