Ein leið að lægri vöxtum Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Það eru ýmsar leiðir til að bæta lífskjör almennings og á það bendir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í skýrslu sem hann skrifaði fyrir fyrir stjórnvöld nýverið. Bendir Gylfi réttilega á að til að bæta lífskjör þurfi að taka tillit til fleiri þátta en fjölda króna í launaumslagi og nefnir sem dæmi að vaxtakjör sem almenningi býðst skipti ekki síður máli. Raunar telur hann ástæðu til að tekin séu til skoðunar þau kjör sem almenningi býðst í viðskiptabönkum hér á landi og kanna hvort hagræða megi í bankakerfinu til að bæta kjör almennings. Upplegg Gylfa er nokkuð áhugavert í ljósi þess að Gylfi er nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans sem ákvarðar stýrivexti í landinu og beitingu hinna svokölluðu innflæðishafta, sem hafa stöðvað fjárfestingu erlendra aðila í innlendum skuldabréfum frá því þau voru sett á sumarið 2016. Innflæðishöftin kveða á um að 40% bindiskylda er lögð á fjárfestingar í íslenskum skuldabréfum fyrir nýjan erlendan gjaldeyri og svipar þeim til þeirra hafta sem voru í Síle 1991 til 1998 þótt útfærslan sé talsvert stífari hér á landi. Tveir erlendir ráðgjafar sem störfuðu fyrir starfshópinn um endurskoðun peningastefnunnar, Kristin Forbes og Sebastian Edwards, draga fram í sinni skýrslu niðurstöður úr erlendum rannsóknum af reynslu Síle af sínum höftum. Ein af meginniðurstöðunum er að höftin í Síle hafi veitt seðlabankanum skjól til að viðhalda hærra vaxtastigi en ella. Þá benda þau einnig á að rannsóknir hafi sýnt fram á að höftin í Síle hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja vegna þess að höftin drógu úr framboði lánsfjármagns og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Nú flokkast flest íslensk fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki, þar á meðal viðskiptabankarnir þrír. Því má færa heim sanninn um að íslensku innflæðishöftin ein og sér leiða til lakari vaxtakjara til bæði heimila og fyrirtækja. Tilkoma haftanna hefur gert Seðlabankanum kleift að viðhalda hærra vaxtastigi og um leið dregið úr framboði af lánsfé. Frá því í lok árs 2016 hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um eitt prósent en á sama tíma hefur vaxtagrunnur fastvaxta íbúðalána hækkað umtalsvert þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Fastir vextir verðtryggðra lána hjá bönkum og lífeyrissjóðum hafa staðið í stað á meðan raunvextir ríkistryggðra bréfa til sambærilegs tíma, hafa næstum helmingast. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar peningastefnunefndar hafa verið helstu talsmenn íslensku innflæðishaftanna og virðast höftin eiga sér mjög fáa aðra meðmælendur. Innflæðishöftin ganga þvert gegn ráðleggingum erlendra sérfræðinga og stofnana. Þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið afdráttarlaus í sinni andstöðu gegn íslensku innflæðishöftunum. Að mati sjóðsins á að beita höftum aðeins í neyð, þau eiga að vera tímabundin og á engan hátt að gegna lykilhlutverki í almennri hagstjórn. Fyrrnefndir ráðgjafar starfshópsins um endurskoðun peningastefnunnar taka í sama streng og telja raunar að innflæði erlends fjármagns til Íslands fyrir tilkomu haftanna hafi aldrei verið af þeirri stærðargráðu að það hafi vegið að fjármálastöðugleika – hvað þá nú tveimur árum seinna þegar vaxtamunur við útlönd hefur minnkað talsvert og útflæðishöftum á innlenda fjármagnseigendur hefur verið aflétt. Staða Íslands er eftirsóknarverð í alþjóðlegum samanburði. Hér hefur verið viðvarandi viðskiptaafgangur, skuldir hafa verið greiddar niður og hrein erlend skuldastaða aldrei verið sterkari. Þá hefur verðbólga verið stöðug og lág, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og lánshæfi Íslands á uppleið. Við slíkar aðstæður ættu vextir á fjármagnsmarkaði að styðja við íslensk heimili og fyrirtæki en ekki öfugt eins og staðan er í skjóli stífra innflæðishafta og fjármagnsskorts. Íslenski fjármálamarkaðurinn er þunnur og smár og beiting innflæðishafta því mjög skæð. Það er spurning hvort ekki sé fyrsta skrefið til bæta vaxtakjör til heimila og fyrirtækja að hleypa öðrum erlendum fjárfestum að borðinu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmsar leiðir til að bæta lífskjör almennings og á það bendir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í skýrslu sem hann skrifaði fyrir fyrir stjórnvöld nýverið. Bendir Gylfi réttilega á að til að bæta lífskjör þurfi að taka tillit til fleiri þátta en fjölda króna í launaumslagi og nefnir sem dæmi að vaxtakjör sem almenningi býðst skipti ekki síður máli. Raunar telur hann ástæðu til að tekin séu til skoðunar þau kjör sem almenningi býðst í viðskiptabönkum hér á landi og kanna hvort hagræða megi í bankakerfinu til að bæta kjör almennings. Upplegg Gylfa er nokkuð áhugavert í ljósi þess að Gylfi er nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans sem ákvarðar stýrivexti í landinu og beitingu hinna svokölluðu innflæðishafta, sem hafa stöðvað fjárfestingu erlendra aðila í innlendum skuldabréfum frá því þau voru sett á sumarið 2016. Innflæðishöftin kveða á um að 40% bindiskylda er lögð á fjárfestingar í íslenskum skuldabréfum fyrir nýjan erlendan gjaldeyri og svipar þeim til þeirra hafta sem voru í Síle 1991 til 1998 þótt útfærslan sé talsvert stífari hér á landi. Tveir erlendir ráðgjafar sem störfuðu fyrir starfshópinn um endurskoðun peningastefnunnar, Kristin Forbes og Sebastian Edwards, draga fram í sinni skýrslu niðurstöður úr erlendum rannsóknum af reynslu Síle af sínum höftum. Ein af meginniðurstöðunum er að höftin í Síle hafi veitt seðlabankanum skjól til að viðhalda hærra vaxtastigi en ella. Þá benda þau einnig á að rannsóknir hafi sýnt fram á að höftin í Síle hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja vegna þess að höftin drógu úr framboði lánsfjármagns og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Nú flokkast flest íslensk fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki, þar á meðal viðskiptabankarnir þrír. Því má færa heim sanninn um að íslensku innflæðishöftin ein og sér leiða til lakari vaxtakjara til bæði heimila og fyrirtækja. Tilkoma haftanna hefur gert Seðlabankanum kleift að viðhalda hærra vaxtastigi og um leið dregið úr framboði af lánsfé. Frá því í lok árs 2016 hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um eitt prósent en á sama tíma hefur vaxtagrunnur fastvaxta íbúðalána hækkað umtalsvert þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Fastir vextir verðtryggðra lána hjá bönkum og lífeyrissjóðum hafa staðið í stað á meðan raunvextir ríkistryggðra bréfa til sambærilegs tíma, hafa næstum helmingast. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar peningastefnunefndar hafa verið helstu talsmenn íslensku innflæðishaftanna og virðast höftin eiga sér mjög fáa aðra meðmælendur. Innflæðishöftin ganga þvert gegn ráðleggingum erlendra sérfræðinga og stofnana. Þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið afdráttarlaus í sinni andstöðu gegn íslensku innflæðishöftunum. Að mati sjóðsins á að beita höftum aðeins í neyð, þau eiga að vera tímabundin og á engan hátt að gegna lykilhlutverki í almennri hagstjórn. Fyrrnefndir ráðgjafar starfshópsins um endurskoðun peningastefnunnar taka í sama streng og telja raunar að innflæði erlends fjármagns til Íslands fyrir tilkomu haftanna hafi aldrei verið af þeirri stærðargráðu að það hafi vegið að fjármálastöðugleika – hvað þá nú tveimur árum seinna þegar vaxtamunur við útlönd hefur minnkað talsvert og útflæðishöftum á innlenda fjármagnseigendur hefur verið aflétt. Staða Íslands er eftirsóknarverð í alþjóðlegum samanburði. Hér hefur verið viðvarandi viðskiptaafgangur, skuldir hafa verið greiddar niður og hrein erlend skuldastaða aldrei verið sterkari. Þá hefur verðbólga verið stöðug og lág, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og lánshæfi Íslands á uppleið. Við slíkar aðstæður ættu vextir á fjármagnsmarkaði að styðja við íslensk heimili og fyrirtæki en ekki öfugt eins og staðan er í skjóli stífra innflæðishafta og fjármagnsskorts. Íslenski fjármálamarkaðurinn er þunnur og smár og beiting innflæðishafta því mjög skæð. Það er spurning hvort ekki sé fyrsta skrefið til bæta vaxtakjör til heimila og fyrirtækja að hleypa öðrum erlendum fjárfestum að borðinu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun