Öryrkjar borga mun meira en áður Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Emil Thoroddsen skrifar 20. júlí 2018 07:00 Sumt er gott. Annað bara alls ekki. Þetta er í stuttu máli reynslan af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sem tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkratryggingar Íslands birtu nýlega skýrslu yfir þetta fyrsta ár. Þar er bent á ýmislegt jákvætt. Til dæmis forvarnir. Sjúkra-, iðju- og talþjálfun eru nú hluti kerfisins. Þetta eru mikilvægir þættir sem margir hafa þurft að neita sér um vegna kostnaðar. En það er að fleiru að hyggja. Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra (sá sem var í embætti þegar kerfið var mótað) hafa nýverið mært nýja kerfið og einblínt á kostina. Næstu skref verði að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar. Enginn mælir á móti því. Það er bæði brýnt og mikilvægt að draga úr kostnaði fólks við heilbrigðisþjónustu. Yfirlýst markmið með nýja kerfinu voru og eru að létta kostnaði af þeim sem mest þurftu að borga: Örorku- og ellilífeyrisþegum. Reynslan sýnir aftur á móti að almennir notendur hafa haft áberandi mestan hag af kerfinu. Það er gott svo langt sem það nær, en þetta má ekki bitna á öðrum. Það er sá veruleiki sem nú blasir við eftir rúmt ár í nýju kerfi.Óviðráðanleg upphafsgreiðsla Kerfið er byggt upp með hámarksgreiðslu í fyrsta mánuði nýs tímabils. Síðan lækka greiðslurnar. Þessi fyrsta greiðsla er óviðráðanleg fyrir fjölda fólks sem hefur lítið sem ekkert milli handanna. Þannig er í kerfinu lagður stór steinn í götu efnaminna fólks. Emil Thoroddsen formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismálFólks sem jafnframt berst í bökkum með lágan lífeyri og stórkostlega óréttlátar skerðingar á öllum öðrum tekjum. Áður var það svo að lífeyrisþegar greiddu hlutfallslega aldrei meira en um helming almennra notendagjalda í heilbrigðiskerfinu, stundum minna. Staðan er verri í nýja kerfinu. Nú verða lífeyrisþegar að greiða hlutfallslega mun meira, eða 2/3, þvert gegn yfirlýstum markmiðum. Hér erum við að horfa upp á afleiðingar pólitískra ákvarðana í verki. Hvað skýrir þennan hrópandi mun á orðum og gjörðum stjórnmálamanna? Á þetta var bent áður en nýja kerfið tók gildi. Fyrir því voru færð skýr rök og þeim komið rækilega á framfæri, að kostnaðarþátttaka lífeyrisþega ætti ekki að fara yfir þriðjung af almennum notendagjöldunum.Kerfið er fyrir fólk Öryrkjabandalag Íslands hvetur stjórnvöld til þess að vinna í samræmi við markmiðin. Það verður að grípa til aðgerða strax. Það þarf að koma greiðsluhlutfallinu niður í þriðjung og lækka óviðráðanlegar greiðslur í upphafi tímabils. Þess fyrir utan eru þökin of há. Þetta snýst um fólkið sem minnst hefur milli handanna og þarf mest á þjónustunni að halda. Það þarf að laga þessa vitleysu. Getum við ekki öll verið sammála um það?Höfundar:Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEmil Thoroddsen, formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Sumt er gott. Annað bara alls ekki. Þetta er í stuttu máli reynslan af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sem tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkratryggingar Íslands birtu nýlega skýrslu yfir þetta fyrsta ár. Þar er bent á ýmislegt jákvætt. Til dæmis forvarnir. Sjúkra-, iðju- og talþjálfun eru nú hluti kerfisins. Þetta eru mikilvægir þættir sem margir hafa þurft að neita sér um vegna kostnaðar. En það er að fleiru að hyggja. Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra (sá sem var í embætti þegar kerfið var mótað) hafa nýverið mært nýja kerfið og einblínt á kostina. Næstu skref verði að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar. Enginn mælir á móti því. Það er bæði brýnt og mikilvægt að draga úr kostnaði fólks við heilbrigðisþjónustu. Yfirlýst markmið með nýja kerfinu voru og eru að létta kostnaði af þeim sem mest þurftu að borga: Örorku- og ellilífeyrisþegum. Reynslan sýnir aftur á móti að almennir notendur hafa haft áberandi mestan hag af kerfinu. Það er gott svo langt sem það nær, en þetta má ekki bitna á öðrum. Það er sá veruleiki sem nú blasir við eftir rúmt ár í nýju kerfi.Óviðráðanleg upphafsgreiðsla Kerfið er byggt upp með hámarksgreiðslu í fyrsta mánuði nýs tímabils. Síðan lækka greiðslurnar. Þessi fyrsta greiðsla er óviðráðanleg fyrir fjölda fólks sem hefur lítið sem ekkert milli handanna. Þannig er í kerfinu lagður stór steinn í götu efnaminna fólks. Emil Thoroddsen formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismálFólks sem jafnframt berst í bökkum með lágan lífeyri og stórkostlega óréttlátar skerðingar á öllum öðrum tekjum. Áður var það svo að lífeyrisþegar greiddu hlutfallslega aldrei meira en um helming almennra notendagjalda í heilbrigðiskerfinu, stundum minna. Staðan er verri í nýja kerfinu. Nú verða lífeyrisþegar að greiða hlutfallslega mun meira, eða 2/3, þvert gegn yfirlýstum markmiðum. Hér erum við að horfa upp á afleiðingar pólitískra ákvarðana í verki. Hvað skýrir þennan hrópandi mun á orðum og gjörðum stjórnmálamanna? Á þetta var bent áður en nýja kerfið tók gildi. Fyrir því voru færð skýr rök og þeim komið rækilega á framfæri, að kostnaðarþátttaka lífeyrisþega ætti ekki að fara yfir þriðjung af almennum notendagjöldunum.Kerfið er fyrir fólk Öryrkjabandalag Íslands hvetur stjórnvöld til þess að vinna í samræmi við markmiðin. Það verður að grípa til aðgerða strax. Það þarf að koma greiðsluhlutfallinu niður í þriðjung og lækka óviðráðanlegar greiðslur í upphafi tímabils. Þess fyrir utan eru þökin of há. Þetta snýst um fólkið sem minnst hefur milli handanna og þarf mest á þjónustunni að halda. Það þarf að laga þessa vitleysu. Getum við ekki öll verið sammála um það?Höfundar:Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEmil Thoroddsen, formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar