Dýrkeypt andvaraleysi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. ágúst 2018 05:15 Ríkisstjórnin er í bullandi stórsókn á öllum sviðum ef marka má hennar eigin orð. Auðvitað er gott að ríkisstjórnin spilar sókn en hitt er verra að það hefur gleymst að kippa almenningi með í sóknina. Tökum löggæslumálin sem dæmi. Nýleg bráðabirgðaskýrsla ríkislögreglustjóra sýnir gríðarlega fjölgun umferðarlagabrota síðastliðin ár. Þau voru um 70.000 árið 2017 samanborið við um 37.000 árið 2013. Það kemur okkur öllum við hvernig lögreglan er í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessari hættulegu þróun. Annað dæmi. Tilkynningum um heimilisofbeldi heldur áfram að fjölda. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 402 slíkar tilkynningar fyrstu sjö mánuði þessa árs samanborið við 392 tilkynningar á sama tímabili í fyrra. Breytt verklag er ástæða þessarar miklu aukningar, en það hefur lítið upp á sig að vinna að aukinni umræðu í samfélaginu og hvetja fólk þannig til að tilkynna ofbeldi ef lögreglan hefur ekki bolmagn til að takast á við verkefnið. Þjóðinni allri kemur við hvernig farið er með þessi mál. Þriðja dæmið. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið töluvert í fréttum undanfarið þar sem m.a. hefur verið sagt frá því að þetta sé sú starfsstétt sem oftast lendi í vinnuslysum og að hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum verði sífellt algengari og alvarlegri. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir undirmönnun lögreglu í áraraðir, aukna vímuefnaneyslu og neyslu harðari efna vera stóra hluta skýringarinnar. Það er hagsmunamál þjóðarinnar að vinnuumhverfi lögreglumanna sé í lagi. Þegar litið er til þessara staðreynda er erfitt að sjá nokkurn sóknarbrag á því hvernig búið er að löggæslu hér á landi. Fjárveitingar til lögreglunnar eru í engu samræmi við það að verkefnum fjölgar og að áskoranir og úrlausnarefnin verða sífellt fjölbreyttari, jafnvel alvarlegri. Í gær greindi Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður frá því að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið upplýstir um að vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins þyrfti að lágmarka mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar. Áhrifin af áframhaldandi andvaraleysi stjórnvalda geta orðið íslensku samfélagi dýrkeypt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er í bullandi stórsókn á öllum sviðum ef marka má hennar eigin orð. Auðvitað er gott að ríkisstjórnin spilar sókn en hitt er verra að það hefur gleymst að kippa almenningi með í sóknina. Tökum löggæslumálin sem dæmi. Nýleg bráðabirgðaskýrsla ríkislögreglustjóra sýnir gríðarlega fjölgun umferðarlagabrota síðastliðin ár. Þau voru um 70.000 árið 2017 samanborið við um 37.000 árið 2013. Það kemur okkur öllum við hvernig lögreglan er í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessari hættulegu þróun. Annað dæmi. Tilkynningum um heimilisofbeldi heldur áfram að fjölda. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 402 slíkar tilkynningar fyrstu sjö mánuði þessa árs samanborið við 392 tilkynningar á sama tímabili í fyrra. Breytt verklag er ástæða þessarar miklu aukningar, en það hefur lítið upp á sig að vinna að aukinni umræðu í samfélaginu og hvetja fólk þannig til að tilkynna ofbeldi ef lögreglan hefur ekki bolmagn til að takast á við verkefnið. Þjóðinni allri kemur við hvernig farið er með þessi mál. Þriðja dæmið. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið töluvert í fréttum undanfarið þar sem m.a. hefur verið sagt frá því að þetta sé sú starfsstétt sem oftast lendi í vinnuslysum og að hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum verði sífellt algengari og alvarlegri. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir undirmönnun lögreglu í áraraðir, aukna vímuefnaneyslu og neyslu harðari efna vera stóra hluta skýringarinnar. Það er hagsmunamál þjóðarinnar að vinnuumhverfi lögreglumanna sé í lagi. Þegar litið er til þessara staðreynda er erfitt að sjá nokkurn sóknarbrag á því hvernig búið er að löggæslu hér á landi. Fjárveitingar til lögreglunnar eru í engu samræmi við það að verkefnum fjölgar og að áskoranir og úrlausnarefnin verða sífellt fjölbreyttari, jafnvel alvarlegri. Í gær greindi Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður frá því að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið upplýstir um að vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins þyrfti að lágmarka mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar. Áhrifin af áframhaldandi andvaraleysi stjórnvalda geta orðið íslensku samfélagi dýrkeypt.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun