Um græðgi og grátkóra Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:00 Ferðaþjónusta á Íslandi siglir nú í gegnum ákveðnar breytingar og jafnvel töluverðan samdrátt á sumum sviðum. Þetta kemur þeim sem lengi hafa starfað í greininni ekki á óvart. Þegar gengi krónunnar fór að styrkjast ískyggilega fyrir um tveimur árum var ljóst að það hefði áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og á hegðun ferðamanna á Íslandi. Auk styrkingar krónunnar hafa miklar launahækkanir, sem vega þungt í mannaflsfrekri atvinnugrein eins og ferðaþjónustan er, ásamt háum fjármagnskostnaði valdið því að rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er nú erfiður. Þá má ekki gleyma því að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa fjárfest gríðarlega í innviðum á síðustu árum, en á árunum 2015 til 2017 fjárfesti ferðaþjónustan fyrir 263 milljarða króna. Við þetta má svo bæta að stjórnvöldum hefur tekist að lauma inn alls kyns gjöldum og skattahækkunum á ferðamenn undanfarin ár – sem auðvitað hefur bein áhrif á verðlagið og veldur því að samkeppnishæfni Íslands hefur versnað umtalsvert. Það stendur ekki á sjálfskipuðum sérfræðingum um allt þjóðfélagið sem kjósa að hundsa staðreyndir og hrópa hátt að ferðaþjónustan sé fórnarlamb eigin græðgi. Þegar forsvarsmenn ferðaþjónustunnar benda á þessar staðreyndir eru þeir sagðir vera gengnir í grátkór og oft hnýtt aftan við að þeir séu komnir í samkór með forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir eiga sín dæmi máli sínu til rökstuðnings í græðgistalinu. Allir geta sagt sögur af fiskrétti „úti á landi“ sem kostaði svona mikið og kaffibolla í miðborg Reykjavíkur sem kostaði heila formúu. Flestir Íslendingar hafa samkvæmt þessum sérfræðingum alls ekki efni á að ferðast innanlands. Á meðan hafa sjaldan fleiri Íslendingar ferðast til útlanda síðastliðin misseri. Sem er svo sem skiljanlegt, það fæst meira fyrir krónuna erlendis vegna sterks gengis krónunnar – sem er ferðaþjónustu á Íslandi að kenna eða þakka. Það gleymist auðvitað að taka það með í reikninginn. Græðgi, sem dregið er af orðinu að græða, er skammaryrði á Íslandi. Samt vilja allir græða – líka þeir sem hrópa hæst á torgum – en hins vegar er alls óljóst og óskilgreint hvenær eðlileg arðsemiskrafa í fyrirtækjarekstri er orðin að græðgi. Flokkast það t.d. undir græðgi að þurfa að eiga fyrir launum starfsmanna, launatengdum gjöldum, sköttum og skyldum, húsaleigu og almennum rekstrarkostnaði? Er það græðgi að vonast eftir að fjárfesting og ómæld vinna skili örlitlum arði? Ég fullyrði að það eru fá ef einhver ferðaþjónustufyrirtæki sem eru drifin áfram af óeðlilegri „græðgi“ og ég efast um að það hafi einhvern tímann verið tilfellið hjá fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Því miður eru dæmi um svarta sauði í ferðaþjónustu rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en langflestir eru ekki að tjalda til einnar nætur heldur byggja upp ferðaþjónustu, af miklum metnaði, til langrar framtíðar. Það er auðvitað ólíðandi og óþolandi að þeir sem horfa aðeins til skamms tíma og skila jafnvel ekki sköttum og skyldum fái að leika lausum hala. Á það höfum við í Samtökum ferðaþjónustunnar ítrekað bent og krafist aðgerða. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú í bökkum við að láta enda ná saman. Það eru hagræðingaraðgerðir í gangi víðast hvar og menn leita leiða til að lækka verð til að þess að varan „Íslandsferð“ haldi áfram að vera samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Ef það kallast að vera í grátkór að benda á staðreyndir og vara við aðgerðum sem geta reynst hættulegar mikilvægustu útflutningsgrein okkar, þá skal ég syngja fyrsta sópran í þeim kór. Verði íslensk ferðaþjónusta af hvaða ástæðum sem er fyrir verulegum skakkaföllum á næstu misserum, þá verða það nefnilega ekki bara hinir meintu gróðapungar sem tapa, heldur allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi siglir nú í gegnum ákveðnar breytingar og jafnvel töluverðan samdrátt á sumum sviðum. Þetta kemur þeim sem lengi hafa starfað í greininni ekki á óvart. Þegar gengi krónunnar fór að styrkjast ískyggilega fyrir um tveimur árum var ljóst að það hefði áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og á hegðun ferðamanna á Íslandi. Auk styrkingar krónunnar hafa miklar launahækkanir, sem vega þungt í mannaflsfrekri atvinnugrein eins og ferðaþjónustan er, ásamt háum fjármagnskostnaði valdið því að rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er nú erfiður. Þá má ekki gleyma því að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa fjárfest gríðarlega í innviðum á síðustu árum, en á árunum 2015 til 2017 fjárfesti ferðaþjónustan fyrir 263 milljarða króna. Við þetta má svo bæta að stjórnvöldum hefur tekist að lauma inn alls kyns gjöldum og skattahækkunum á ferðamenn undanfarin ár – sem auðvitað hefur bein áhrif á verðlagið og veldur því að samkeppnishæfni Íslands hefur versnað umtalsvert. Það stendur ekki á sjálfskipuðum sérfræðingum um allt þjóðfélagið sem kjósa að hundsa staðreyndir og hrópa hátt að ferðaþjónustan sé fórnarlamb eigin græðgi. Þegar forsvarsmenn ferðaþjónustunnar benda á þessar staðreyndir eru þeir sagðir vera gengnir í grátkór og oft hnýtt aftan við að þeir séu komnir í samkór með forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir eiga sín dæmi máli sínu til rökstuðnings í græðgistalinu. Allir geta sagt sögur af fiskrétti „úti á landi“ sem kostaði svona mikið og kaffibolla í miðborg Reykjavíkur sem kostaði heila formúu. Flestir Íslendingar hafa samkvæmt þessum sérfræðingum alls ekki efni á að ferðast innanlands. Á meðan hafa sjaldan fleiri Íslendingar ferðast til útlanda síðastliðin misseri. Sem er svo sem skiljanlegt, það fæst meira fyrir krónuna erlendis vegna sterks gengis krónunnar – sem er ferðaþjónustu á Íslandi að kenna eða þakka. Það gleymist auðvitað að taka það með í reikninginn. Græðgi, sem dregið er af orðinu að græða, er skammaryrði á Íslandi. Samt vilja allir græða – líka þeir sem hrópa hæst á torgum – en hins vegar er alls óljóst og óskilgreint hvenær eðlileg arðsemiskrafa í fyrirtækjarekstri er orðin að græðgi. Flokkast það t.d. undir græðgi að þurfa að eiga fyrir launum starfsmanna, launatengdum gjöldum, sköttum og skyldum, húsaleigu og almennum rekstrarkostnaði? Er það græðgi að vonast eftir að fjárfesting og ómæld vinna skili örlitlum arði? Ég fullyrði að það eru fá ef einhver ferðaþjónustufyrirtæki sem eru drifin áfram af óeðlilegri „græðgi“ og ég efast um að það hafi einhvern tímann verið tilfellið hjá fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Því miður eru dæmi um svarta sauði í ferðaþjónustu rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en langflestir eru ekki að tjalda til einnar nætur heldur byggja upp ferðaþjónustu, af miklum metnaði, til langrar framtíðar. Það er auðvitað ólíðandi og óþolandi að þeir sem horfa aðeins til skamms tíma og skila jafnvel ekki sköttum og skyldum fái að leika lausum hala. Á það höfum við í Samtökum ferðaþjónustunnar ítrekað bent og krafist aðgerða. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú í bökkum við að láta enda ná saman. Það eru hagræðingaraðgerðir í gangi víðast hvar og menn leita leiða til að lækka verð til að þess að varan „Íslandsferð“ haldi áfram að vera samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Ef það kallast að vera í grátkór að benda á staðreyndir og vara við aðgerðum sem geta reynst hættulegar mikilvægustu útflutningsgrein okkar, þá skal ég syngja fyrsta sópran í þeim kór. Verði íslensk ferðaþjónusta af hvaða ástæðum sem er fyrir verulegum skakkaföllum á næstu misserum, þá verða það nefnilega ekki bara hinir meintu gróðapungar sem tapa, heldur allir Íslendingar.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun